Tesla og SolarCity sjá heilli eyju fyrir rafmagni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Tæknijöfurinn Elon Musk sér heilli eyju fyrir rafmagni. Nordicphotos/AFP Ákveðið hefur verið að fagna 300 milljarða króna kaupum rafbílarisans Tesla á sólarorkufyrirtækinu SolarCity með því að sjá öllum íbúum eyjunnar Ta’u, einnar Bandarísku Samóa-eyja, fyrir rafmagni. Íbúar hafa hingað til framleitt rafmagn með dísilrafölum en undanfarið hefur Tesla sett upp fjölda sólarsella og rafgeyma til þess að sjá íbúunum 600 fyrir rafmagni. Með þessu eiga að sparast um fjögur hundruð þúsund lítrar af dísilolíu ár hvert að viðbættri þeirri olíu sem þarf til að flytja olíuna til Ta’u. Sólarorkunetið á Ta’u á jafnframt að geta séð eynni fyrir rafmagni í þrjá sólarlausa daga og getur það hlaðið rafhlöðurnar að fullu á sjö klukkutímum. Verkefninu er ætlað að sýna fram á kosti samrunans en Elon Musk, eigandi Tesla, hefur sætt gagnrýni fyrir kaupin þar sem SolarCity er ekki nálægt því að skila hagnaði. Samkvæmt frétt The Verge eyðir SolarCity sex Bandaríkjadölum fyrir hvern einn sem fyrirtækið aflar. Musk hefur hins vegar sagt samrunann nauðsynlegt skref í svokallaðri „Master Plan“-áætlun sinni um notkun grænnar orku. Þá greindi Musk einnig frá því á dögunum að verkfræðingar SolarCity sæju fram á að geta framleitt og selt svokallaðar sólarþakplötur, þakplötur sem jafnframt söfnuðu sólarorku sem viðkomandi heimili gæti nýtt. Þær plötur sagði Musk að yrðu ódýrari en venjulegar þakplötur jafnvel áður en sparnaður vegna ókeypis orkunotkunar væri tekinn með í reikninginn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Samóa Tækni Tengdar fréttir Tesla færir út kvíarnar Elon Musk segir að Tesla muni bjóða leigubílaþjónustu með sjálfkeyrandi bílum í borgum með mikilli eftirspurn. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fagna 300 milljarða króna kaupum rafbílarisans Tesla á sólarorkufyrirtækinu SolarCity með því að sjá öllum íbúum eyjunnar Ta’u, einnar Bandarísku Samóa-eyja, fyrir rafmagni. Íbúar hafa hingað til framleitt rafmagn með dísilrafölum en undanfarið hefur Tesla sett upp fjölda sólarsella og rafgeyma til þess að sjá íbúunum 600 fyrir rafmagni. Með þessu eiga að sparast um fjögur hundruð þúsund lítrar af dísilolíu ár hvert að viðbættri þeirri olíu sem þarf til að flytja olíuna til Ta’u. Sólarorkunetið á Ta’u á jafnframt að geta séð eynni fyrir rafmagni í þrjá sólarlausa daga og getur það hlaðið rafhlöðurnar að fullu á sjö klukkutímum. Verkefninu er ætlað að sýna fram á kosti samrunans en Elon Musk, eigandi Tesla, hefur sætt gagnrýni fyrir kaupin þar sem SolarCity er ekki nálægt því að skila hagnaði. Samkvæmt frétt The Verge eyðir SolarCity sex Bandaríkjadölum fyrir hvern einn sem fyrirtækið aflar. Musk hefur hins vegar sagt samrunann nauðsynlegt skref í svokallaðri „Master Plan“-áætlun sinni um notkun grænnar orku. Þá greindi Musk einnig frá því á dögunum að verkfræðingar SolarCity sæju fram á að geta framleitt og selt svokallaðar sólarþakplötur, þakplötur sem jafnframt söfnuðu sólarorku sem viðkomandi heimili gæti nýtt. Þær plötur sagði Musk að yrðu ódýrari en venjulegar þakplötur jafnvel áður en sparnaður vegna ókeypis orkunotkunar væri tekinn með í reikninginn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Samóa Tækni Tengdar fréttir Tesla færir út kvíarnar Elon Musk segir að Tesla muni bjóða leigubílaþjónustu með sjálfkeyrandi bílum í borgum með mikilli eftirspurn. 22. júlí 2016 07:00 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tesla færir út kvíarnar Elon Musk segir að Tesla muni bjóða leigubílaþjónustu með sjálfkeyrandi bílum í borgum með mikilli eftirspurn. 22. júlí 2016 07:00