Handbolti

Ís­lendingaliðin töpuðu bæði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Örn Jónsson í leik með Melsungen. 
Elvar Örn Jónsson í leik með Melsungen.  Getty Images/Swen Pförtner

Íslendingaliðin Melsungen og Gummersbach máttu bæði þola það að tapa leik sínum í efstu deild þýska handboltans í kvöld.

Melsungen sótti Eisenach heim en tapaði með minnsta mun, lokatölur 32-31. Segja má að Marki Grgic hafi tryggt heimamönnum sigurinn en hann skoraði alls 11 mörk í leiknum.

Elvar Örn Jónsson var öflugur í liði Melsungen, skoraði hann fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.

Þrátt fyrir tapið er Melsungen enn á toppnum með 18 stig að loknum 11 leikjum.

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach töpuðu á heimavelli með sex marka mun er stórlið Kiel kom í heimsókn, lokatölur 24-30. Teitur Örn Einarsson gaf þrjár stoðsendingar í liði Gummersbach.

Að loknum 11 leikjum er Gummersbach í 8. sæti með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×