Vill ekki að fólk hagi sér eins og það „eigi“ stuðning Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2016 14:51 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna fyrir kosningar vera flókna. Nýir flokkar mælist nú um fjörutíu prósenta fylgi og fylgið sé mjög dreift. Hann hefur á tilfinningunni sé að staðan hér sé ekki ósvipuð og sé að gerast víða annars staðar. Bjarni ræddi stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. „Við erum að minnsta kosti ekki með þennan þriðjung atkvæða sem að Sjálfstæðisflokkurinn var með á landsvísu, þó að staða Sjálfstæðisflokksins á sveitarstjórnarstiginu sé gríðarlega sterk. Það er einungis á höfuðborgarsvæðinu sem að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið aðeins eftir, en annars staðar hefur staða Sjálfstæðisflokksins verið mjög öflug um allt land,“ segir Bjarni. Hann segist vera þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn eigi samhljóm með þjóðinni sem að ætti að skila flokknum meira fylgi en hann mælist með í dag. Þá hefur Bjarni ekki áhyggjur af framgangi Viðreisnar. „Menn verða að gæta að því að haga sér ekki eins og þeir eigi eitthvað. Eigi ekki einhvern stuðning eða tilkall til einhverra atkvæða. Til þess að fólk einhvers staðar á landinu komi alltaf og styðji okkur. Þetta verður alltaf þessi barátta um að sannfæra fólk um að fylgja okkar stefnu. Nýir flokkar geta orðið til, þeir hafa áður orðið til og þeir hafa yfirleitt ekki verið langlífir. Það eru bara tveir flokkar sem að virkilega hafa lifað lengi og það eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Við höfum lifað allar þessar sveiflur í bráðum hundrað ár.“ Hann segist ekki sjá að Viðreisn hafi haft mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Vel gæti verið að Evrópusinnað fólk sæi tækifæri í Viðreisn, en setur spurningarmerki við að Evrópusinnaður flokkur skyldi vera stofnaður í dag þegar ESB „er á jafn miklum krossgötum og það er“. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykktir samhljóða á kjördæmisráðsfundi Varðar í Valhöll í dag. 23. september 2016 18:46 Skiptar skoðanir um íhaldssemi flokksins Ritari Sjálfstæðisflokksins telur ekki fót fyrir gagnrýni nokkurra stjórnarkvenna í Landssambandi sjálfstæðiskvenna sem sögðu sig úr flokknum vegna íhaldssemi hans í jafnréttismálum. Tvær þingkonur segja eitthvað til í gagnrýninni. 24. september 2016 07:00 Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna fyrir kosningar vera flókna. Nýir flokkar mælist nú um fjörutíu prósenta fylgi og fylgið sé mjög dreift. Hann hefur á tilfinningunni sé að staðan hér sé ekki ósvipuð og sé að gerast víða annars staðar. Bjarni ræddi stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. „Við erum að minnsta kosti ekki með þennan þriðjung atkvæða sem að Sjálfstæðisflokkurinn var með á landsvísu, þó að staða Sjálfstæðisflokksins á sveitarstjórnarstiginu sé gríðarlega sterk. Það er einungis á höfuðborgarsvæðinu sem að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið aðeins eftir, en annars staðar hefur staða Sjálfstæðisflokksins verið mjög öflug um allt land,“ segir Bjarni. Hann segist vera þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn eigi samhljóm með þjóðinni sem að ætti að skila flokknum meira fylgi en hann mælist með í dag. Þá hefur Bjarni ekki áhyggjur af framgangi Viðreisnar. „Menn verða að gæta að því að haga sér ekki eins og þeir eigi eitthvað. Eigi ekki einhvern stuðning eða tilkall til einhverra atkvæða. Til þess að fólk einhvers staðar á landinu komi alltaf og styðji okkur. Þetta verður alltaf þessi barátta um að sannfæra fólk um að fylgja okkar stefnu. Nýir flokkar geta orðið til, þeir hafa áður orðið til og þeir hafa yfirleitt ekki verið langlífir. Það eru bara tveir flokkar sem að virkilega hafa lifað lengi og það eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Við höfum lifað allar þessar sveiflur í bráðum hundrað ár.“ Hann segist ekki sjá að Viðreisn hafi haft mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Vel gæti verið að Evrópusinnað fólk sæi tækifæri í Viðreisn, en setur spurningarmerki við að Evrópusinnaður flokkur skyldi vera stofnaður í dag þegar ESB „er á jafn miklum krossgötum og það er“.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykktir samhljóða á kjördæmisráðsfundi Varðar í Valhöll í dag. 23. september 2016 18:46 Skiptar skoðanir um íhaldssemi flokksins Ritari Sjálfstæðisflokksins telur ekki fót fyrir gagnrýni nokkurra stjórnarkvenna í Landssambandi sjálfstæðiskvenna sem sögðu sig úr flokknum vegna íhaldssemi hans í jafnréttismálum. Tvær þingkonur segja eitthvað til í gagnrýninni. 24. september 2016 07:00 Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykktir samhljóða á kjördæmisráðsfundi Varðar í Valhöll í dag. 23. september 2016 18:46
Skiptar skoðanir um íhaldssemi flokksins Ritari Sjálfstæðisflokksins telur ekki fót fyrir gagnrýni nokkurra stjórnarkvenna í Landssambandi sjálfstæðiskvenna sem sögðu sig úr flokknum vegna íhaldssemi hans í jafnréttismálum. Tvær þingkonur segja eitthvað til í gagnrýninni. 24. september 2016 07:00
Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41