Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. september 2016 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærstur í nýrri könnun fréttastofu 365. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 34,6 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudaginn. Hann er þar með stærsti flokkurinn af þeim sem bjóða fram í kosningunum 29. október næstkomandi. Flokkurinn bætir við sig 7,2 prósentustigum frá könnun sem gerð var dagana 6. og 7. september síðastliðinn. „Þetta er ánægjuleg vísbending um að við getum fengið góða kosningu í haust. Fylgiskannanir eru hins vegar mjög misvísandi þessa dagana þannig að maður tekur öllu með fyrirvara. En ég gleðst yfir góðri könnun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Næstir koma Píratar með 19,9 prósenta fylgi og hafa þeir tapað tæpum tíu prósentustigum frá könnuninni í byrjun september. Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn eru jafn stórir, VG með 12,9 prósent fylgi en Framsókn með 12,6 prósent. Fylgi Vinstri grænna er svipað og það var í fyrri könnun en Framsóknarflokkurinn mældist með 10,8 prósent í þeirri könnun. Tölurnar benda því til þess að Framsóknarflokkurinn bæti við sig fylgi, þótt munurinn sé innan vikmarka (vikmörk 2,3%). Þessi þróun kemur Karli Garðarssyni þingmanni ekki á óvart, þótt gustað hafi um flokkinn að undanförnu. „Ég held að umtal um flokka geti verið í vissum tilfellum jákvætt fyrir þá þó að umtalið sé kannski ekki á jákvæðum nótum, þannig að það kemur mér ekki á óvart að fylgið fari upp,“ segir Karl. Hann hafi verið sannfærður um það að næsta könnun sem yrði birt myndi sýna breytingar á fylgi Framsóknarflokksins vegna þess að flokkurinn sé búinn að vera það lengi í sviðsljósinu. „Það er nokkuð ljóst að flokkurinn sem slíkur er með sterka málefnastöðu og hann mun sækja mjög í sig veðrið eftir formannskjör, hvernig sem það verður,“ segir Karl. Hann segir raunhæft að gera ráð fyrir að Framsóknarflokkurinn fái 15-18 prósenta fylgi. Fylgi Viðreisnar mælist 7,3 prósent í nýju könnuninni og fylgi Samfylkingarinnar 5,9 prósent. Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis eru sumpart ólíkar niðurstöðum könnunar MMR, sem birt var í gær. Sú könnun sýndi Sjálfstæðisflokkinn með 20,6 prósenta fylgi og Pírata 21,6 prósent. Þá mældust Viðreisn og Samfylkingin mun sterkari í könnun MMR. Aðferðafræðin milli kannananna er hins vegar ólík. Könnun MMR er gerð yfir lengri tíma, dagana 20.–26. september. Könnun Fréttablaðsins var gerð 26. september. Fyrstu sjónvarpskappræðum stjórnmálaleiðtoganna í sjónvarpi var því lokið þegar byrjað var að framkvæma könnun Fréttablaðsins. Þá var öll könnun Fréttablaðsins gerð þann dag sem eldhúsdagsumræður voru. Líkt og könnunin í september, bendir nýja könnunin til þess að margir eigi enn eftir að ákveða sig. Aðeins 51,5 prósent svarenda taka afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 34,6 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudaginn. Hann er þar með stærsti flokkurinn af þeim sem bjóða fram í kosningunum 29. október næstkomandi. Flokkurinn bætir við sig 7,2 prósentustigum frá könnun sem gerð var dagana 6. og 7. september síðastliðinn. „Þetta er ánægjuleg vísbending um að við getum fengið góða kosningu í haust. Fylgiskannanir eru hins vegar mjög misvísandi þessa dagana þannig að maður tekur öllu með fyrirvara. En ég gleðst yfir góðri könnun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Næstir koma Píratar með 19,9 prósenta fylgi og hafa þeir tapað tæpum tíu prósentustigum frá könnuninni í byrjun september. Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn eru jafn stórir, VG með 12,9 prósent fylgi en Framsókn með 12,6 prósent. Fylgi Vinstri grænna er svipað og það var í fyrri könnun en Framsóknarflokkurinn mældist með 10,8 prósent í þeirri könnun. Tölurnar benda því til þess að Framsóknarflokkurinn bæti við sig fylgi, þótt munurinn sé innan vikmarka (vikmörk 2,3%). Þessi þróun kemur Karli Garðarssyni þingmanni ekki á óvart, þótt gustað hafi um flokkinn að undanförnu. „Ég held að umtal um flokka geti verið í vissum tilfellum jákvætt fyrir þá þó að umtalið sé kannski ekki á jákvæðum nótum, þannig að það kemur mér ekki á óvart að fylgið fari upp,“ segir Karl. Hann hafi verið sannfærður um það að næsta könnun sem yrði birt myndi sýna breytingar á fylgi Framsóknarflokksins vegna þess að flokkurinn sé búinn að vera það lengi í sviðsljósinu. „Það er nokkuð ljóst að flokkurinn sem slíkur er með sterka málefnastöðu og hann mun sækja mjög í sig veðrið eftir formannskjör, hvernig sem það verður,“ segir Karl. Hann segir raunhæft að gera ráð fyrir að Framsóknarflokkurinn fái 15-18 prósenta fylgi. Fylgi Viðreisnar mælist 7,3 prósent í nýju könnuninni og fylgi Samfylkingarinnar 5,9 prósent. Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis eru sumpart ólíkar niðurstöðum könnunar MMR, sem birt var í gær. Sú könnun sýndi Sjálfstæðisflokkinn með 20,6 prósenta fylgi og Pírata 21,6 prósent. Þá mældust Viðreisn og Samfylkingin mun sterkari í könnun MMR. Aðferðafræðin milli kannananna er hins vegar ólík. Könnun MMR er gerð yfir lengri tíma, dagana 20.–26. september. Könnun Fréttablaðsins var gerð 26. september. Fyrstu sjónvarpskappræðum stjórnmálaleiðtoganna í sjónvarpi var því lokið þegar byrjað var að framkvæma könnun Fréttablaðsins. Þá var öll könnun Fréttablaðsins gerð þann dag sem eldhúsdagsumræður voru. Líkt og könnunin í september, bendir nýja könnunin til þess að margir eigi enn eftir að ákveða sig. Aðeins 51,5 prósent svarenda taka afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira