Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 2. desember 2016 16:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið nú fyrir stundu. Þetta kom fram í máli Guðna að loknum fundi hans með Birgittu á Bessastöðum sem hófst klukkan fjögur. Birgitta er þriðji stjórnmálamaðurinn sem fær umboðið en áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fengið umboðið án þess að hafa tekist að mynda ríkisstjórn. Guðni sagði við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag að á fundum hans með formönnum og fulltrúum þeirra flokka sem eiga sæti á þingi hefði hann leitað álits á því hvaða möguleikar væru til myndunar ríkisstjórnar. Þá hefði hann jafnframt leitað eftir hver ætti nú að fá stjórnarmyndunarumboðið en síðan Katrín skilaði því fyrir rúmri viku hefur enginn haft umboðið. Forsetinn sagði að ekki hefði legið skýrt fyrir þá hver ætti að fá það næst og hann hefði því ákveðið og bíða og sjá hvort eitthvað myndi gerast enda væru fordæmi fyrir slíku, en í kjölfarið á fundum hans með forystufólki flokkanna í dag hafi hann ákveðið að kalla Birgittu á sinn fund og fela henni umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Guðni lagði síðan áherslu á það að þó að rúmur mánuður væri liðinn frá kosningum til Alþingis þá væri engin þörf á óðagoti við stjórnarmyndun. Þó sagði að hann myndi vilja fá að vita það upp úr helgi hvernig menn ætli að haga væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum svo menn geti séð hver næstu skref verði. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið nú fyrir stundu. Þetta kom fram í máli Guðna að loknum fundi hans með Birgittu á Bessastöðum sem hófst klukkan fjögur. Birgitta er þriðji stjórnmálamaðurinn sem fær umboðið en áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fengið umboðið án þess að hafa tekist að mynda ríkisstjórn. Guðni sagði við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag að á fundum hans með formönnum og fulltrúum þeirra flokka sem eiga sæti á þingi hefði hann leitað álits á því hvaða möguleikar væru til myndunar ríkisstjórnar. Þá hefði hann jafnframt leitað eftir hver ætti nú að fá stjórnarmyndunarumboðið en síðan Katrín skilaði því fyrir rúmri viku hefur enginn haft umboðið. Forsetinn sagði að ekki hefði legið skýrt fyrir þá hver ætti að fá það næst og hann hefði því ákveðið og bíða og sjá hvort eitthvað myndi gerast enda væru fordæmi fyrir slíku, en í kjölfarið á fundum hans með forystufólki flokkanna í dag hafi hann ákveðið að kalla Birgittu á sinn fund og fela henni umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Guðni lagði síðan áherslu á það að þó að rúmur mánuður væri liðinn frá kosningum til Alþingis þá væri engin þörf á óðagoti við stjórnarmyndun. Þó sagði að hann myndi vilja fá að vita það upp úr helgi hvernig menn ætli að haga væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum svo menn geti séð hver næstu skref verði.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31
Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00