Segir Mayweather ekki þora í alvöru bardaga og vill 100 milljónir dala fyrir að boxa við hann Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2016 10:15 Conor McGregor, tvöfaldur heimsmeistari í UFC, vill 100 milljónir dala í reiðufé fyrir að boxa við besta hnefaleikakappa sögunnar, Floyd Mayweather Jr. Hann segir Mayweather hræddan við „alvöru bardaga“. Sögusagnir um mögulegan ofurbardaga tveggja kjaftforustu og bestu manna sinna íþrótta voru háværar fyrr á árinu en svo virtist sem hugmyndin væri dauð og grafin. Conor kveikti aftur á móti eld undir henni á þriðjudagskvöldið. Írski Íslandsvinurinn, sem er enn að fagna sigrinum á Eddie Alvarez, fór upp á svið á næturklúbbnum Oak í New York og sagði fólkinu í salnum hvað þyrfti til ef hann ætti að berjast við Floyd Mayweather sem er 49-0 á ferlinum og af flestum talinn besti boxari sögunnar, pund fyrir pund. „Floyd er ekki tilbúinn í þetta,“ hrópaði Conor í hljóðnemann er tónlistin var stöðvuð svo vélbyssukjafturinn gæti komist að. „Ég virði Floyd mikið. Hann er góður viðskiptamaður og algjört dýr í því sem hann gerir. En þegar kemur að alvöru bardaga [MMA en ekki hnefaleikum, innsk. blm.] vill Floyd ekkert með það hafa.“ „Hann vill hnefaleikabardaga en ekki alvöru bardaga. Ég vil 100 milljónir í reiðufé ef ég á að berjast við hann undir hnefaleikareglum. Hann er hræddur við alvöru bardaga,“ sagði Conor McGregor. Ræða Conors náðist á myndband sem slúðurvefurinn TMZ birti á Youtube-síðu sinni en það má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Pogba leikur eftir göngulag Conor McGregor Írinn kjaftfori er með sjálfstraustið í lagi og göngulagið er eftir því. 15. nóvember 2016 23:15 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC vildi ekki hafa Diaz í húsinu þegar Conor tók seinna beltið: „Þeir gáfu Nick Jonas sætið mitt“ Nate Diaz er tilbúinn að berjast gegn Conor McGregor í þriðja sinn en ætlar ekki að grátbiðja um bardagann. 16. nóvember 2016 14:00 Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00 Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ Sjá meira
Conor McGregor, tvöfaldur heimsmeistari í UFC, vill 100 milljónir dala í reiðufé fyrir að boxa við besta hnefaleikakappa sögunnar, Floyd Mayweather Jr. Hann segir Mayweather hræddan við „alvöru bardaga“. Sögusagnir um mögulegan ofurbardaga tveggja kjaftforustu og bestu manna sinna íþrótta voru háværar fyrr á árinu en svo virtist sem hugmyndin væri dauð og grafin. Conor kveikti aftur á móti eld undir henni á þriðjudagskvöldið. Írski Íslandsvinurinn, sem er enn að fagna sigrinum á Eddie Alvarez, fór upp á svið á næturklúbbnum Oak í New York og sagði fólkinu í salnum hvað þyrfti til ef hann ætti að berjast við Floyd Mayweather sem er 49-0 á ferlinum og af flestum talinn besti boxari sögunnar, pund fyrir pund. „Floyd er ekki tilbúinn í þetta,“ hrópaði Conor í hljóðnemann er tónlistin var stöðvuð svo vélbyssukjafturinn gæti komist að. „Ég virði Floyd mikið. Hann er góður viðskiptamaður og algjört dýr í því sem hann gerir. En þegar kemur að alvöru bardaga [MMA en ekki hnefaleikum, innsk. blm.] vill Floyd ekkert með það hafa.“ „Hann vill hnefaleikabardaga en ekki alvöru bardaga. Ég vil 100 milljónir í reiðufé ef ég á að berjast við hann undir hnefaleikareglum. Hann er hræddur við alvöru bardaga,“ sagði Conor McGregor. Ræða Conors náðist á myndband sem slúðurvefurinn TMZ birti á Youtube-síðu sinni en það má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Pogba leikur eftir göngulag Conor McGregor Írinn kjaftfori er með sjálfstraustið í lagi og göngulagið er eftir því. 15. nóvember 2016 23:15 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC vildi ekki hafa Diaz í húsinu þegar Conor tók seinna beltið: „Þeir gáfu Nick Jonas sætið mitt“ Nate Diaz er tilbúinn að berjast gegn Conor McGregor í þriðja sinn en ætlar ekki að grátbiðja um bardagann. 16. nóvember 2016 14:00 Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00 Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ Sjá meira
Pogba leikur eftir göngulag Conor McGregor Írinn kjaftfori er með sjálfstraustið í lagi og göngulagið er eftir því. 15. nóvember 2016 23:15
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
UFC vildi ekki hafa Diaz í húsinu þegar Conor tók seinna beltið: „Þeir gáfu Nick Jonas sætið mitt“ Nate Diaz er tilbúinn að berjast gegn Conor McGregor í þriðja sinn en ætlar ekki að grátbiðja um bardagann. 16. nóvember 2016 14:00
Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00
Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00