Maður á ekki að þurfa að venjast þessu Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 15. júlí 2016 07:00 Fordómar breytast í hatur. Ótti breytist oft í ofbeldi eða annað verra. Þetta leiðir til ójafnaðar og mismununar. Það viljum við ekki og þess vegna verðum við að hafna þessum sundrungaröflum,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Sema hefur verið talsvert í umræðunni undanfarið þegar athygli var vakin á afar ógeðfelldum ummælum sem skrifuð voru í athugasemd undir frétt um Semu og það ekki í fyrsta sinn. Konan sem skráð var fyrir athugasemdinni, þar sem þess var óskað að Sema myndi deyja í hryðjuverkaárás, er leikskólakennari í Vestmannaeyjum, en hún sagðist ekki standa fyrir skrifunum. Síðar kom í ljós að sambýlismaður hennar hafði ritað ummælin. Athugasemdir sem þessar, einkaskilaboð og símtöl eru daglegt brauð hjá Semu. Hún er fædd og uppalin á Íslandi, móðir hennar íslensk og faðirinn frá Tyrklandi. Sema segist ekki alltaf hafa upplifað fordóma. „Ég er fædd inn í þjóðkirkjuna eins og allir Íslendingar, skírð og fermd. En það er nafnið; Sema er tyrkneskt nafn þannig að það kannski býður upp á þetta, ég veit það ekki,“ segir Sema og bætir við að hún hafi reyndar síðar skráð sig úr þjóðkirkjunni. Hatur í hennar garð hafi hafist þegar hún fór að taka þátt í opinberri umræðu, stjórnmálum og samfélagsrýni.Verður verra og verra „Ég sá aldrei fyrir að þetta myndi ganga svona langt. Þetta hefur stigmagnast og orðið verra og verra. Það er alveg sama hvort það er eitthvað sem ég segi eða skrifa og verið er að fjalla um í fréttum; það getur tengst Samfylkingunni, Tyrklandi eða innflytjendamálum, þá er mér strax blandað inn í umræðuna. Oft án þess að ég hafi nokkuð með hana að gera. Um daginn urðu óeirðir í Þýskalandi og þá skrifaði einn athugasemd undir fréttina: Þetta er það sem Sema vill bjóða upp á hér á landi.“ Fyrst fór Sema að veita hatursfullum ummælum um sig á kommentakerfum athygli. „Svo fóru að koma tölvupóstar, einkaskilaboð á Facebook og þetta er orðið þannig að fólk er að hringja. Því finnst í lagi klukkan hálf tíu á þriðjudagskvöldi að hringja til þess að segja mér hvað allir múslimar séu hræðilegir. Endar á því að öskra á mann og skella á,“ útskýrir Sema. „Þetta er erfið barátta og mun vera löng en mikilvæg.“ Hún segir fólkið sem hringi yfirleitt vilja úthúða henni. Sumir hafi þó bara spurningar. Sema hefur tekið upp á því að birta á Facebook-síðu sinni hatursfull ummæli fólks í sinn garð. Oft fær hún hringingar frá fólki sem vill að hún taki ummælin út. Sema hefur sagst ætla að verða við því þegar fólk biðst afsökunar á ummælunum. „En það gerist eiginlega aldrei. Fólk kennir frekar öðrum um að hafa skrifað þau.“Sema segir hatursfull ummæli einnig vera álag fyrir fjölskyldu hennar.vísir/eyþórHryðjuverkamaður Sema segist löngu hætt að svara ummælum sem um hana falla í kommentakerfum miðlanna. „Ég lærði fljótt að það er ekki hægt,“ segir hún. „Ég nota bloggið til að svara þessum fullyrðingum sem eru settar fram. Ég hef safnað saman þessum hræðilegu athugasemdum og birt. Það geri ég undir þeim formerkjum að hér sé um hrikalegt persónuníð að ræða. Það er verið að setja út á uppruna minn, ég er sökuð um alls konar hluti. Ég er hryðjuverkamaður og skoðanakúgari, þöggunarkommúnisti og gyðingahatari. Allt vegna þess að pabbi minn er Tyrki. Ég hef birt þetta reglulega. Það virðist vera eina vopnið sem maður hefur til þess að skila skömminni. Svona athugasemdir segja ekki neitt um mig, þær segja allt um þann sem setur þetta fram. Maður gerir þetta í þeirri von að einhver sem sér þessi komment sé vinur eða fjölskyldumeðlimur sem getur talað við þetta fólk og sagt því að þetta sé ekki í lagi.