Sport

Jacky Pellerin: Kannski var hann með of mikið sjálftraust

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Sveinn Mckee strax eftir sundið.
Anton Sveinn Mckee strax eftir sundið. Vísir/Anton
Jacky Pellerin, þjálfari íslenska sundfólksins á Ólympíuleikunum í Ríó sagðist ekki vera vonsvikinn með árangur Antons Sveins McKee en hann sagði jafnframt að hann hefði búist við meiru.

„Við getum ekki leyft okkur að vera vonsvikin því þetta eru Ólympíuleikarnir og margir vildu vera í þessum sporum," sagði Jacky Pellerin.

Sjá einnig: Anton Sveinn svekktur: Ég verð bara að bregðast rétt við og halda áfram

Það voru samt vonbrigði að vera meira en sekúndu frá sínum besta og ekki nálægt því að komast áfram í undanúrslitin.

„Hann gerði mistök sem hann átti ekki að gera. Tempóið var of mikið hjá honum í byrjun. Hann byrjaði með 50 tök á mínútu en átti frekar að vera í kringum 47 og 48 sundtök á mínútu. Hann þurfti síðan að borga fyrir þetta á seinni 50 metrunum," sagði Jacky.

„Hann reyndi sitt besta og honum leið mjög vel, bæði í morgun og í upphitunni. Kannski var hann með of mikið sjálftraust," sagði Jacky.

Sjá einnig: Anton Sveinn endaði í 35. sæti og komst ekki áfram

„Hann á sitt besta sund eftir sem er 200 metra bringusundið. Þetta er ekki hans aðalgrein en við vorum samt að vonast eftir mjög góðum tíma," sagði Jacky.

„Við vorum að binda vonir við það að hann kæmist undir mínútna en það gerist bara næst hjá honum," sagði Jacky.

Anton Sveinn syndir næst á þriðjudaginn og þá í undanrásum í 200 metra bringusundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×