Kosningahelgin frá A til Ö: Ítarleg umfjöllun á fréttastofu 365 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2016 17:00 Fréttamenn á fréttastofu 365 verða með puttann á púlsinum um kosningahelgina. Vísir/Stefán Klukkan níu í fyrramálið, laugardaginn 29. október, opna flestir kjörstaðir landsins og landsmenn geta gengið til kosninga. Um leið fer í hönd mikil fréttahelgi þar sem fréttastofa 365 mun leggja sig alla fram um að koma helstu fregnum af gangi mála í kosningunum til lesenda, áhorfenda og áheyrenda sinna. Að neðan má sjá nokkrar vörður í dagskrá fréttastofunnar svo landsmenn viti nákvæmlega hvar, hvenær og hvernig þeir geta fylgst með gangi mála. Kosningavaktin á Vísi hefst snemma í fyrramálið og verða fréttamenn á vöktum á vefnum allan sólarhringinn, alla helgina. Teknir verða snúningar á öllum helstu málum sem koma upp, kjörtölur settar fram um leið og þær berast og fylgst með stöðunni út um allt land. Landsmenn eru sem fyrr hvattir til að senda ábendingar og myndir frá kosningahelginni á ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis.Að nýta kjörseðilinn til fullnustu Í Fréttablaðinu á morgun er fréttaskýring um hvernig er hægt að hámarka nýtni kjörseðilins með nákvæmum leiðbeiningum fyrir kjósendur. Einnig eru kjördagar og kjörsókn á Íslandi skoðuð í sögulegu ljósi og stefna flokkanna er útskýrð á gamansaman hátt fyrir þá sem hafa engan áhuga á kosningum. Á laugardagskvöldið verður Logi Bergmann með Risastóra kosningaþáttinn þar sem skemmtilegur snúningur verður tekinn á kosningunum. Þegar kjörstöðum lokar klukkan 22 tekur fréttastofan við keflinu af Loga. Telma Tómasdóttir og Heimir Már Pétursson verða í aðalhlutverkum ásamt fréttamönnum Stöðvar 2 sem flakka á milli kosningavaka flokkanna og taka viðtöl við helstu persónur og leikendur kosninganna.Kynningu á Risastóra kosningaþættinum má sjá í spilaranum að neðan.Öll kosningaumfjöllun á Stöð 2 um helgina er í opinni dagskrá og einnig á Vísi. Þá munu allar upptökur verða um leið aðgengilegar á Vísi.Laugardagur06:00 Fréttablaðið borið út 07:00 Kosningavaktin hefst á Vísi 09:00 Kjörstaðir opna 10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 20:45 Stóri kosningaþátturinn með Loga Bergmann á Stöð 2 22:00 Kjörstaðir loka. Fyrstu tölur berast í hús. Fréttastofa tekur við kosningaþættinumSunnudagur10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 10:05 Sprengisandur á Bylgjunni (bein sjónvarpsútsending á Vísi) 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 og umræðuþáttur í stjórn Heimis Más 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 24:00 Kosningavaktinni lýkur á VísiMánudagur06:00 Fréttablaðið borið út. Kosningahelgin gerð upp. Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Klukkan níu í fyrramálið, laugardaginn 29. október, opna flestir kjörstaðir landsins og landsmenn geta gengið til kosninga. Um leið fer í hönd mikil fréttahelgi þar sem fréttastofa 365 mun leggja sig alla fram um að koma helstu fregnum af gangi mála í kosningunum til lesenda, áhorfenda og áheyrenda sinna. Að neðan má sjá nokkrar vörður í dagskrá fréttastofunnar svo landsmenn viti nákvæmlega hvar, hvenær og hvernig þeir geta fylgst með gangi mála. Kosningavaktin á Vísi hefst snemma í fyrramálið og verða fréttamenn á vöktum á vefnum allan sólarhringinn, alla helgina. Teknir verða snúningar á öllum helstu málum sem koma upp, kjörtölur settar fram um leið og þær berast og fylgst með stöðunni út um allt land. Landsmenn eru sem fyrr hvattir til að senda ábendingar og myndir frá kosningahelginni á ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis.Að nýta kjörseðilinn til fullnustu Í Fréttablaðinu á morgun er fréttaskýring um hvernig er hægt að hámarka nýtni kjörseðilins með nákvæmum leiðbeiningum fyrir kjósendur. Einnig eru kjördagar og kjörsókn á Íslandi skoðuð í sögulegu ljósi og stefna flokkanna er útskýrð á gamansaman hátt fyrir þá sem hafa engan áhuga á kosningum. Á laugardagskvöldið verður Logi Bergmann með Risastóra kosningaþáttinn þar sem skemmtilegur snúningur verður tekinn á kosningunum. Þegar kjörstöðum lokar klukkan 22 tekur fréttastofan við keflinu af Loga. Telma Tómasdóttir og Heimir Már Pétursson verða í aðalhlutverkum ásamt fréttamönnum Stöðvar 2 sem flakka á milli kosningavaka flokkanna og taka viðtöl við helstu persónur og leikendur kosninganna.Kynningu á Risastóra kosningaþættinum má sjá í spilaranum að neðan.Öll kosningaumfjöllun á Stöð 2 um helgina er í opinni dagskrá og einnig á Vísi. Þá munu allar upptökur verða um leið aðgengilegar á Vísi.Laugardagur06:00 Fréttablaðið borið út 07:00 Kosningavaktin hefst á Vísi 09:00 Kjörstaðir opna 10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 20:45 Stóri kosningaþátturinn með Loga Bergmann á Stöð 2 22:00 Kjörstaðir loka. Fyrstu tölur berast í hús. Fréttastofa tekur við kosningaþættinumSunnudagur10:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 10:05 Sprengisandur á Bylgjunni (bein sjónvarpsútsending á Vísi) 12:00 Aukafréttatími Stöðvar 2 og umræðuþáttur í stjórn Heimis Más 15:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 17:00 Útvarpsfréttir á Bylgjunni 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 24:00 Kosningavaktinni lýkur á VísiMánudagur06:00 Fréttablaðið borið út. Kosningahelgin gerð upp.
Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira