Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. nóvember 2016 06:00 vísir/anton Það bendir margt til þess að formannsslagur verði á ársþingi KSÍ í febrúar næstkomandi. Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, íhugar nú að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Geir Þorsteinssyni. „Þessi tíðindi komu mér á óvart,“ segir Geir er hann frétti af því að Guðni væri að íhuga framboð. Formaðurinn telur sig þó vera rétta manninn í starfið. „Það eru fram undan mörg stór verkefni hjá Knattspyrnusambandinu þar sem ég tel að reynsla mín og þekking komi til með að nýtast sambandinu vel á komandi árum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða um framboð Guðna ber á góma. Hann hefur þó hingað til ekki viljað taka slaginn og er, eins og áður segir, ekki búinn að taka endanlega ákvörðun. Guðni vildi ekki gefa íþróttadeild viðtal á þessum tímapunkti og staðfesti eingöngu að hann væri að íhuga framboð.Mörg stór verkefni Þó svo Guðni ákveði að bjóða sig fram þá mun það ekki verða til þess að Geir stígi til hliðar og hleypi Guðna að borðinu baráttulaust. „Ég hafði ákveðið að bjóða mig aftur aftur fram enda er ég á kafi í stórum verkefnum eins og málefnum Laugardalsvallar. Ég hef hug á að halda áfram með þau og fá niðurstöðu í þau mál,“ segir formaðurinn. En hafði hann heyrt af því síðustu misseri að Guðni væri að íhuga framboð? „Nei. Það er alltaf einhver orðrómur samt um slíkt á lofti enda gengur Knattspyrnusambandinu frábærlega og það hefur gengið frábærlega síðustu ár. Ég er því ekkert hissa á því að menn líti til þess hýru auga.“Stoltur af mínu starfi Nú er að ljúka einstöku ári í íslenskri knattspyrnusögu þar sem A-landslið karla tók í fyrsta skipti þátt í lokakeppni stórmóts og A-landslið kvenna tryggði sig inn á lokamót EM í þriðja sinn. „Ég er gríðarlega stoltur af okkar, og mínu, starfi og er reiðubúinn til að leiða Knattspyrnusambandið áfram,“ segir Geir en hann fékk viðbrögð við væntanlegu mótframboði Guðna strax á mánudag. „Þetta vakti athygli og umræðu innan okkar hreyfingar. Ég held að það skipti miklu máli að halda áfram því góða starfi sem við höfum unnið. Að sú eining sem hefur ríkt haldi áfram og við getum haldið áfram að ná frábærum árangri.“ Þó svo vel hafi gengið hjá KSÍ þá hefur Geir oft verið gagnrýndur. Til að mynda á þessu ári fyrir að þiggja tveggja mánaða bónuslaunagreiðslur fyrir vinnu sína á EM á meðan aðrir starfsmenn KSÍ fengu einn mánuð greiddan í bónus. Formaðurinn var einnig gagnrýndur fyrir að ná ekki samningum við EA Sports svo Ísland yrði í FIFA-leiknum vinsæla. Á þeim tíma fór af stað umræða um hvort einhver ætlaði að bjóða sig fram gegn Geir á ársþinginu. Nafn Guðna kom fljótt upp í þeirri umræðu innan hreyfingarinnar og nú hillir undir að Guðni taki ákvörðun.Klár í formannsslag Þó svo það hafi komið sitjandi formanni á óvart að hugsanlega væri von á mótframboði þá er hann alls ekkert vonsvikinn yfir því að vera hugsanlega á leiðinni í formannsslag. „Það get ég aldrei verið. Mér finnst eðlilegt að menn horfi til þessa starfs. Þetta er starf sem örugglega margir horfa til og hefðu áhuga á að sinna. Ég er alltaf tilbúinn í kosningabaráttu,“ segir Geir en hann hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007. Tíu ár þar á undan var hann framkvæmdastjóri sambandsins þannig að hann er að ná 20 árum í starfi fyrir Knattspyrnusamband Íslands. