Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2016 19:00 Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. Íslenska liðið lenti í C-riðlinum með Frakklandi, Sviss og Austurríki en fyrsti leikur stelpnanna er á móti Frakklandi. Margrét Lára og Hallbera voru spenntar þegar þær fylgdust með drættinum í húsakynnum 365 miðla í dag en dregið var í Rotterdam. „Það var við því að búast að þetta yrði erfiður riðill. Við höfum farið á tvö Evrópumót og fengið erfiða riðla í bæði skiptin. Við tökum þessu bara fagnandi og undirbúum okkur vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Hverjir eru möguleikar íslenska liðsins í þessum riðli? „Þeir eru alveg ágætir. Við spiluðum við Sviss í síðustu undankeppni HM og það gekk ekki nógu vel. Ég held að það sé fínt að vera búnar að spila við þær og þekkjum þær því ágætlega,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í viðtali við Gaupa. „Frakkarnir eru ógnarsterkir og líklegir sigurvegarar í riðlinum en það verða líka fleiri lið sem komast áfram,“ sagði Hallbera. Sér Margrét Lára fyrir sér að íslenska liðið komist í undanúrslitin? „Já, klárlega. Ég sé samt fyrst og fremst fyrir mér að við ætlum að komast upp úr þessum riðli og svo tökum við bara stöðuna eftir það. Þetta er mjög erfiður riðill og Sviss er það lið úr öðrum styrkleikaflokki sem við hefðum helst vilja forðast. Við eigum líka harma að hefna gegn þeim eftir að hafa tapað tvisvar illa fyrir þeim. Nú ætlum við okkur að vinna þær þegar mest á reynir,“ sagði Margrét Lára. „Ég held að allir í liðinu séu að stefna í sömu átt. Við ætlum að koma okkur í besta form sem völ er á. Svo veit ég að því að KSÍ hefur staðið vel við bakið á okkur og við fáum fullt af æfingaleikjum og verðum mikið saman. Ég held að við komum í toppmálum til leiks,“ sagði Hallbera. Það er hægt að sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. Íslenska liðið lenti í C-riðlinum með Frakklandi, Sviss og Austurríki en fyrsti leikur stelpnanna er á móti Frakklandi. Margrét Lára og Hallbera voru spenntar þegar þær fylgdust með drættinum í húsakynnum 365 miðla í dag en dregið var í Rotterdam. „Það var við því að búast að þetta yrði erfiður riðill. Við höfum farið á tvö Evrópumót og fengið erfiða riðla í bæði skiptin. Við tökum þessu bara fagnandi og undirbúum okkur vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Hverjir eru möguleikar íslenska liðsins í þessum riðli? „Þeir eru alveg ágætir. Við spiluðum við Sviss í síðustu undankeppni HM og það gekk ekki nógu vel. Ég held að það sé fínt að vera búnar að spila við þær og þekkjum þær því ágætlega,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í viðtali við Gaupa. „Frakkarnir eru ógnarsterkir og líklegir sigurvegarar í riðlinum en það verða líka fleiri lið sem komast áfram,“ sagði Hallbera. Sér Margrét Lára fyrir sér að íslenska liðið komist í undanúrslitin? „Já, klárlega. Ég sé samt fyrst og fremst fyrir mér að við ætlum að komast upp úr þessum riðli og svo tökum við bara stöðuna eftir það. Þetta er mjög erfiður riðill og Sviss er það lið úr öðrum styrkleikaflokki sem við hefðum helst vilja forðast. Við eigum líka harma að hefna gegn þeim eftir að hafa tapað tvisvar illa fyrir þeim. Nú ætlum við okkur að vinna þær þegar mest á reynir,“ sagði Margrét Lára. „Ég held að allir í liðinu séu að stefna í sömu átt. Við ætlum að koma okkur í besta form sem völ er á. Svo veit ég að því að KSÍ hefur staðið vel við bakið á okkur og við fáum fullt af æfingaleikjum og verðum mikið saman. Ég held að við komum í toppmálum til leiks,“ sagði Hallbera. Það er hægt að sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira