Kannanir kannaðar: Til hvers eru þær og gera þær eitthvað gagn? Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. október 2016 16:30 Hulda Þórisdóttir segir skoðanakannanir mikilvægan hluta af upplýstri ákvarðanatöku almennings. Vísir/Anton Nú þegar stutt er í kosningar rignir skoðanakönnunum yfir almenning í gegnum fjölmiðla. Til að mynda birtust tvær nýjar kannanir í dag, ein á forsíðu Fréttablaðsins og önnur frá MMR. Hulda Þórisdóttir, stjórnmálasálfræðingur og dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir skoðanakannanir mikilvægan hluta af upplýstri ákvarðanatöku almennings. „Hugmyndin er að halda ekki upplýsingum frá almenningi,“ segir Hulda í samtali við Vísi. „Það virkar í báðar áttir. Það er talað um að þær hamli litlum flokkum því fólk vilji ekki kjósa einhvern flokk því það væri dautt atkvæði. En það getur líka allt eins virkað í hina áttina, að fólk kjósi markvisst ákveðinn flokk svo hann fái aðeins meira.“ Hulda segist þó ekki viss um að skoðanakannanir hafi einhverja ákveðnar afleiðingar í för með sér í kosningum. „Ég get ekki í hendi mér séð að þetta hafi einhverjar tilteknar afleiðingar í för með sér. Við erum að færa rök fyrir því að kjósendur séu betur upplýstir og þeir viti hvers konar kosningabandalagi þeir megi búast við, eru þeir þá ekki betur upplýstir til að taka sína ákvörðun um hvernig þeir vilja að flokkalandslagið líti út að loknum kosningum?“George Gallup.Vísir/GettyFrumkvöðullinn George Gallup Nútímaskoðanakannanir eiga sér ansi áhugaverð sögu sem rekja má til forsetakosninga í Bandaríkjunum árið 1936, þegar George Gallup hóf að spá fyrir um úrslit kosninga. „Fram að því hafði tímaritið Literary Digest reynt að spá fyrir um úrslit kosninga með því að senda út lítil póstkort á fjölda heimila, milljón manns eða einhvern álíka fjölda. Þau vildu hafa rosalega marga, en úrtakið þeirra var áskrifendur tímaritsins, skráðir bifreiðaeigendur og skráðir símaeigendur,“ segir Hulda, en þeir sem áttu síma og bíla á þessum tíma voru frekar þeir efnameiri heldur en þeir sem voru fátækari. „Þetta var þegar Alfred Landon og Franklin D. Roosevelt voru að berjast um forsetastólinn og Literary Digest spáði Landon miklum sigri. Gallup mætir á svæðið og tekur þúsund manna líkindaúrtak á kjósendum. Hann náði ekki einungis að spá rétt fyrir um að Roosevelt myndi vinna, heldur náði hann líka að spá fyrir um það hversu mikil skekkja Literary Digest væri.“ Kannanaklúðrið árið 1936 reyndist ekki einungis byrjunin á úrtakafræðum sem gera nútíma skoðanakannanir mögulegar, heldur reyndist það einnig byrjunin á endalokum tímaritsins Literary Digest. Ranghugmyndir og ýkjur Hulda segir að fólk sé oft með ranghugmyndir um kannanir og tilgang þeirra. Hún segir algengustu ranghugmyndina vera að magn sé það sama og gæði og að smávægilegar fylgisbreytingar skipti máli. „Til dæmis þegar því er slegið upp að flokkur bæti við sig fylgi og breytingin er kannski eitt prósent, sem er langt innan allra vikmarka.“ Hulda segir að þó að skoðanakannanir séu oft býsna margar og að hennar mati stundum of margar, þyrfti að vera ansi góð ástæða ef ætti að takmarka þær. „Já þær eru einfaldlega liður í upplýsingu til kjósenda. Það þyrfti að vera skrambi góð ástæða fyrir að banna þær. Ég veit ekki hver hún gæti verið. Ég vil auðvitað ekki sjá villandi skoðanakannanir þar sem verið er að svindla með leiðandi spurningum eða skrítnum úrtökum eða neitt svoleiðis. Við erum ekki að sjá það núna, það er misvel unnið en það er enginn vísvitandi að reyna að svindla. Það væri alvarlegt og það þyrfti að taka á því ef það kæmi upp,“ segir Hulda. En gera kannanir einhverntíman ógagn? „Það helsta sem mér dettur í hug er ef ég hafði hugsað mér að kjósa, til dæmis Bjarta Framtíð, og hún er bara með 4,9% og hugsa að það taki því ekki og ákveði að kjósa eitthvað annað. En það er líka spurning hvort það er ógagn fyrir lýðræðið.