Fótbolti

Sjötti leikurinn í röð án sigurs hjá Rúnari

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Það gengur lítið sem ekkert hjá lærisveinum Rúnars þessa dagana.
Það gengur lítið sem ekkert hjá lærisveinum Rúnars þessa dagana. vísir/stefán
Það gengur ekkert hjá lærisveinum Rúnars Kristinssonar þessa dagana en liðið fékk á sig tvö mörk í uppbótartíma gegn Odd í 2-4 tapi á heimavelli í dag eftir að hafa jafnað stuttu áður.

Haraldur Björnsson var í byrjunarliði Lilleström í dag ásamt Gary Martin og sá breski kom Lilleström yfir tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks en Odd jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.

Odd komst yfir á 65. mínútu en Simen Mikalsen virtist hafa bjargað stigi fyrir Lilleström þegar hann jafnaði metin á 84. mínútu.

Á 92. mínútu komst Odd aftur yfir og þremur mínútum síðar gulltryggði Sigurd Haugen sigurinn með fjórða marki Odd sem reynir að halda í við topplið Rosenborg.

Rosenborg virtist ætla að tapa stigum á útivelli gegn Stabæk en staðan var markalaus allt þar til fimm mínútur voru til leiksloka. Lagði Guðmundur Þórarinsson þá upp mark fyrir Mushaga Bakenga.

 

Í uppbótartíma tókst Rosenborg að bæta við öðru marki og gulltryggja sigurinn með marki frá Mike Jensen en Rosenborg heldur því fimmtán stiga forskoti á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×