Betri jól fyrir Bandaríkjamenn en Íslendinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2016 09:15 Bandaríkjamenn og Íslendingar munu koma sér fyrir í sófanum þessi jólin eins og önnur og horfa á góðar jólamyndir. Christmas Vacation með Chevy Chase er klassísk. Það er óhætt að segja að jólin 2016 séu jól vinnuveitandans en ekki starfsmannsins hér á Íslandi. Af fimm lögbundnum frídögum þessi jól og áramót falla fjórir á helgi. Aðeins annar í jólum fellur á mánudag þannig að fyrri hátíðarhelgin verður þriggja daga helgi. Í Bandaríkjunum er fyrirkomulagið þannig að þegar lögbundnir frídagar falla á helgi þá færist fríið yfir á föstudaginn á undan (ef frídagurinn er á laugardegi) eða mánudaginn á eftir (ef frídagurinn er á sunnudegi). Þannig fá flestir Bandaríkjamenn frí 26. desember og einnig 2. janúar í staðinn fyrir jóladag og nýársdag. Bandaríkjamenn hafa þannig betur, ef svo má að orði komast, þessi jólin og fá tvær þriggja daga helgar á meðan Íslendingar fá aðeins eina.Frídagarnir sem glatast Lögbundnir frídagar í Bandaríkjunum eru tíu og er fimm þeirra fagnað á mánudegi svo úr verður þriggja daga helgi. Orlof í Bandaríkjunum er almennt séð af skornari skammti en hjá Íslendingum og ekki óalgengt að fólk fái tíu til fimmtán orlofsdaga á ári, a.m.k. framan af starfsævi sinni. Hér heima eru lögbundnu frídagarnir fjórtán auk aðfangadags og gamlársdags þar sem frí er frá klukkan 13. Til einföldunar mætti því segja að þeir væru fimmtán. Páskadagur og Hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag þannig hinn hefðbundni launþegi fær ekkert frí þessa daga. Eftir standa því þrettán dagar. Þeir frídagar sem Íslendingar eiga „á hættu“ að missa á hverju ári, dagar sem eru bundnir við dagsetningu og geta því fallið á helgi, eru svo nýársdagur, 1. maí, 17. júní, aðfangadagur, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur.Úrslitin 10-10 árið 2016 Eðli málsins samkvæmt ber 1. janúar upp á árinu 2017 þannig að eðlilegt væri að hafa hann í samantekt næsta árs um frídaga. Hinn venjulegi íslenski launþegi tapar árið 2016 frídegi 1. maí (sunnudagur), aðfangadag (laugardagur), jóladag (sunnudagur) og gamlársdag (laugardagur). Því dragast þrír frídagar (aðfangadagur og gamlársdagur teljast hálfir frídagar í þessari samantekt) frá þrettán og eftir standa tíu frídagar, jafnmargir þeim sem Kaninn fær árlega vestanhafs. Rétt er að taka fram að frídagatapið er sérstaklega slæmt árið 2016 og alla jafna fá Íslendingar fleiri frídaga en Kaninn. En ekki í ár. Jólafréttir Tengdar fréttir Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00 Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði "Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara," segir Sigurður Guðmundsson. 30. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Það er óhætt að segja að jólin 2016 séu jól vinnuveitandans en ekki starfsmannsins hér á Íslandi. Af fimm lögbundnum frídögum þessi jól og áramót falla fjórir á helgi. Aðeins annar í jólum fellur á mánudag þannig að fyrri hátíðarhelgin verður þriggja daga helgi. Í Bandaríkjunum er fyrirkomulagið þannig að þegar lögbundnir frídagar falla á helgi þá færist fríið yfir á föstudaginn á undan (ef frídagurinn er á laugardegi) eða mánudaginn á eftir (ef frídagurinn er á sunnudegi). Þannig fá flestir Bandaríkjamenn frí 26. desember og einnig 2. janúar í staðinn fyrir jóladag og nýársdag. Bandaríkjamenn hafa þannig betur, ef svo má að orði komast, þessi jólin og fá tvær þriggja daga helgar á meðan Íslendingar fá aðeins eina.Frídagarnir sem glatast Lögbundnir frídagar í Bandaríkjunum eru tíu og er fimm þeirra fagnað á mánudegi svo úr verður þriggja daga helgi. Orlof í Bandaríkjunum er almennt séð af skornari skammti en hjá Íslendingum og ekki óalgengt að fólk fái tíu til fimmtán orlofsdaga á ári, a.m.k. framan af starfsævi sinni. Hér heima eru lögbundnu frídagarnir fjórtán auk aðfangadags og gamlársdags þar sem frí er frá klukkan 13. Til einföldunar mætti því segja að þeir væru fimmtán. Páskadagur og Hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag þannig hinn hefðbundni launþegi fær ekkert frí þessa daga. Eftir standa því þrettán dagar. Þeir frídagar sem Íslendingar eiga „á hættu“ að missa á hverju ári, dagar sem eru bundnir við dagsetningu og geta því fallið á helgi, eru svo nýársdagur, 1. maí, 17. júní, aðfangadagur, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur.Úrslitin 10-10 árið 2016 Eðli málsins samkvæmt ber 1. janúar upp á árinu 2017 þannig að eðlilegt væri að hafa hann í samantekt næsta árs um frídaga. Hinn venjulegi íslenski launþegi tapar árið 2016 frídegi 1. maí (sunnudagur), aðfangadag (laugardagur), jóladag (sunnudagur) og gamlársdag (laugardagur). Því dragast þrír frídagar (aðfangadagur og gamlársdagur teljast hálfir frídagar í þessari samantekt) frá þrettán og eftir standa tíu frídagar, jafnmargir þeim sem Kaninn fær árlega vestanhafs. Rétt er að taka fram að frídagatapið er sérstaklega slæmt árið 2016 og alla jafna fá Íslendingar fleiri frídaga en Kaninn. En ekki í ár.
Jólafréttir Tengdar fréttir Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00 Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði "Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara," segir Sigurður Guðmundsson. 30. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00
Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði "Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara," segir Sigurður Guðmundsson. 30. nóvember 2016 13:00