Þrjátíu prósenta aukning í notkun verkjalyfs sem er náskylt heróíni Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. nóvember 2016 19:05 Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcódon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. Árið 2015 leystu 39.437 einstaklingar út Parkódín úr apóteki en árið 2014 voru það 37.022. Þetta er aukning upp á 6,5 prósent samkvæmt nýjum tölum sem Embætti landlæknis birti í dag. Mest aukning notenda milli ára er í notkun oxýcódons eða 29,5 prósent. Fjöldi þeirra sem notuðu oxýcódon fór úr 1.567 notendum í 2.029. Einnig varð um 8 prósent aukning milli ára í fjölda þeirra sem fengu Parkódín Forte ávísað. Aukning í fjölda notenda endurspeglar þá þróun sem hefur verið í ávísunum þessara lyfja hér á landi en Ísland er í dag með Norðurlandamet í notkun verkjalyfja (t.d. Parkódín, Parkódín forte og Tramadól), svefn- og róandi lyfja (t.d. Zóplíklón og Zolpídem), róandi og kvíðastillandi lyfja (t.d. Oxazepam), flogaveikilyfja (t.d. Gabapentín) og örvandi lyfjum (t.d. Metýlfenidat og Amfetamín) samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis. „Þetta er búið að vera þekkt í áraraðir með mörg af þessum lyfjum en það er nýtt að við séum orðin hæst á Norðurlöndunum í verkjalyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Menn staldra sérstaklega við þrjátíu prósent fjölgun notenda oxýcódon. Þetta er mjög sterkt verkjalyf, oft selt undir heitinu OxyContin. Lyfið er notað til að meðhöndla langvarandi sársauka og er náskylt heróíni. Embætti landlæknis veit í raun ekki hvers vegna notendum þessa lyfs hefur fjölgað milli ára. Ólafur B. Einarsson segir að ástæðan geti verið fjölgun þeirra sem þurfi á sterkum verkjalyfjum að halda vegna sársauka eða aukin fíkn og neyslan sé að birtast í auknum ávísunum. „Það er alltaf í gangi reglubundið eftirlit hér hjá embætti landlæknis með ávísunum þessara lyfja. Við hins vegar náum bara að bregðast við þessum allra alvarlegustu málum. Eins líka ef að það berast tilkynningar um misnotkun, fíkn eða annað slíkt þá reynum við að bregðast við því.“ Lyf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Sjá meira
Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcódon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. Árið 2015 leystu 39.437 einstaklingar út Parkódín úr apóteki en árið 2014 voru það 37.022. Þetta er aukning upp á 6,5 prósent samkvæmt nýjum tölum sem Embætti landlæknis birti í dag. Mest aukning notenda milli ára er í notkun oxýcódons eða 29,5 prósent. Fjöldi þeirra sem notuðu oxýcódon fór úr 1.567 notendum í 2.029. Einnig varð um 8 prósent aukning milli ára í fjölda þeirra sem fengu Parkódín Forte ávísað. Aukning í fjölda notenda endurspeglar þá þróun sem hefur verið í ávísunum þessara lyfja hér á landi en Ísland er í dag með Norðurlandamet í notkun verkjalyfja (t.d. Parkódín, Parkódín forte og Tramadól), svefn- og róandi lyfja (t.d. Zóplíklón og Zolpídem), róandi og kvíðastillandi lyfja (t.d. Oxazepam), flogaveikilyfja (t.d. Gabapentín) og örvandi lyfjum (t.d. Metýlfenidat og Amfetamín) samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis. „Þetta er búið að vera þekkt í áraraðir með mörg af þessum lyfjum en það er nýtt að við séum orðin hæst á Norðurlöndunum í verkjalyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Menn staldra sérstaklega við þrjátíu prósent fjölgun notenda oxýcódon. Þetta er mjög sterkt verkjalyf, oft selt undir heitinu OxyContin. Lyfið er notað til að meðhöndla langvarandi sársauka og er náskylt heróíni. Embætti landlæknis veit í raun ekki hvers vegna notendum þessa lyfs hefur fjölgað milli ára. Ólafur B. Einarsson segir að ástæðan geti verið fjölgun þeirra sem þurfi á sterkum verkjalyfjum að halda vegna sársauka eða aukin fíkn og neyslan sé að birtast í auknum ávísunum. „Það er alltaf í gangi reglubundið eftirlit hér hjá embætti landlæknis með ávísunum þessara lyfja. Við hins vegar náum bara að bregðast við þessum allra alvarlegustu málum. Eins líka ef að það berast tilkynningar um misnotkun, fíkn eða annað slíkt þá reynum við að bregðast við því.“
Lyf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Sjá meira