“Leitar til lögreglu Sema stóð í þeirri trú þegar hún byrjaði að birta athugasemdir fólks að áreitið myndi minnka en sú hefur ekki verið raunin. „Ég hef í langan tíma setið undir þessu. Ekki bara ég, heldur fjölskylda mín, vinir og aðrir nákomnir. Það er ekki gaman fyrir mömmu að sitja undir þessu – að það sé einhver að óska barninu hennar dauða í hryðjuverkaárás. Þetta er viðbjóður.“ Í vikunni ákvað hún að láta lögreglu vita þegar hún fékk sérstaklega grófa athugasemd undir nafni leikskólakennarans í Vestmannaeyjum: Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna). „Það hefur einu sinni á Íslandi fallið dómur í svona máli. Ég veit til þess að ítrekað hafa verið lagðar fram kærur en ekkert gerst í þessum málum. En nú hefur verið stofnað sérstakt embætti um hatursglæpi hjá lögreglunni, þannig að ég vona að það komi eitthvað út úr þessu. Það mun koma í ljós í haust og ef dómar falla höfum við allavega nýlegt fordæmi. Það mun gera mikið fyrir þessa baráttu gegn hatursorðræðu á netinu og fordómum.“ Sema segir þó að ekki megi gleyma þeim mikla stuðningi sem hún fær líka. „Ég fæ líka hringingar og skilaboð frá fólki sem stendur með mér. Segir að mín barátta hjálpi þeim. Þá verður þetta þess virði.“Þögnin verstEn hvar liggja mörkin? Hvað má segja og hvað ekki? „Auðvitað er þetta erfitt að eiga við og viðkvæmt. Það er tjáningarfrelsi en þú getur ekki verið með morðhótanir. Það er bannað með lögum að mismuna fólki vegna uppruna, trúar eða annarra þátta sem einkenna líf þess. Auðvitað á fólk að geta leitað réttar síns í slíkum málum. Líka vegna þess að við eigum að geta fengið að tjá okkur óáreitt, en þessar athugasemdir og þetta áreiti í minn garð er komið út fyrir allt sem telst eðlilegt. Þetta er orðið hræðilegt. Við vitum hverjar afleiðingarnar af þessu verða. Við vitum hvað er að gerast í Evrópu og úti í heimi. Gullna reglan í öllu þessu er sú að þú skrifar ekkert á internetið sem þú getur ekki sagt við fólk þegar það stendur fyrir framan þig. Ég hugsaði með mér, þegar mér var óskað dauða í hryðjuverkaárás, að ég þyrfti að gera eitthvað í málinu. Áður en þetta fer allt gjörsamlega úr böndunum. Maður á ekki að þurfa að venjast þessu.“ Sema hefur ekki viljað svara skilaboðum og segir þögnina ögrandi fyrir netníðingana. „Þau verða vitlaus á því að ég svari þeim ekki. Þau vilja draga mig inn í þetta. Þessir sömu einstaklingar og eru að níðast á mér á netinu adda mér sem vini á Facebook. Hvernig dettur þeim í hug að ég fari að gefa þeim aðgang að mínu persónulega svæði? Þau vilja komast þangað því þau eru að ærast á þögninni.“Sema fylgir engri trú. Vísir/Eyþór Tikkar í öll boxinEn, af hverju er formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi orðinn holdgervingur íslamska ríkisins á Íslandi? „Þetta er mjög góð spurning,“ segir Sema og hlær. „Ég bara veit það ekki.