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Það bendir margt til þess að formannsslagur verði á ársþingi KSÍ í febrúar næstkomandi. Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, íhugar nú að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Geir Þorsteinssyni. „Þessi tíðindi komu mér á óvart,“ segir Geir er hann frétti af því að Guðni væri að íhuga framboð. Formaðurinn telur sig þó vera rétta manninn í starfið. „Það eru fram undan mörg stór verkefni hjá Knattspyrnusambandinu þar sem ég tel að reynsla mín og þekking komi til með að nýtast sambandinu vel á komandi árum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða um framboð Guðna ber á góma. Hann hefur þó hingað til ekki viljað taka slaginn og er, eins og áður segir, ekki búinn að taka endanlega ákvörðun. Guðni vildi ekki gefa íþróttadeild viðtal á þessum tímapunkti og staðfesti eingöngu að hann væri að íhuga framboð.Mörg stór verkefni Þó svo Guðni ákveði að bjóða sig fram þá mun það ekki verða til þess að Geir stígi til hliðar og hleypi Guðna að borðinu baráttulaust. „Ég hafði ákveðið að bjóða mig aftur aftur fram enda er ég á kafi í stórum verkefnum eins og málefnum Laugardalsvallar. Ég hef hug á að halda áfram með þau og fá niðurstöðu í þau mál,“ segir formaðurinn. En hafði hann heyrt af því síðustu misseri að Guðni væri að íhuga framboð? „Nei. Það er alltaf einhver orðrómur samt um slíkt á lofti enda gengur Knattspyrnusambandinu frábærlega og það hefur gengið frábærlega síðustu ár. Ég er því ekkert hissa á því að menn líti til þess hýru auga.“Stoltur af mínu starfi Nú er að ljúka einstöku ári í íslenskri knattspyrnusögu þar sem A-landslið karla tók í fyrsta skipti þátt í lokakeppni stórmóts og A-landslið kvenna tryggði sig inn á lokamót EM í þriðja sinn. „Ég er gríðarlega stoltur af okkar, og mínu, starfi og er reiðubúinn til að leiða Knattspyrnusambandið áfram,“ segir Geir en hann fékk viðbrögð við væntanlegu mótframboði Guðna strax á mánudag. „Þetta vakti athygli og umræðu innan okkar hreyfingar. Ég held að það skipti miklu máli að halda áfram því góða starfi sem við höfum unnið. Að sú eining sem hefur ríkt haldi áfram og við getum haldið áfram að ná frábærum árangri.“ Þó svo vel hafi gengið hjá KSÍ þá hefur Geir oft verið gagnrýndur. Til að mynda á þessu ári fyrir að þiggja tveggja mánaða bónuslaunagreiðslur fyrir vinnu sína á EM á meðan aðrir starfsmenn KSÍ fengu einn mánuð greiddan í bónus. Formaðurinn var einnig gagnrýndur fyrir að ná ekki samningum við EA Sports svo Ísland yrði í FIFA-leiknum vinsæla. Á þeim tíma fór af stað umræða um hvort einhver ætlaði að bjóða sig fram gegn Geir á ársþinginu. Nafn Guðna kom fljótt upp í þeirri umræðu innan hreyfingarinnar og nú hillir undir að Guðni taki ákvörðun.Klár í formannsslag Þó svo það hafi komið sitjandi formanni á óvart að hugsanlega væri von á mótframboði þá er hann alls ekkert vonsvikinn yfir því að vera hugsanlega á leiðinni í formannsslag. „Það get ég aldrei verið. Mér finnst eðlilegt að menn horfi til þessa starfs. Þetta er starf sem örugglega margir horfa til og hefðu áhuga á að sinna. Ég er alltaf tilbúinn í kosningabaráttu,“ segir Geir en hann hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007. Tíu ár þar á undan var hann framkvæmdastjóri sambandsins þannig að hann er að ná 20 árum í starfi fyrir Knattspyrnusamband Íslands.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira