Ólíklegt að þinglok verði í vikunni: „Forseti ætlar ekki að fara leika einhvern einræðisherra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2016 11:50 Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ósáttir við óvissu um þinglok. vísir Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag og beindi orðum sínum að Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis undir liðnum fundarstjórn forseta og spurði út í skipulag næstu daga á þingi en samkvæmt starfsáætlun á þingi að ljúka á fimmtudag. Einar K. sagði hins vegar í svari sínu til Oddnýjar að það væri „harla ólíklegt að starfsáætlun þingsins standist.“ Bætti hann við að hann vonaðist til þess að unnt yrði að ná utan um það viðfangsefni sem þingið glímir við og það er að ljúka tilteknum málum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gerði athugasemd við þetta og sagði að það ætti að vera fyrir löngu búið að afmarka viðfangsefnið, það er hvaða málum eigi að ljúka fyrir þinglok.Munur á að taka sér dagskrárvald og vera einræðisherra Forseti þingsins sagðist þá hafa kosið að orða þetta svona, að það þyrfti að ná utan um viðfangsefnið, en það væri nú svo að hann réði því ekki einn hvaða mál væru á dagskrá þingsins. „Forseti ætlar ekki að fara leika einhvern einræðisherra hér í þinginu,“ sagði Einar K. Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu þá hver af öðrum upp í pontu og lýstu yfir óánægju sinni með dagskrá þingsins og það að starfsáætlun væri að öllum líkindum öll úr skorðum. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata benti meðal annars á að forseti færi með dagskrárvaldið á Alþingi og það væri munur á því að taka sér dagskrárvald og að vera einræðisherra. „Þessar tafir eru af því að ríkisstjórninn er máttlaus og stjórnlaus og veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir þingamaður Samfylkingarinnar þegar hún tók til máls.„Allt í tómu rugli hérna“ Katrín Júlíusdóttir samflokkskona Valgerðar sagði stjórnarmeirihlutann ekki bera virðingu fyrir stjórnarandstöðunni; það væri alveg sama hvort hún væri hrópandi eða væri í málefnalegum umræðum þannig að málin rynnu í gegnum þingið. „Það er allt í tómu rugli hérna og við óskum eftir því að fá þetta yfirlit um hvernig við ætlum að ljúka þessu,“ sagði Katrín. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata kom síðan með þá hugmynd að forseti þingsins myndi ekki setja þingfund fyrr en ríkisstjórnin væri búin að ákveða mál sem hún vill klára. „Það þarf að setja stólinn fyrir dyrnar,“ sagði Helgi og spurði að lokum hvort það væri þannig að ríkisstjórnin ráði yfir þinginu. Einar K. vakti þá athygli á því að þó að forseti þingsins færi vissulega með dagskrárvaldið frá degi til dags þá væri það svo að á þingi ríkti lýðræði. „Þá er það einfaldlega þannig að þá getur meirihlutinn á Alþingi hverju sinni breytt dagskránni ef hann kýs. [...] Þess vegna gerist það auðvitað að ríkisstjórnin hafi áhrif á það hvernig dagskráin er,“ sagði Einar.„Ég var bara að reyna að taka af skarið“ Hann bætti svo við að hann hefði lagt sig fram um að hafa gott samstarf við þingmenn almennt en gerði sér jafnframt grein fyrir því að það hafi ekki allir þingmenn verið sáttir við allt alltaf. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu svo áfram í pontu og við lok umræðunnar sagði Oddný Harðardóttir að stjórnarandstaðan myndi ekki láta draga sig áfram á asnaeyrunum heldur taka af skarið varðandi dagskrá þingsins og þinglok. Skömmu síðar lauk dagskrárliðnum fundarstjórn forseta og þingforseti ætlaði þá yfir í næsta dagskrárlið sem hann sagði vera umræðu um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Heyrðist þá úr sal að næst væru óundirbúnar fyrirspurnir en forseti hafði þá hlaupið yfir þann dagskrárlið. Baðst hann afsökunar á því en sagði svo og uppskar hlátur þingmanna: „Forseti var bara að reyna að taka af skarið.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00 Mikil endurnýjun framundan á Alþingi Framboðsfrestur til komandi alþingiskosninga rennur út hinn 15. október. Tuttugu og tveir þingmenn hætta og líklegt að margir aðrir nái ekki kosningu. 20. september 2016 20:15 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag og beindi orðum sínum að Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis undir liðnum fundarstjórn forseta og spurði út í skipulag næstu daga á þingi en samkvæmt starfsáætlun á þingi að ljúka á fimmtudag. Einar K. sagði hins vegar í svari sínu til Oddnýjar að það væri „harla ólíklegt að starfsáætlun þingsins standist.“ Bætti hann við að hann vonaðist til þess að unnt yrði að ná utan um það viðfangsefni sem þingið glímir við og það er að ljúka tilteknum málum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gerði athugasemd við þetta og sagði að það ætti að vera fyrir löngu búið að afmarka viðfangsefnið, það er hvaða málum eigi að ljúka fyrir þinglok.Munur á að taka sér dagskrárvald og vera einræðisherra Forseti þingsins sagðist þá hafa kosið að orða þetta svona, að það þyrfti að ná utan um viðfangsefnið, en það væri nú svo að hann réði því ekki einn hvaða mál væru á dagskrá þingsins. „Forseti ætlar ekki að fara leika einhvern einræðisherra hér í þinginu,“ sagði Einar K. Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu þá hver af öðrum upp í pontu og lýstu yfir óánægju sinni með dagskrá þingsins og það að starfsáætlun væri að öllum líkindum öll úr skorðum. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata benti meðal annars á að forseti færi með dagskrárvaldið á Alþingi og það væri munur á því að taka sér dagskrárvald og að vera einræðisherra. „Þessar tafir eru af því að ríkisstjórninn er máttlaus og stjórnlaus og veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir þingamaður Samfylkingarinnar þegar hún tók til máls.„Allt í tómu rugli hérna“ Katrín Júlíusdóttir samflokkskona Valgerðar sagði stjórnarmeirihlutann ekki bera virðingu fyrir stjórnarandstöðunni; það væri alveg sama hvort hún væri hrópandi eða væri í málefnalegum umræðum þannig að málin rynnu í gegnum þingið. „Það er allt í tómu rugli hérna og við óskum eftir því að fá þetta yfirlit um hvernig við ætlum að ljúka þessu,“ sagði Katrín. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata kom síðan með þá hugmynd að forseti þingsins myndi ekki setja þingfund fyrr en ríkisstjórnin væri búin að ákveða mál sem hún vill klára. „Það þarf að setja stólinn fyrir dyrnar,“ sagði Helgi og spurði að lokum hvort það væri þannig að ríkisstjórnin ráði yfir þinginu. Einar K. vakti þá athygli á því að þó að forseti þingsins færi vissulega með dagskrárvaldið frá degi til dags þá væri það svo að á þingi ríkti lýðræði. „Þá er það einfaldlega þannig að þá getur meirihlutinn á Alþingi hverju sinni breytt dagskránni ef hann kýs. [...] Þess vegna gerist það auðvitað að ríkisstjórnin hafi áhrif á það hvernig dagskráin er,“ sagði Einar.„Ég var bara að reyna að taka af skarið“ Hann bætti svo við að hann hefði lagt sig fram um að hafa gott samstarf við þingmenn almennt en gerði sér jafnframt grein fyrir því að það hafi ekki allir þingmenn verið sáttir við allt alltaf. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu svo áfram í pontu og við lok umræðunnar sagði Oddný Harðardóttir að stjórnarandstaðan myndi ekki láta draga sig áfram á asnaeyrunum heldur taka af skarið varðandi dagskrá þingsins og þinglok. Skömmu síðar lauk dagskrárliðnum fundarstjórn forseta og þingforseti ætlaði þá yfir í næsta dagskrárlið sem hann sagði vera umræðu um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Heyrðist þá úr sal að næst væru óundirbúnar fyrirspurnir en forseti hafði þá hlaupið yfir þann dagskrárlið. Baðst hann afsökunar á því en sagði svo og uppskar hlátur þingmanna: „Forseti var bara að reyna að taka af skarið.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00 Mikil endurnýjun framundan á Alþingi Framboðsfrestur til komandi alþingiskosninga rennur út hinn 15. október. Tuttugu og tveir þingmenn hætta og líklegt að margir aðrir nái ekki kosningu. 20. september 2016 20:15 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Stór mál eftir á Alþingi þegar stutt er í þingrof Sjö stór mál eru eftir á Alþingi þegar nokkrir dagar eru eftir af þinginu. Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd eru undir miklu álagi með langflest málin undir. Áhyggjur af því að stjórnarandstaðan hleypi LÍN-málinu ekki í gegn. 20. september 2016 07:00
Mikil endurnýjun framundan á Alþingi Framboðsfrestur til komandi alþingiskosninga rennur út hinn 15. október. Tuttugu og tveir þingmenn hætta og líklegt að margir aðrir nái ekki kosningu. 20. september 2016 20:15