Barist í Liverpool á morgun Pétur Marinó Jónsson skrifar 29. júlí 2016 21:45 Bjarki Þór Pálsson er tilbúinn í sinn fyrsta atvinnubardaga. Sóllilja Baltasardóttir Mjölnisstrákarnir Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson og Egill Øydvin Hjördísarson keppa í MMA annað kvöld. Bardagarnir fara fram í Liverpool og er mikið undir hjá strákunum. Bardagarnir fara fram í Shinobi War bardagasamtökunum og náðu strákarnir tilsettri þyngd í hádeginu í dag. MMA Fréttir skoðaði andstæðinga strákanna og verður afar áhugavert að sjá hvernig þeim mun vegna annað kvöld. Bjarki Þór berst sinn fyrsta atvinnubardaga eftir að hafa farið í gegnum 12 áhugamannabardaga með 11 sigra og aðeins eitt tap. Bjarki Þór sigraði Evrópumeistaratitilinn síðasta vetur eftir að hafa tekið fimm bardaga á fjórum dögum. Hann tekur nú skrefið í atvinnumennskuna sem er nokkuð sem hann hefur stefnt að frá því hann byrjaði fyrst í íþróttinni í september 2010. Í atvinnubardögum eru loturnar lengri (5 mín. í stað 3. mín lotur), hanskarnir þynnri og nota má olnboga. Bjarki Ómarsson (6-4) berst um fjaðurvigtartitil Shinobi en síðast sigraði hann andstæðing sinn á aðeins 19 sekúndum. Sá bardagi fór fram í sömu bardagasamtökum og voru aðstandendur keppninnar svo hrifnir af frammistöðu hans að hann fékk umsvifalaust titilbardaga. Egill Øydvin Hjördísarson (4-1) er æstur í að fá að berjast á morgun enda var hann illa svikinn síðast. Egill átti að berjast í lok apríl en aðeins nokkrum klukkustundum fyrir bardagann hætti andstæðingur hans við. Andstæðingur hans kvaðst ekki vera með far í höllina en svaraði svo ekki skilaboðum þegar aðstandendur keppninnar buðust til að borga leigubíl fyrir hann. Hann fór því í fýluferð síðast og getur ekki beðið eftir því að fá að berjast á morgun. Róleg stemning er í hópnum fyrir bardagana og ætla þeir að kíkja í bíó kvöldið fyrir bardagana eins og venjan er. Fjölmargir bardagar eru á dagskrá á morgun en áhugasamir geta horft á bardagana í beinni hér. MMA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Sjá meira
Mjölnisstrákarnir Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson og Egill Øydvin Hjördísarson keppa í MMA annað kvöld. Bardagarnir fara fram í Liverpool og er mikið undir hjá strákunum. Bardagarnir fara fram í Shinobi War bardagasamtökunum og náðu strákarnir tilsettri þyngd í hádeginu í dag. MMA Fréttir skoðaði andstæðinga strákanna og verður afar áhugavert að sjá hvernig þeim mun vegna annað kvöld. Bjarki Þór berst sinn fyrsta atvinnubardaga eftir að hafa farið í gegnum 12 áhugamannabardaga með 11 sigra og aðeins eitt tap. Bjarki Þór sigraði Evrópumeistaratitilinn síðasta vetur eftir að hafa tekið fimm bardaga á fjórum dögum. Hann tekur nú skrefið í atvinnumennskuna sem er nokkuð sem hann hefur stefnt að frá því hann byrjaði fyrst í íþróttinni í september 2010. Í atvinnubardögum eru loturnar lengri (5 mín. í stað 3. mín lotur), hanskarnir þynnri og nota má olnboga. Bjarki Ómarsson (6-4) berst um fjaðurvigtartitil Shinobi en síðast sigraði hann andstæðing sinn á aðeins 19 sekúndum. Sá bardagi fór fram í sömu bardagasamtökum og voru aðstandendur keppninnar svo hrifnir af frammistöðu hans að hann fékk umsvifalaust titilbardaga. Egill Øydvin Hjördísarson (4-1) er æstur í að fá að berjast á morgun enda var hann illa svikinn síðast. Egill átti að berjast í lok apríl en aðeins nokkrum klukkustundum fyrir bardagann hætti andstæðingur hans við. Andstæðingur hans kvaðst ekki vera með far í höllina en svaraði svo ekki skilaboðum þegar aðstandendur keppninnar buðust til að borga leigubíl fyrir hann. Hann fór því í fýluferð síðast og getur ekki beðið eftir því að fá að berjast á morgun. Róleg stemning er í hópnum fyrir bardagana og ætla þeir að kíkja í bíó kvöldið fyrir bardagana eins og venjan er. Fjölmargir bardagar eru á dagskrá á morgun en áhugasamir geta horft á bardagana í beinni hér.
MMA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Sjá meira