“ Kosningar 2016 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Nú þegar stutt er í kosningar rignir skoðanakönnunum yfir almenning í gegnum fjölmiðla. Til að mynda birtust tvær nýjar kannanir í dag, ein á forsíðu Fréttablaðsins og önnur frá MMR. Hulda Þórisdóttir, stjórnmálasálfræðingur og dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir skoðanakannanir mikilvægan hluta af upplýstri ákvarðanatöku almennings. „Hugmyndin er að halda ekki upplýsingum frá almenningi,“ segir Hulda í samtali við Vísi. „Það virkar í báðar áttir. Það er talað um að þær hamli litlum flokkum því fólk vilji ekki kjósa einhvern flokk því það væri dautt atkvæði. En það getur líka allt eins virkað í hina áttina, að fólk kjósi markvisst ákveðinn flokk svo hann fái aðeins meira.“ Hulda segist þó ekki viss um að skoðanakannanir hafi einhverja ákveðnar afleiðingar í för með sér í kosningum. „Ég get ekki í hendi mér séð að þetta hafi einhverjar tilteknar afleiðingar í för með sér. Við erum að færa rök fyrir því að kjósendur séu betur upplýstir og þeir viti hvers konar kosningabandalagi þeir megi búast við, eru þeir þá ekki betur upplýstir til að taka sína ákvörðun um hvernig þeir vilja að flokkalandslagið líti út að loknum kosningum?“George Gallup.Vísir/GettyFrumkvöðullinn George Gallup Nútímaskoðanakannanir eiga sér ansi áhugaverð sögu sem rekja má til forsetakosninga í Bandaríkjunum árið 1936, þegar George Gallup hóf að spá fyrir um úrslit kosninga. „Fram að því hafði tímaritið Literary Digest reynt að spá fyrir um úrslit kosninga með því að senda út lítil póstkort á fjölda heimila, milljón manns eða einhvern álíka fjölda. Þau vildu hafa rosalega marga, en úrtakið þeirra var áskrifendur tímaritsins, skráðir bifreiðaeigendur og skráðir símaeigendur,“ segir Hulda, en þeir sem áttu síma og bíla á þessum tíma voru frekar þeir efnameiri heldur en þeir sem voru fátækari. „Þetta var þegar Alfred Landon og Franklin D. Roosevelt voru að berjast um forsetastólinn og Literary Digest spáði Landon miklum sigri. Gallup mætir á svæðið og tekur þúsund manna líkindaúrtak á kjósendum. Hann náði ekki einungis að spá rétt fyrir um að Roosevelt myndi vinna, heldur náði hann líka að spá fyrir um það hversu mikil skekkja Literary Digest væri.“ Kannanaklúðrið árið 1936 reyndist ekki einungis byrjunin á úrtakafræðum sem gera nútíma skoðanakannanir mögulegar, heldur reyndist það einnig byrjunin á endalokum tímaritsins Literary Digest. Ranghugmyndir og ýkjur Hulda segir að fólk sé oft með ranghugmyndir um kannanir og tilgang þeirra. Hún segir algengustu ranghugmyndina vera að magn sé það sama og gæði og að smávægilegar fylgisbreytingar skipti máli. „Til dæmis þegar því er slegið upp að flokkur bæti við sig fylgi og breytingin er kannski eitt prósent, sem er langt innan allra vikmarka.“ Hulda segir að þó að skoðanakannanir séu oft býsna margar og að hennar mati stundum of margar, þyrfti að vera ansi góð ástæða ef ætti að takmarka þær. „Já þær eru einfaldlega liður í upplýsingu til kjósenda. Það þyrfti að vera skrambi góð ástæða fyrir að banna þær. Ég veit ekki hver hún gæti verið. Ég vil auðvitað ekki sjá villandi skoðanakannanir þar sem verið er að svindla með leiðandi spurningum eða skrítnum úrtökum eða neitt svoleiðis. Við erum ekki að sjá það núna, það er misvel unnið en það er enginn vísvitandi að reyna að svindla. Það væri alvarlegt og það þyrfti að taka á því ef það kæmi upp,“ segir Hulda. En gera kannanir einhverntíman ógagn? „Það helsta sem mér dettur í hug er ef ég hafði hugsað mér að kjósa, til dæmis Bjarta Framtíð, og hún er bara með 4,9% og hugsa að það taki því ekki og ákveði að kjósa eitthvað annað. En það er líka spurning hvort það er ógagn fyrir lýðræðið.“
Kosningar 2016 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira