Sport

Bill Murray með viðtal ársins | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Murray og Epstein spöruðu ekki við sig kampavínið í nótt.
Murray og Epstein spöruðu ekki við sig kampavínið í nótt. vísir/getty
Einn þekktasti stuðningsmaður Chicago Cubs er gamanleikarinn Bill Murray og hann var að sjálfsögðu á leiknum sögulega í nótt er Cubs varð meistari.

Þegar er byrjað að tala um leik næturinnar sem besta leik allra tíma í bandarísku hafnaboltadeildinni. Hann bauð upp á allt sem einn íþróttaleikur getur boðið upp á.

Sjá einnig: 108 ára bið Chicago Cubs lauk í nótt

Murray var fenginn til þess að sinna smá vinnu fyrir Fox-sjónvarpsstöðina í nótt og var meðal annars mættur inn í klefa til þess að taka viðtal við forseta Cubs, Theo Epstein.

Svona viðtal sést ekki á hverjum degi. Báðir með mátulega mikið í tánni, hella kampavíni yfir hvorn annan og tala svo bara einhverja vitleysu. Stórkostlegt.

Sjá má þetta viðtal hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×