“ Breski fjölmiðillinn The Guardian fór nýlega yfir kommentakerfin hjá sér í þeim tilgangi að greina hatursumræðu, sem hefur líka verið mikið fjallað um í Bretlandi. „Þeirra niðurstöður í þessu eru þær að í fyrsta lagi þá verða konur mest fyrir hatursorðræðu. Þeir karlar sem urðu mest fyrir hatursorðræðu voru litaðir eða samkynhneigðir. Þeir sem urðu minnst fyrir hatursorðræðu voru karlar, en í flestum tilvikum voru það karlmenn sem settu fram hatursfull ummæli. Þau sýndu líka fram á að það voru ákveðin málefni þar sem þetta verður til. Það voru málefni flóttamanna, femínismi og Ísrael-Palestínudeilan. Þegar var verið að ræða þessi mál þá var hatursorðræðan sem mest. Ef við reynum að heimfæra þetta hingað þá er ég ung kona af erlendum uppruna að hluta til, og er mikið að fjalla um þessi mál. Maður er að tikka í öll boxin hjá þessum fordómafullu netníðingum. Þetta er stórt og mikið vandamál og mikilvægt að það komi fram, hatursorðræða á internetinu, fordómar og vaxandi þjóðernishyggja er eitt af stóru vandamálum samtímans. Það hefur verið svo auðvelt fyrir fordómafulla einstaklinga að nota internetið til þess að níðast á fólki. Það er kannski það sem er stóra breytingin í þessu máli. Internetið er svo auðvelt verkfæri til þess að níðast á fólki. Einelti á netinu tekur á sig margar myndir.“ Hún segir mikinn meirihluta þeirra sem láta hatursfull ummæli falla um hana vera fólk sem er komið af léttasta skeiði. „Þetta er örugglega 97 prósent eldra fólk.“Fylgir engri trú Sema er alveg jafn stolt af því að vera Tyrki og Íslendingur. „Ég hef alltaf talið það forréttindi að tilheyra tveimur menningarheimum, enda held ég að það hafi gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Sjálf fylgi ég ekki neinni trú, ekki frekar en neinn í minni fjölskyldu hér heima eða úti.“ Sema segir baráttuna ekki snúast um sig. „Þetta snýst um mannréttindi og réttlæti. Þetta snýst um alla hina. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk getur ekki tekið þessa baráttu sjálft, til dæmis tungumálaörðugleikar. Samkvæmt síðustu rannsókn sem var gerð 2014, kom fram að meira en 70 prósent innflytjenda á Íslandi hafa fundið fyrir fordómum. Þessir fordómar birtast víða, í skólanum, vinnunni, verri þjónustu eða afgreiðslu í verslun. Síðan springur allt út á netinu.“En af hverju stafar þessi ótti gagnvart minnihlutahópum? „Ég held það sé fyrst og fremst vanþekking og skortur á upplýsingum. Það er eðlilegt að sumu leyti að óttast eitthvað sem maður þekkir ekki. Rannsóknir hafa sýnt að andúð í garð innflytjenda er mest þar sem eru hvað fæstir innflytjendur. Það er eðlilegt. Við óttumst öll eitthvað og sérstaklega það sem við þekkjum ekki. En við þurfum að velta fyrir okkur hvar ábyrgðin liggur. Einhvers staðar verður þessi ótti til. Þú vaknar ekki einn daginn og ákveður að hata alla múslima af því þeir eru hryðjuverkamenn. Það er margt sem spilar inn í. Þó að við berum öll ábyrgð að einhverju leyti þá bera stjórnmálamenn og fjölmiðlar mikla ábyrgð. Þeir hafa margir hverjir ekki axlað þessa ábyrgð. Til dæmis um daginn var verið að hvetja fyrirtæki til að sniðganga Útvarp Sögu vegna einhvers sem þar fór fram. Um klukkustund síðar hafði einhver stigið fram og sagt að ég stæði fyrir þessari herferð. Sem ég get alls ekki tekið heiðurinn af. Úr varð tveggja daga yfirferð Útvarps Sögu á mér. Ég var tekin fyrir. Ég tel að þessi útvarpsstöð sé ein þeirra sem eru að ala á fordómum, ótta og hatri og þarna fengum við skýrt dæmi – bæði stjórnendur og innhringjendur, sögðu að ég væri kúgari, ISIS-liði, kommúnisti og hryðjuverkamaður. Ég fékk ógeðsleg skilaboð og hringingar. Var kölluð múslimadjöfull og arabatussa.