Buffer gekk úr búrinu og tilkynnti svo röng úrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2016 13:00 Það var mikill ruglingur eftir magnaðan bardagan þeirra Tyron Woodley og Stephen Thompson um veltivigtartitilinn í UFC á laugardagskvöld. Eftir fimm lotu hörkubardaga þurfti dómaraúrskurð til að fá niðurstöðu í bardagann. Og það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Í þann mund sem að Bruce Buffer, kynnir kvöldsins, ætlaði að tilkynna niðurstöðu dómaranna hætti hann skyndilega við og gekk út úr búrinu. Hann sneri svo aftur stuttu síðar og tilkynnti að Woodley hafi unnið. Það reyndist hins vegar rangt þar sem að meirihluti dómara úrskurðaði að niðurstaðan hefði verið jafntefli. Sjá einnig: Conor McGregor tvöfaldur meistari Stigaskor tveggja dómara var eins, 47-47, en þriðji dómarinn dæmdi Woodley sigur, 48-47. En meirihluti dómaranna ræður og því var rétt niðurstaða jafntefli. Það var svo leiðrétt í miðju viðtali Joe Rogan við Woodley sem hélt þó titlinum sínum þrátt fyrir jafnteflið. En Woodley gat engan veginn leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna. Dana White, forseti UFC, reyndi að útskýra misskilninginn eftir bardagann en það er íþróttanefnd New York-fylkis sem skipar dómaranna og sér um þeirra störf. „Nefndin var bara að reyna að gera þetta rétt. Þeir voru að fara aftur yfir niðurstöðuna,“ sagði White spurður um af hverju Buffer hafi farið úr hringnum. „Ég veit ekki hvað gekk á. Það átti sér stað klúður og þeir vildu vera vissir um að þetta væri allt saman rétt. Þess vegna þurftum við að tilkynna þetta aftur.“ White segir þó skárra að misskliningurinn hafi verið á þennan vegu fremur en að rangur maður hafi fengið beltið. MMA Tengdar fréttir Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira
Það var mikill ruglingur eftir magnaðan bardagan þeirra Tyron Woodley og Stephen Thompson um veltivigtartitilinn í UFC á laugardagskvöld. Eftir fimm lotu hörkubardaga þurfti dómaraúrskurð til að fá niðurstöðu í bardagann. Og það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Í þann mund sem að Bruce Buffer, kynnir kvöldsins, ætlaði að tilkynna niðurstöðu dómaranna hætti hann skyndilega við og gekk út úr búrinu. Hann sneri svo aftur stuttu síðar og tilkynnti að Woodley hafi unnið. Það reyndist hins vegar rangt þar sem að meirihluti dómara úrskurðaði að niðurstaðan hefði verið jafntefli. Sjá einnig: Conor McGregor tvöfaldur meistari Stigaskor tveggja dómara var eins, 47-47, en þriðji dómarinn dæmdi Woodley sigur, 48-47. En meirihluti dómaranna ræður og því var rétt niðurstaða jafntefli. Það var svo leiðrétt í miðju viðtali Joe Rogan við Woodley sem hélt þó titlinum sínum þrátt fyrir jafnteflið. En Woodley gat engan veginn leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna. Dana White, forseti UFC, reyndi að útskýra misskilninginn eftir bardagann en það er íþróttanefnd New York-fylkis sem skipar dómaranna og sér um þeirra störf. „Nefndin var bara að reyna að gera þetta rétt. Þeir voru að fara aftur yfir niðurstöðuna,“ sagði White spurður um af hverju Buffer hafi farið úr hringnum. „Ég veit ekki hvað gekk á. Það átti sér stað klúður og þeir vildu vera vissir um að þetta væri allt saman rétt. Þess vegna þurftum við að tilkynna þetta aftur.“ White segir þó skárra að misskliningurinn hafi verið á þennan vegu fremur en að rangur maður hafi fengið beltið.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30
Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27