Hamilton á ráspól í Bandaríkjunum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. október 2016 19:04 Lewis Hamilton var fljótastur í tímatökunni í dag. Vísir/Getty Lewis Hamitlon á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. Hamilton ætlar sér greinilega ekki að gefa eftir í titilbaráttunni. Ræsingarnar hafa þó ekki verið hans sterkasta hlið í ár. Eins hefur ökumaðurinn í öðru sæti unnið síðustu þrjár keppnir í Texas.Fyrsta lotaHamilton var fljótastur í fyrstu lotunni, hann var einum tíunda á undan liðsfélaga sínum, Rosberg. Red Bull bílarnir voru næstir á eftir Mercedes í fyrstu lotu, þeir voru fljótastir á þriðju æfingunni rétt fyrir tímatökuna. Í fyrstu lotu duttu Manor ökumennirnir út ásamt Felipe Nasr á Sauber, Jenson Button á McLaren, Kevin Magnussen á Renault og Romain Grosjean á Haas. Það voru mikil vonbrigði fyrir Haas liðið að koma ekki báðum bílum upp úr fyrstu lotu á heimavelli.Daniel Ricciardo komst næst Mercedes í dag.Vísir/GettyÖnnur lotaMercedes menn gátu farið í gegnum aðra lotuna án þess að nota mýkstu dekk helgarinnar. Þeir settu nógu góðan tíma á mjúku dekkjunum til að komast í gegn. Sama gerði Verstappen á Red Bull. Ricciardo gerði öfugt við liðsfélaga sinn og var fljótastur í lotunni á ofur-mjúkum dekkjum. Mercedes menn voru rétt á eftir Ricciardo en á harðari dekkjum. Í annarri lotu féllu úr leik; Fernando Alonso á McLaren, Daniil Kvyat á Toro Rosso, Sergio Perez á Force India, Esteban Gutierrez á Haas, Jolyon Palmer á Renault og Marcus Ericsson á Sauber. Kvyat skrifaði undir nýjan samning við Toro Rosso á dögunum og verður áfram með liðinu á næsta ári. Þvert á það sem margir töldu eftir slakt gengi hans á tímabilinu.Þriðja lotaRosberg klúðraði fyrstu beygjunni í sinni fyrri tilraun í síðustu lotunni. Hamilton byrjaði á því að taka ráspólinn. Munurinn var þó einungis 0,072 sekúndur á Mercedes mönnum. Rosberg svaraði fyrir sig en Hamilton átti meira inni þegar hann ók sinn lokahring og náði ráspól. Riccardo varð þriðji.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15 Wolff: Nýjar reglur setja Formúlu 1 á upphafsreit 2017 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segist telja að Formúla 1 verði "komin aftur á upphafsreit,“ á næsta tímabili, þökk sé nýjum reglum. 17. október 2016 10:30 Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamitlon á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. Hamilton ætlar sér greinilega ekki að gefa eftir í titilbaráttunni. Ræsingarnar hafa þó ekki verið hans sterkasta hlið í ár. Eins hefur ökumaðurinn í öðru sæti unnið síðustu þrjár keppnir í Texas.Fyrsta lotaHamilton var fljótastur í fyrstu lotunni, hann var einum tíunda á undan liðsfélaga sínum, Rosberg. Red Bull bílarnir voru næstir á eftir Mercedes í fyrstu lotu, þeir voru fljótastir á þriðju æfingunni rétt fyrir tímatökuna. Í fyrstu lotu duttu Manor ökumennirnir út ásamt Felipe Nasr á Sauber, Jenson Button á McLaren, Kevin Magnussen á Renault og Romain Grosjean á Haas. Það voru mikil vonbrigði fyrir Haas liðið að koma ekki báðum bílum upp úr fyrstu lotu á heimavelli.Daniel Ricciardo komst næst Mercedes í dag.Vísir/GettyÖnnur lotaMercedes menn gátu farið í gegnum aðra lotuna án þess að nota mýkstu dekk helgarinnar. Þeir settu nógu góðan tíma á mjúku dekkjunum til að komast í gegn. Sama gerði Verstappen á Red Bull. Ricciardo gerði öfugt við liðsfélaga sinn og var fljótastur í lotunni á ofur-mjúkum dekkjum. Mercedes menn voru rétt á eftir Ricciardo en á harðari dekkjum. Í annarri lotu féllu úr leik; Fernando Alonso á McLaren, Daniil Kvyat á Toro Rosso, Sergio Perez á Force India, Esteban Gutierrez á Haas, Jolyon Palmer á Renault og Marcus Ericsson á Sauber. Kvyat skrifaði undir nýjan samning við Toro Rosso á dögunum og verður áfram með liðinu á næsta ári. Þvert á það sem margir töldu eftir slakt gengi hans á tímabilinu.Þriðja lotaRosberg klúðraði fyrstu beygjunni í sinni fyrri tilraun í síðustu lotunni. Hamilton byrjaði á því að taka ráspólinn. Munurinn var þó einungis 0,072 sekúndur á Mercedes mönnum. Rosberg svaraði fyrir sig en Hamilton átti meira inni þegar hann ók sinn lokahring og náði ráspól. Riccardo varð þriðji.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15 Wolff: Nýjar reglur setja Formúlu 1 á upphafsreit 2017 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segist telja að Formúla 1 verði "komin aftur á upphafsreit,“ á næsta tímabili, þökk sé nýjum reglum. 17. október 2016 10:30 Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15
Wolff: Nýjar reglur setja Formúlu 1 á upphafsreit 2017 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segist telja að Formúla 1 verði "komin aftur á upphafsreit,“ á næsta tímabili, þökk sé nýjum reglum. 17. október 2016 10:30
Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti