Skólameistari hefur áhyggjur af nemendunum í umferðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. október 2016 10:00 Sjö þúsund manns búa á Selfossi sem er stærsti þéttbýliskjarninn í sveitarfélaginu Árborg. vísir/pjetur Suðurkjördæmi nær frá sveitarfélaginu Hornafirði til sveitarfélagsins Voga og eru þingmenn kjördæmisins tíu. Framsóknarflokkurinn vann þar stórsigur í síðustu kosningum, með 34,5 prósent atkvæða og Sjálfstæðisflokkurinn var með 28,3 prósent. Hvor flokkur fékk fjóra þingmenn kjörna, Samfylkingin og Björt framtíð fengu síðan hvor sinn manninn. Það virðist ekki ýkja margt sem sameinar mannlífið og atvinnulífið á Reykjanesskaganum annars vegar og hins vegar á Suðurlandinu. Þó má segja að á báðum stöðum sé ferðaþjónustan vaxandi þáttur, eins og reyndar víðast hvar á Íslandi. Það kann að hafa áhrif á það að krafan eftir bættum samgöngum er fólki mjög ofarlega í huga.Guðmundur Ármann PéturssonSólheimar í Grímsnesi er klárlega ein af perlum Suðurlands. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir þrennt brenna á sér fyrir kosningarnar. „Það eru velferðarmálin sem brenna. Það eru samgöngumálin og mér finnst líka mikilvægt, sem ekki er mikið rætt um, og það er að greiða niður skuldir ríkisins,“ segir hann. Guðmundur segir að menn verði að hugsa til þess hvernig þeir ætli að þróa heilbrigðisþjónustuna. „Mér finnst það ekki vera æskileg þróun að miða allt inn á höfuðborgarsvæðið þó að það fylgi því ákveðin hagkvæmni. Mér finnst mjög sérstakt að fyrir fimmtán til tuttugu árum gátum við rekið bæði sjúkrahús og mjög öfluga og góða heilsugæslu úti um allt land. Þegar við erum komin hingað þar sem við höfum úr miklu meira að moða, bæði tæknilega og fjárhagslega, þá virðist okkur vera algerlega fyrirmunað að reka öfluga heilsugæslu úti um land,“ segir Guðmundur. Það sé hagsmunamál fyrir dreifða byggð í landinu að hugað sé að þessu og bætt úr.Olga Lísa GarðarsdóttirHann segir samgöngumálin líka mikið hagsmunamál fyrir Suðurlandið. Vegirnir á Suðurlandi séu allt of mikið lestaðir, sérstaklega eftir að ferðaþjónustan jókst. Undir það tekur Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem segir þjóðveg númer eitt löngu sprunginn. „Ölfusárbrúin er komin á kortið en það er ekki nóg að hún sé á kortinu. Það þarf að fara að hefjast handa við framkvæmdir og tvöföldun á Reykjavík-Hveragerði og klára að tvöfalda Hellisheiðina,“ segir Olga Lísa og bætir við að þetta sé lífsspursmál fyrir fólkið í Árnessýslu. „Og náttúrlega af því að ég er með svo mikið af nemendum í uppsveitunum, þá er maður alltaf með lífið í lúkunum hálfan veturinn yfir því að þau fari sér að voða á leiðinni. Vegna þess að vegirnir eru illa unnir og mjóir og orðnir mjög þreyttir,“ segir Olga Lísa. „Þriðja málið sem brennur á mér persónulega eru umhverfismálin í mjög stóru samhengi. Bæði með tilliti til almenningssamgangna, fráveitumála, flokkunar úrgangs og svo náttúrlega að með aukinni ferðamennsku verðum við ofboðslega vör við hana, bæði á þjóðvegunum og eins með tilliti til umhverfismála,“ segir Olga Lísa.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Suðurkjördæmi nær frá sveitarfélaginu Hornafirði til sveitarfélagsins Voga og eru þingmenn kjördæmisins tíu. Framsóknarflokkurinn vann þar stórsigur í síðustu kosningum, með 34,5 prósent atkvæða og Sjálfstæðisflokkurinn var með 28,3 prósent. Hvor flokkur fékk fjóra þingmenn kjörna, Samfylkingin og Björt framtíð fengu síðan hvor sinn manninn. Það virðist ekki ýkja margt sem sameinar mannlífið og atvinnulífið á Reykjanesskaganum annars vegar og hins vegar á Suðurlandinu. Þó má segja að á báðum stöðum sé ferðaþjónustan vaxandi þáttur, eins og reyndar víðast hvar á Íslandi. Það kann að hafa áhrif á það að krafan eftir bættum samgöngum er fólki mjög ofarlega í huga.Guðmundur Ármann PéturssonSólheimar í Grímsnesi er klárlega ein af perlum Suðurlands. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir þrennt brenna á sér fyrir kosningarnar. „Það eru velferðarmálin sem brenna. Það eru samgöngumálin og mér finnst líka mikilvægt, sem ekki er mikið rætt um, og það er að greiða niður skuldir ríkisins,“ segir hann. Guðmundur segir að menn verði að hugsa til þess hvernig þeir ætli að þróa heilbrigðisþjónustuna. „Mér finnst það ekki vera æskileg þróun að miða allt inn á höfuðborgarsvæðið þó að það fylgi því ákveðin hagkvæmni. Mér finnst mjög sérstakt að fyrir fimmtán til tuttugu árum gátum við rekið bæði sjúkrahús og mjög öfluga og góða heilsugæslu úti um allt land. Þegar við erum komin hingað þar sem við höfum úr miklu meira að moða, bæði tæknilega og fjárhagslega, þá virðist okkur vera algerlega fyrirmunað að reka öfluga heilsugæslu úti um land,“ segir Guðmundur. Það sé hagsmunamál fyrir dreifða byggð í landinu að hugað sé að þessu og bætt úr.Olga Lísa GarðarsdóttirHann segir samgöngumálin líka mikið hagsmunamál fyrir Suðurlandið. Vegirnir á Suðurlandi séu allt of mikið lestaðir, sérstaklega eftir að ferðaþjónustan jókst. Undir það tekur Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem segir þjóðveg númer eitt löngu sprunginn. „Ölfusárbrúin er komin á kortið en það er ekki nóg að hún sé á kortinu. Það þarf að fara að hefjast handa við framkvæmdir og tvöföldun á Reykjavík-Hveragerði og klára að tvöfalda Hellisheiðina,“ segir Olga Lísa og bætir við að þetta sé lífsspursmál fyrir fólkið í Árnessýslu. „Og náttúrlega af því að ég er með svo mikið af nemendum í uppsveitunum, þá er maður alltaf með lífið í lúkunum hálfan veturinn yfir því að þau fari sér að voða á leiðinni. Vegna þess að vegirnir eru illa unnir og mjóir og orðnir mjög þreyttir,“ segir Olga Lísa. „Þriðja málið sem brennur á mér persónulega eru umhverfismálin í mjög stóru samhengi. Bæði með tilliti til almenningssamgangna, fráveitumála, flokkunar úrgangs og svo náttúrlega að með aukinni ferðamennsku verðum við ofboðslega vör við hana, bæði á þjóðvegunum og eins með tilliti til umhverfismála,“ segir Olga Lísa.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira