Segir að verið sé að hafa kosningarétt af landsmönnum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. september 2016 16:18 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. vísir/stefán Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn sinni til forseta Alþingis á þingfundi í dag. „Ég vil inna forseta eftir því hverju sæti að tillaga um þingrof og nýjar kosningar sé ekki komin á dagskrá,“ sagði Steingrímur meðal annars. Hann benti á að samkvæmt 57. grein laga um kosningar segir að „kosningu utan kjörfundar skal hefja svo fljótt sem kostur er eftir að kjördagur hefur verið auglýstur, þó eigi fyrr en átta vikum fyrir kjördag. Eftir þann tíma og til kjördags á kjósandi rétt á að greiða atkvæði utan kjörfundar. Atkvæðið telst greitt þann dag sem fylgibréfið er dagsett.“ Í fyrirspurn Steingríms kom fram að nú eru fjörutíu dagar í þann dag sem hefur verið nefndur sem kjördag, þann 29. október. Lög um kosningar gera ráð fyrir 56 dögum fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Steingrímur spurði Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis, hvort að forsætisráðherra eða stjórnvöld hefðu ekki gefið sig fram við forseta að þingrofstillaga væri á leiðinni. Vidi Steingrímur meina að með þessum töfum væri verið að hafa kosningarétt af þeim landsmönnum sem gera þurfi ráðstafanir fyrir utankjörfundaratkvæði. Nefndi hann þar sjómenn sem væru á leið í langa vinnutúra og Íslendinga sem búsettir eru erlendis. Einar K. Guðfinnsson tók undir orð Steingríms um að nauðsynlegt væri að þingrofstillaga kæmi fram hið allra fyrsta. Hann sagði tillöguna vera í undirbúningi en að ekki væri hægt að greina frá því hvenær tillagan muni líta dagsins ljós. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn sinni til forseta Alþingis á þingfundi í dag. „Ég vil inna forseta eftir því hverju sæti að tillaga um þingrof og nýjar kosningar sé ekki komin á dagskrá,“ sagði Steingrímur meðal annars. Hann benti á að samkvæmt 57. grein laga um kosningar segir að „kosningu utan kjörfundar skal hefja svo fljótt sem kostur er eftir að kjördagur hefur verið auglýstur, þó eigi fyrr en átta vikum fyrir kjördag. Eftir þann tíma og til kjördags á kjósandi rétt á að greiða atkvæði utan kjörfundar. Atkvæðið telst greitt þann dag sem fylgibréfið er dagsett.“ Í fyrirspurn Steingríms kom fram að nú eru fjörutíu dagar í þann dag sem hefur verið nefndur sem kjördag, þann 29. október. Lög um kosningar gera ráð fyrir 56 dögum fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Steingrímur spurði Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis, hvort að forsætisráðherra eða stjórnvöld hefðu ekki gefið sig fram við forseta að þingrofstillaga væri á leiðinni. Vidi Steingrímur meina að með þessum töfum væri verið að hafa kosningarétt af þeim landsmönnum sem gera þurfi ráðstafanir fyrir utankjörfundaratkvæði. Nefndi hann þar sjómenn sem væru á leið í langa vinnutúra og Íslendinga sem búsettir eru erlendis. Einar K. Guðfinnsson tók undir orð Steingríms um að nauðsynlegt væri að þingrofstillaga kæmi fram hið allra fyrsta. Hann sagði tillöguna vera í undirbúningi en að ekki væri hægt að greina frá því hvenær tillagan muni líta dagsins ljós.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira