Ræða samruna Honda og Nissan Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2024 09:54 Makoto Uchida og Toshihiro Mibe, yfirmenn Nissan og Honda. AP Forsvarsmenn bílafyrirtækjanna japönsku Honda og Nissan eiga í viðræðum um mögulegan samruna. Dregið hefur verulega úr hagnaði hjá Nissan og bæði fyrirtæki eiga í erfiðri baráttu við kínverska bílaframleiðendur sem eru að setja mark sitt á markaðinn. Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að skera ætti verulega niður hjá Nissan, með því að segja upp níu þúsund manns og draga úr framleiðslugetu um fimmtung. Honda var stofnað árið 1948 og Nissan árið 1933. Fyrirtækin eru annar (Honda) og þriðji (Nissan) stærstu bílaframleiðendur Japan og gæti samruni haft veruleg áhrif á iðnaðinn þar og í heiminum. Verði af samruna fyrirtækjanna gæti það fyrirtæki orðið þriðji stærsti bílaframleiðandi heims. Í frétt New York Times segir að Honda hafi selt 3,98 milljónir bíla í fyrra og Nissan 3,37 milljónir. Toyota sendi flesta bíla í fyrra eða 11,23 milljónir og Volkswagen Group seldi 9,23 milljónir. Þurfa að fjárfesta mikið Eftir að fregnir bárust af viðræðunum staðfestu forsvarsmenn fyrirtækjanna að þær væru að eiga sér stað og þær snerust um samruna eða mögulega aukna samvinnu en engin ákvörðun hefði verið tekin, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Enn eru viðræðurnar sagðar á frumstigi. Áður hefur verið tilkynnt að samstarf milli fyrirtækjanna hafi verið aukið og þá sérstaklega þegar kemur að þróun rafmagnsbíla og tengdri tækni. Í grein WSJ er haft eftir greinendum að rafmagnsbílaframleiðendur eins og Tesla og kínverska fyrirtækið BYD hafi mikið forskot á þeim markaði og sömuleiðis þegar kemur að hugbúnaði fyrir sjálfkeyrandi bíla. Önnur fyrirtæki þurfi að fjárfesta mikið til að draga úr þessu forskoti. Kínverskir bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum notið mikils stuðnings frá yfirvöldum þar og eru nú sífellt að auka markaðsstöðu sína víðsvegar um heiminn. Kína tók í fyrra frammúr Japan og er orðið það ríki sem flytur út flesta bíla á heimsvísu. Japan Bílar Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Ræða samruna Honda og Nissan Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Loka verslun í Smáralind Neytendur Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að skera ætti verulega niður hjá Nissan, með því að segja upp níu þúsund manns og draga úr framleiðslugetu um fimmtung. Honda var stofnað árið 1948 og Nissan árið 1933. Fyrirtækin eru annar (Honda) og þriðji (Nissan) stærstu bílaframleiðendur Japan og gæti samruni haft veruleg áhrif á iðnaðinn þar og í heiminum. Verði af samruna fyrirtækjanna gæti það fyrirtæki orðið þriðji stærsti bílaframleiðandi heims. Í frétt New York Times segir að Honda hafi selt 3,98 milljónir bíla í fyrra og Nissan 3,37 milljónir. Toyota sendi flesta bíla í fyrra eða 11,23 milljónir og Volkswagen Group seldi 9,23 milljónir. Þurfa að fjárfesta mikið Eftir að fregnir bárust af viðræðunum staðfestu forsvarsmenn fyrirtækjanna að þær væru að eiga sér stað og þær snerust um samruna eða mögulega aukna samvinnu en engin ákvörðun hefði verið tekin, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Enn eru viðræðurnar sagðar á frumstigi. Áður hefur verið tilkynnt að samstarf milli fyrirtækjanna hafi verið aukið og þá sérstaklega þegar kemur að þróun rafmagnsbíla og tengdri tækni. Í grein WSJ er haft eftir greinendum að rafmagnsbílaframleiðendur eins og Tesla og kínverska fyrirtækið BYD hafi mikið forskot á þeim markaði og sömuleiðis þegar kemur að hugbúnaði fyrir sjálfkeyrandi bíla. Önnur fyrirtæki þurfi að fjárfesta mikið til að draga úr þessu forskoti. Kínverskir bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum notið mikils stuðnings frá yfirvöldum þar og eru nú sífellt að auka markaðsstöðu sína víðsvegar um heiminn. Kína tók í fyrra frammúr Japan og er orðið það ríki sem flytur út flesta bíla á heimsvísu.
Japan Bílar Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Ræða samruna Honda og Nissan Viðskipti erlent Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Loka verslun í Smáralind Neytendur Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira