Hamilton færður aftur um 30 sæti í ræsingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2016 17:30 Lewis Hamilton. Vísir/Getty Lewis Hamilton fékk í dag þunga refsingu fyrir kappakstur helgarinnar í Formúlu 1 en hann fer fram á Spa-brautinni í Belgíu. Hamilton neyddist til að gera breytingar á vél sinni eftir að hafa lent í vandræðum á æfingum í dag. Fyrir það fékk hann refsingu og þarf að ræsa 30 sætum aftar í keppninni á sunnudag. Hann segir að markmiðið sé enn að vinna keppnina en að það verði mjög erfitt. „Bilið á milli bílanna hefur minnkað. Red Bull-bílarnir hafa verið mjög fljótir í sumum keppnanna sem og Ferrari. Það verður erfitt að komast í gegnum pakkann en ég mun gera allt sem ég get,“ sagði Hamilton. „Þetta snýst um að lágmarka skaðann sem hlýst af refsingunni. Þetta er liðsíþrótt og höfum við lært mikið af þessu. Vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur.“ Hamilton er sem stendur með nítján stiga forystu í keppninni um meistaratitilinn en Nico Rosberg, liðsfélagi hans hjá Mercedes, kemur næstur á eftir honum. Red Bull náði góðum árangri á seinni æfingunni í dag en Max Verstappen náði besta tímanum og liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo, var næstur. Mercedes var í vandræðum á æfingunni en Rosberg náði sjötta besta tímanum og Hamilton þrettándu. Formúla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton fékk í dag þunga refsingu fyrir kappakstur helgarinnar í Formúlu 1 en hann fer fram á Spa-brautinni í Belgíu. Hamilton neyddist til að gera breytingar á vél sinni eftir að hafa lent í vandræðum á æfingum í dag. Fyrir það fékk hann refsingu og þarf að ræsa 30 sætum aftar í keppninni á sunnudag. Hann segir að markmiðið sé enn að vinna keppnina en að það verði mjög erfitt. „Bilið á milli bílanna hefur minnkað. Red Bull-bílarnir hafa verið mjög fljótir í sumum keppnanna sem og Ferrari. Það verður erfitt að komast í gegnum pakkann en ég mun gera allt sem ég get,“ sagði Hamilton. „Þetta snýst um að lágmarka skaðann sem hlýst af refsingunni. Þetta er liðsíþrótt og höfum við lært mikið af þessu. Vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur.“ Hamilton er sem stendur með nítján stiga forystu í keppninni um meistaratitilinn en Nico Rosberg, liðsfélagi hans hjá Mercedes, kemur næstur á eftir honum. Red Bull náði góðum árangri á seinni æfingunni í dag en Max Verstappen náði besta tímanum og liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo, var næstur. Mercedes var í vandræðum á æfingunni en Rosberg náði sjötta besta tímanum og Hamilton þrettándu.
Formúla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira