Ragnar: Létum þetta líta auðvelt út Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2016 21:44 Ragnar í barátttu við Tyrki í leiknum í kvöld. Ragnar Sigurðsson var traustur í íslensku vörninni í kvöld í sigrinum gegn Tyrklandi. Tyrkirnir fengu ekki færi í leiknum og varnarmenn Íslands stigu vart feilspor. „Tyrkirnir áttu aldrei séns hér í kvöld og við lokuðum á allt sem þeir gerðu. Við skorðuðum tvö frábær mörk og áttum að skora fleiri. Í heildina séð var þetta frábær leikur,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi eftir leik. „Þetta var liðsvinna hjá okkur. Ég bjóst við þeim aðeins sterkari í dag en það vorum við sem gerðum þetta auðvelt fyrir okkur, Tyrkirnir eru ekki svona lélegir. Við gerðum þetta saman eins og við gerum best og við létum þetta líta auðvelt út hér í kvöld,“ bætti Ragnar við. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, var í leikbanni og spilaði því ekki í kvöld. Fjarvera hans virtist þó ekki hafa haft mikil áhrif á leik liðsins. „Eins og ég sagði fyrir leikinn gegn Finnum þá eru allir sem spila mikilvægir fyrir okkur. Þó svo að Aron sé mjög mikilvægur þá erum við með menn sem geta leyst margar stöður. Við sýndum það í dag hvað við höfum góða breidd,“ bætti Ragnar við. Íslenska liðið virtist vera búið að laga það sem miður fór gegn Finnum þar sem liðið fékk á sig tvö mörk og varnarleikurinn langt frá því eins góður og hann var í kvöld. „Ég veit ekki hvað það var. Kannski að það var langt síðan við spiluðum á Laugardalsvelli. Við fengum sex stig út úr þessum leikjum. Við getum pælt í þessu fram og til baka en sex stig eru raunin og við erum ánægðir með það.“ Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu en þá eiga Íslendingar harma að hefna eftir tap í umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu. „Maður gleymir því aldrei, það var ógeðslegur leikur sem við klúðruðum sjálfir. Við erum ekkert í fýlu út í Króatana en við ætlum að sýna að við hefðum átt að gera betur í þeim leikjum og klára þá núna,“ sagði Ragnar að lokum. Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Ragnar Sigurðsson var traustur í íslensku vörninni í kvöld í sigrinum gegn Tyrklandi. Tyrkirnir fengu ekki færi í leiknum og varnarmenn Íslands stigu vart feilspor. „Tyrkirnir áttu aldrei séns hér í kvöld og við lokuðum á allt sem þeir gerðu. Við skorðuðum tvö frábær mörk og áttum að skora fleiri. Í heildina séð var þetta frábær leikur,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi eftir leik. „Þetta var liðsvinna hjá okkur. Ég bjóst við þeim aðeins sterkari í dag en það vorum við sem gerðum þetta auðvelt fyrir okkur, Tyrkirnir eru ekki svona lélegir. Við gerðum þetta saman eins og við gerum best og við létum þetta líta auðvelt út hér í kvöld,“ bætti Ragnar við. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, var í leikbanni og spilaði því ekki í kvöld. Fjarvera hans virtist þó ekki hafa haft mikil áhrif á leik liðsins. „Eins og ég sagði fyrir leikinn gegn Finnum þá eru allir sem spila mikilvægir fyrir okkur. Þó svo að Aron sé mjög mikilvægur þá erum við með menn sem geta leyst margar stöður. Við sýndum það í dag hvað við höfum góða breidd,“ bætti Ragnar við. Íslenska liðið virtist vera búið að laga það sem miður fór gegn Finnum þar sem liðið fékk á sig tvö mörk og varnarleikurinn langt frá því eins góður og hann var í kvöld. „Ég veit ekki hvað það var. Kannski að það var langt síðan við spiluðum á Laugardalsvelli. Við fengum sex stig út úr þessum leikjum. Við getum pælt í þessu fram og til baka en sex stig eru raunin og við erum ánægðir með það.“ Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu en þá eiga Íslendingar harma að hefna eftir tap í umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu. „Maður gleymir því aldrei, það var ógeðslegur leikur sem við klúðruðum sjálfir. Við erum ekkert í fýlu út í Króatana en við ætlum að sýna að við hefðum átt að gera betur í þeim leikjum og klára þá núna,“ sagði Ragnar að lokum.
Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira