Ragnar: Létum þetta líta auðvelt út Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2016 21:44 Ragnar í barátttu við Tyrki í leiknum í kvöld. Ragnar Sigurðsson var traustur í íslensku vörninni í kvöld í sigrinum gegn Tyrklandi. Tyrkirnir fengu ekki færi í leiknum og varnarmenn Íslands stigu vart feilspor. „Tyrkirnir áttu aldrei séns hér í kvöld og við lokuðum á allt sem þeir gerðu. Við skorðuðum tvö frábær mörk og áttum að skora fleiri. Í heildina séð var þetta frábær leikur,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi eftir leik. „Þetta var liðsvinna hjá okkur. Ég bjóst við þeim aðeins sterkari í dag en það vorum við sem gerðum þetta auðvelt fyrir okkur, Tyrkirnir eru ekki svona lélegir. Við gerðum þetta saman eins og við gerum best og við létum þetta líta auðvelt út hér í kvöld,“ bætti Ragnar við. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, var í leikbanni og spilaði því ekki í kvöld. Fjarvera hans virtist þó ekki hafa haft mikil áhrif á leik liðsins. „Eins og ég sagði fyrir leikinn gegn Finnum þá eru allir sem spila mikilvægir fyrir okkur. Þó svo að Aron sé mjög mikilvægur þá erum við með menn sem geta leyst margar stöður. Við sýndum það í dag hvað við höfum góða breidd,“ bætti Ragnar við. Íslenska liðið virtist vera búið að laga það sem miður fór gegn Finnum þar sem liðið fékk á sig tvö mörk og varnarleikurinn langt frá því eins góður og hann var í kvöld. „Ég veit ekki hvað það var. Kannski að það var langt síðan við spiluðum á Laugardalsvelli. Við fengum sex stig út úr þessum leikjum. Við getum pælt í þessu fram og til baka en sex stig eru raunin og við erum ánægðir með það.“ Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu en þá eiga Íslendingar harma að hefna eftir tap í umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu. „Maður gleymir því aldrei, það var ógeðslegur leikur sem við klúðruðum sjálfir. Við erum ekkert í fýlu út í Króatana en við ætlum að sýna að við hefðum átt að gera betur í þeim leikjum og klára þá núna,“ sagði Ragnar að lokum. Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Sjá meira
Ragnar Sigurðsson var traustur í íslensku vörninni í kvöld í sigrinum gegn Tyrklandi. Tyrkirnir fengu ekki færi í leiknum og varnarmenn Íslands stigu vart feilspor. „Tyrkirnir áttu aldrei séns hér í kvöld og við lokuðum á allt sem þeir gerðu. Við skorðuðum tvö frábær mörk og áttum að skora fleiri. Í heildina séð var þetta frábær leikur,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi eftir leik. „Þetta var liðsvinna hjá okkur. Ég bjóst við þeim aðeins sterkari í dag en það vorum við sem gerðum þetta auðvelt fyrir okkur, Tyrkirnir eru ekki svona lélegir. Við gerðum þetta saman eins og við gerum best og við létum þetta líta auðvelt út hér í kvöld,“ bætti Ragnar við. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, var í leikbanni og spilaði því ekki í kvöld. Fjarvera hans virtist þó ekki hafa haft mikil áhrif á leik liðsins. „Eins og ég sagði fyrir leikinn gegn Finnum þá eru allir sem spila mikilvægir fyrir okkur. Þó svo að Aron sé mjög mikilvægur þá erum við með menn sem geta leyst margar stöður. Við sýndum það í dag hvað við höfum góða breidd,“ bætti Ragnar við. Íslenska liðið virtist vera búið að laga það sem miður fór gegn Finnum þar sem liðið fékk á sig tvö mörk og varnarleikurinn langt frá því eins góður og hann var í kvöld. „Ég veit ekki hvað það var. Kannski að það var langt síðan við spiluðum á Laugardalsvelli. Við fengum sex stig út úr þessum leikjum. Við getum pælt í þessu fram og til baka en sex stig eru raunin og við erum ánægðir með það.“ Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu en þá eiga Íslendingar harma að hefna eftir tap í umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu. „Maður gleymir því aldrei, það var ógeðslegur leikur sem við klúðruðum sjálfir. Við erum ekkert í fýlu út í Króatana en við ætlum að sýna að við hefðum átt að gera betur í þeim leikjum og klára þá núna,“ sagði Ragnar að lokum.
Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Sjá meira