Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2016 13:26 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sést hér yfirgefa fundinn upp úr klukkan 14:30. Hann veitti fjölmiðlum ekki kost á viðtali. Vísir/Eyþór Þingmenn Famsóknarflokksins sitja þessa stundina fund í hádegishléi Alþingis sem boðað var til með mjög stuttum fyrirvara. Tilefni fundarins mun vera almenn óánægja í flokknum með ástandið í forystu flokksins. RÚV greinir frá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson munu báðir vera á fundinum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag en í fundarboði til þingmanna kemur fram að staðan í flokknum sé til umræðu og þá sérstaklega sú stjórnarkreppa sem hafi myndast. Heimildir RÚV herma að meirihluti þingmanna Framsóknar hafi óskað eftir og boðað til fundarins.Miklar deilur eru innan Framsóknarflokksins með fylgi flokksins í könnunum sem hefur verið á bilinu átta til ellefu prósent undanfarnar vikur. Þá eru skiptar skoðanir innan flokksins um það hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að gegna áfram formennsku í flokknum. Hafa einstök félög flokksins skorað á Sigurð Inga Jóhannsson að bjóða sig fram til formanns.Sigmundur Davíð hefur bent á að engar líkur séu á að Sigurður Ingi geri það enda hafi sá síðarnefndi gefið honum loforð þess efnis sem hafi verið innsiglað með faðmlagi. Sigmundur Davíð var á meðal formanna flokkanna í kappræðum á RÚV í gærkvöldi. Þar tók hann fyrstur til máls og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás. Vísaði hann þar til viðtalsins sem tekið var við hann vegna félagsins Wintris í tengslum við lekann á Panamaskjölunum.Þingfundur á Alþingi hófst klukkan 13:40. Fundur Framsóknarflokksins stendur enn yfir. Blaðamaður Vísis er á vettvangi og bíður þess að ná tali af þingmönnum.Uppfært klukkan 14:35 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur yfirgefið fundinn. Hann veitti fjölmiðlum engin viðtöl.Uppfært klukkan 15:20Fundurinn stendur enn yfir. Talið er að Sigurður Ingi hafi þurft að yfirgefa fundinn þar sem hann á að halda ræðu á fundinum „Endurskoðun íslensku stjórnarskrárinnar“ á Akureyri klukkan 16.Uppfært klukkan 16:50Fundinum er lokið og hefur þingflokkurinn lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Nánar hér. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi. 18. september 2016 11:47 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Þingmenn Famsóknarflokksins sitja þessa stundina fund í hádegishléi Alþingis sem boðað var til með mjög stuttum fyrirvara. Tilefni fundarins mun vera almenn óánægja í flokknum með ástandið í forystu flokksins. RÚV greinir frá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson munu báðir vera á fundinum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag en í fundarboði til þingmanna kemur fram að staðan í flokknum sé til umræðu og þá sérstaklega sú stjórnarkreppa sem hafi myndast. Heimildir RÚV herma að meirihluti þingmanna Framsóknar hafi óskað eftir og boðað til fundarins.Miklar deilur eru innan Framsóknarflokksins með fylgi flokksins í könnunum sem hefur verið á bilinu átta til ellefu prósent undanfarnar vikur. Þá eru skiptar skoðanir innan flokksins um það hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að gegna áfram formennsku í flokknum. Hafa einstök félög flokksins skorað á Sigurð Inga Jóhannsson að bjóða sig fram til formanns.Sigmundur Davíð hefur bent á að engar líkur séu á að Sigurður Ingi geri það enda hafi sá síðarnefndi gefið honum loforð þess efnis sem hafi verið innsiglað með faðmlagi. Sigmundur Davíð var á meðal formanna flokkanna í kappræðum á RÚV í gærkvöldi. Þar tók hann fyrstur til máls og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás. Vísaði hann þar til viðtalsins sem tekið var við hann vegna félagsins Wintris í tengslum við lekann á Panamaskjölunum.Þingfundur á Alþingi hófst klukkan 13:40. Fundur Framsóknarflokksins stendur enn yfir. Blaðamaður Vísis er á vettvangi og bíður þess að ná tali af þingmönnum.Uppfært klukkan 14:35 Sigurður Ingi Jóhannsson hefur yfirgefið fundinn. Hann veitti fjölmiðlum engin viðtöl.Uppfært klukkan 15:20Fundurinn stendur enn yfir. Talið er að Sigurður Ingi hafi þurft að yfirgefa fundinn þar sem hann á að halda ræðu á fundinum „Endurskoðun íslensku stjórnarskrárinnar“ á Akureyri klukkan 16.Uppfært klukkan 16:50Fundinum er lokið og hefur þingflokkurinn lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Nánar hér.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi. 18. september 2016 11:47 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Sigmundur Davíð á ekki von á fleiri mótframboðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, reiknar ekki með því að fleiri framboð berist gegn honum í embætti formanns flokksins á flokksþingi. 18. september 2016 11:47
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27