Formúla 1

Hamilton: Ég er bjartsýnn á góða ræsingu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lewis Hamilton var ánægður með ráspólinn í dag.
Lewis Hamilton var ánægður með ráspólinn í dag. Vísir/Getty
Lewis Hamilton hóf lokasprettinn í eltingarleiknum við liðsfélaga sinn í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að tryggja sér ráspól í Texas í gær. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

„Ég vil þakka liðinu fyrir frábæra vinnu um helgina. Ég vil líka þakka áhorfendum sem komu í dag. Ég heyrði í þeim á inn-hringnum. Ég er glaður að ná mínum fyrsta ráspól hér í dag. Auðvitað hef ég unnið mikið í ræsingunni minni á undanförnum vikum. Ég er bjartsýnn á góða ræsingu á morgun,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna þar sem hann setti hraðasta hring sem ekinn hefur verið um brautina.

„Lewis var fljótastur í fyrsta þriðjung hér í dag. Ég fann mig betur í hinum þriðjungunm. Þannig var það bara,“ sagði Nico Rosberg eftir tímatökuna.

„Max leið betur á mjúku dekkjunum í gær. Við bjuggumst því við að þetta færi svona. Við erum með gott bil í Ferrari og við munum gera árás í ræsingunni,“ sagði Daniel Ricciardo eftir tímatökuna.

„Hraðinn okkar var góður þangað til það kom að tíamtökunni. Við hittum ekki á að vera á brautinni á réttum tíma. Ég var utan aksturslínu í gegnum síðustu beygjuna sem er afar mikilvæg. Það var Renault bíll að þvælast fyrir okkur enn aftur. Vonandi verður þeim refsað fyrir þetta,“ sagði Jenson Button sem varð 19. í dag á McLaren bílnum.

„Þetta var alltaf að fara að vera erfið keppni. Við lentum í smá vandræðum í gær. Hlutir voru að losna af bílnum sem spilaði illa með uppsetninguna okkar fyrir daginn í dag. Við vitum hvað við þurfum að bæta en auðvitað er þetta svekkjandi á heimavelli,“ sagði Romain Grosjean á Haas, sem ræsir 17. á morgun.

„Þeir höfðu áhyggjur af því að ég hefði skemmt vélina með því að slökkva ekki á henni strax. Eftir að hafa fengið orð í eyra frá liðinu þá mun ég slökkva á henni strax næst,“ sagði Pascal Wehrlein sem ræsir 20. á Manor á morgun.

„Ég náði öllu út úr bílnum. Ég vissi ekki af umferðinni, ég held þeir hafi litið á atvikið og ákveðið að það verði ekki gripið til frekari aðgerða. Kannski var Jenson [Button] að kvarta yfir einhverju öðru. Ég er sáttur við 15. sætið ég held að við hefðum ekki geta komist mikið hærra,“ sagði Jolyon Palmer sem varð 15. í dag á Renault bílnum.


Tengdar fréttir

Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni.

Hamilton á ráspól í Bandaríkjunum

Lewis Hamitlon á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×