Fótbolti

Viðar sat sem fastast á bekknum í tapi í Pétursborg | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson kom ekkert við sögu þegar Maccabi Tel Aviv tapaði 2-0 fyrir Zenit í Pétursborg í D-riðli Evrópudeildarinnar í dag.

Maccabi er því áfram með fjögur stig í 3. sæti riðilsins. Ísraelarnir þurfa að vinna FH-banana í Dundalk í lokaumferðinni til að komast áfram.

Rússneski landsliðsmaðurinn Aleksandr Kokorin kom Zenit yfir mínútu fyrir hálfleik.

Kokorin fór svo af velli á 66. mínútu og í hans stað kom Aleksandr Kerzhakov sem skoraði seinna mark Zenit með skoti beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Lokatölur 2-0, Zenit í vil.

Viðar þurfti að gera sér að góðu að sitja allan tímann á varamannabekknum. Viðar lék fyrstu fjóra leiki Maccabi í Evrópudeildinni og skoraði eitt mark. Það kom í fyrri leiknum gegn Zenit sem tapaðist 3-4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×