Telur að bil milli höfuðborgar og landsbyggðar sé að breikka Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. október 2016 06:00 Í Norðausturkjördæmi eru tíu þingmenn, þar af eru níu kjördæmakjörnir en einn jöfnunarþingmaður. Kjördæmið nær frá Fjallabyggð til Djúpavogshrepps. Á meðal oddvita kjördæmisins eru Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaður VG. Miðað við niðurstöður skoðanakannana er nær alveg víst að þeir munu allir ná kjöri aftur. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, er þingmaður í kjördæminu en hann verður ekki í framboði þann 29. október næstkomandi. Þá var Brynhildur Pétursdóttir þingmaður í kjördæminu fyrir Bjarta framtíð en hverfur líka af þingi núna. Óvarlegt væri að fullyrða á þessari stundu hvort Samfylkingunni eða Bjartri framtíð takist að koma að manni í stað þeirra Kristjáns og Brynhildar. Þegar kemur að því að spyrja hvaða málefni séu fólki efst í huga í kjördæminu segist Agnes Anna Sigurðardóttir, atvinnurekandi á Árskógssandi í Eyjafirði, telja að bilið á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé að breikka. „Þá er ég ekki að kenna neinum einum um. En mér finnst bara eins og þetta sé að verða hvor sinn þjóðflokkurinn oft og tíðum,“ segir Agnes Anna. „Hvort sem það er fyrir austan, vestan eða norðan,“ segir Agnes og bætir við að allir landshlutar hafi sitthvað að bjóða ferðamönnum. Þá telur Agnes Anna brýnt að efla bæði skólaþjónustu og heilbrigðismál. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Fljótsdalshéraði, segir samgöngumálin skipta Austfirðinga mestu máli, bæði samgöngur á landi og í lofti. „Við erum þannig staðsett frá höfuðborgarsvæðinu að við erum ekki í skotfæri,“ segir hann. Austfirðingar þurfi að sækja mjög stóran hluta þjónustunnar, eins og heilbrigðisþjónustu, til höfuðborgarsvæðisins. „Þar er flugið í raun eini valkosturinn því þetta er tveggja daga ferð ef þú ætlar að keyra þetta,“ segir Björn. Vandinn sé sá að kostnaðurinn við flugsamgöngur sé svo hár að það sé varla á færi einstaklinga að greiða hann. Því hafi menn á Fljótsdalshéraði lagt áherslu á að skoðað verði alvarlega að fara almenningssamgönguleið eins og gert hafi verið í nokkrum öðrum löndum. Það myndi fela í sér niðurgreiðslur hins opinbera á flugfargjöldum. „Svo eru það að sjálfsögðu vegasamgöngurnar sem menn þurfa að halda áfram að lagfæra,“ segir hann. Björn segir að í þriðja lagi þurfi að koma fjarskiptamálum í lag. „Við höfum reyndar sagt það að ef menn koma fjarskiptunum í lag þá þurfi þeir ekkert að hafa áhyggjur af okkur – þá þurfi ekki að vera nein byggðaframlög,“ segir hann. Þar á hann við að það þurfi að ljósleiðaravæða dreifbýlið. Stór hluti þéttbýlisins fyrir austan sé heldur ekki með góðar tengingar. „Þetta er orðið lykilatriði í atvinnulífinu að menn séu með alvöru tengingar og líka bara spurning um þegar yngra fólk velur sér búsetu, þá er þetta orðið það stórt vægi í lífi fólks að þetta verður að vera í lagi,“ segir Björn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðausturkjördæmi Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkurskortur virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast hjá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils straums ferðamanna í kjördæmið hitamál. 10. október 2016 10:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Í Norðausturkjördæmi eru tíu þingmenn, þar af eru níu kjördæmakjörnir en einn jöfnunarþingmaður. Kjördæmið nær frá Fjallabyggð til Djúpavogshrepps. Á meðal oddvita kjördæmisins eru Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaður VG. Miðað við niðurstöður skoðanakannana er nær alveg víst að þeir munu allir ná kjöri aftur. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, er þingmaður í kjördæminu en hann verður ekki í framboði þann 29. október næstkomandi. Þá var Brynhildur Pétursdóttir þingmaður í kjördæminu fyrir Bjarta framtíð en hverfur líka af þingi núna. Óvarlegt væri að fullyrða á þessari stundu hvort Samfylkingunni eða Bjartri framtíð takist að koma að manni í stað þeirra Kristjáns og Brynhildar. Þegar kemur að því að spyrja hvaða málefni séu fólki efst í huga í kjördæminu segist Agnes Anna Sigurðardóttir, atvinnurekandi á Árskógssandi í Eyjafirði, telja að bilið á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé að breikka. „Þá er ég ekki að kenna neinum einum um. En mér finnst bara eins og þetta sé að verða hvor sinn þjóðflokkurinn oft og tíðum,“ segir Agnes Anna. „Hvort sem það er fyrir austan, vestan eða norðan,“ segir Agnes og bætir við að allir landshlutar hafi sitthvað að bjóða ferðamönnum. Þá telur Agnes Anna brýnt að efla bæði skólaþjónustu og heilbrigðismál. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Fljótsdalshéraði, segir samgöngumálin skipta Austfirðinga mestu máli, bæði samgöngur á landi og í lofti. „Við erum þannig staðsett frá höfuðborgarsvæðinu að við erum ekki í skotfæri,“ segir hann. Austfirðingar þurfi að sækja mjög stóran hluta þjónustunnar, eins og heilbrigðisþjónustu, til höfuðborgarsvæðisins. „Þar er flugið í raun eini valkosturinn því þetta er tveggja daga ferð ef þú ætlar að keyra þetta,“ segir Björn. Vandinn sé sá að kostnaðurinn við flugsamgöngur sé svo hár að það sé varla á færi einstaklinga að greiða hann. Því hafi menn á Fljótsdalshéraði lagt áherslu á að skoðað verði alvarlega að fara almenningssamgönguleið eins og gert hafi verið í nokkrum öðrum löndum. Það myndi fela í sér niðurgreiðslur hins opinbera á flugfargjöldum. „Svo eru það að sjálfsögðu vegasamgöngurnar sem menn þurfa að halda áfram að lagfæra,“ segir hann. Björn segir að í þriðja lagi þurfi að koma fjarskiptamálum í lag. „Við höfum reyndar sagt það að ef menn koma fjarskiptunum í lag þá þurfi þeir ekkert að hafa áhyggjur af okkur – þá þurfi ekki að vera nein byggðaframlög,“ segir hann. Þar á hann við að það þurfi að ljósleiðaravæða dreifbýlið. Stór hluti þéttbýlisins fyrir austan sé heldur ekki með góðar tengingar. „Þetta er orðið lykilatriði í atvinnulífinu að menn séu með alvöru tengingar og líka bara spurning um þegar yngra fólk velur sér búsetu, þá er þetta orðið það stórt vægi í lífi fólks að þetta verður að vera í lagi,“ segir Björn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðausturkjördæmi Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkurskortur virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast hjá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils straums ferðamanna í kjördæmið hitamál. 10. október 2016 10:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðausturkjördæmi Ómalbikaðir og vanræktir vegir, flugsamgöngur, skortur á byggðastefnu og raforkurskortur virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast hjá kjósendum í Norðausturkjördæmi. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, fáliðuð lögregla auk mikils straums ferðamanna í kjördæmið hitamál. 10. október 2016 10:45