“Vilja múslima burt Hún nefnir Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem dæmi um stjórnmálamann sem elur á ótta. „Hann kom fram í fyrra og spurði hvort það væri ekki búið að skoða bakgrunn allra múslima á Íslandi. Hvort það sé búið að skoða hvort þeir tengist hryðjuverkasamtökum. Þarna er í fyrsta lagi um rosalega stóra alhæfingu að ræða. Það er alveg sama hvort þú ert að tala um múslima eða aðra, þú tekur ekki svona hóp af fólki og alhæfir með þessum hætti. Hann er að setja fram þá spurningu hvort allir múslimar á Íslandi séu hryðjuverkamenn. Hvernig á fólk að túlka þetta? Hann hefur talað mikið til dæmis um málefni hælisleitenda. Hvort það eigi ekki að loka Keflavíkurflugvelli og senda allt þetta fólk bara heim. Og maður spyr bara, hvert heim? Þetta fólk á hvergi heima. Þetta er ábyrgðarlaust. Ég ætla ekki að segja að þetta sé óvart. Þetta er þekkt. Það er uppgangur öfgahægriafla í Evrópu sem er að vaxa og komast til valda. Við sjáum það að nú er búið að stofna Íslensku þjóðfylkinguna sem vill ekki mosku á Íslandi og vill afnema trúfrelsi. Þarna ertu farinn að troða á grundvallarréttindum einstaklinga og stjórnarskrárvörðum réttindum. Þau tala um ýmislegt annað, en grunnurinn í þessu er að þau hafna fjölmenningu og vilja ekki múslima eða mosku. Það er gríðarlegt áhyggjuefni.“Brexit skýrt dæmi Hún nefnir Brexit-kosningabaráttuna sem dæmi um alvarlegar afleiðingar þess að ala á ótta. „Það kemur niðurstaða í þessa atkvæðagreiðslu. Bretar vakna daginn eftir og það er bara allt í lagi að vera rasisti í Bretlandi. Þarna var alið á þessum ótta og hatri hjá ákveðnum stjórnmálaöflum. Núna sitja Bretar uppi með afleiðingarnar af þessu. Það er gengið upp að fólki á götum og það er lamið. Kona hringir inn í útvarpið, fædd í Þýskalandi, búin að búa í Bretlandi í 40 ár og hún þorir ekki út úr húsi. Það eru dæmi um að ráðist hafi verið á fólk í lestum vegna þess að það er ekki hvítt á litinn. Dæmin eru mörg og sumt fólk er bara hrætt. Núna er það þannig að innflytjendur í Bretlandi eru margir hverjir hræddir. Þeir óttast um líf sitt. Það er hangandi nasistaáróður sumstaðar í borgum og bæjum. Þetta gekk svo langt að þingkona var myrt úti á götu nokkrum dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þarna erum við bara að sjá hversu miklar afleiðingarnar geta orðið.“ Sema segir ákveðin kaflaskil hafa átt sér stað á Íslandi í sveitarstjórnarkosningunum 2014. „Þar verða ákveðin tímamót þegar vika er til kosninga. Framsókn og flugvallarvinir í Reykjavík mældust þá með tveggja prósenta fylgi. Á þessari viku fara þeir úr tveimur prósentum í tíu og fá tvo fulltrúa kjörna. Það gera þeir með því að opna þetta Pandórubox og fara að tala um minnihlutahóp í samfélaginu, múslima. Tala gegn því að þeir fái að byggja mosku. Þarna fer einhver atburðarás af stað. Á þessum tíma var þetta ein hræðilegasta umræða sem við höfum upplifað á opinberum vettvangi. Þetta hefur allt verið greint og skoðað vel. Með því að ala á fordómum og ótta í garð ákveðins hóps í samfélaginu þá sóttu þau sér átta prósent. Þarna gerist eitthvað. Við vöknum öll daginn eftir þessa kosningar og þá var bara í lagi að vera rasisti á Íslandi.“ Brexit Föstudagsviðtalið Kosningar 2016 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Fleiri fréttir Taka ákvörðun um hvort þinghald verði lokað Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira
Fordómar breytast í hatur. Ótti breytist oft í ofbeldi eða annað verra. Þetta leiðir til ójafnaðar og mismununar. Það viljum við ekki og þess vegna verðum við að hafna þessum sundrungaröflum,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Sema hefur verið talsvert í umræðunni undanfarið þegar athygli var vakin á afar ógeðfelldum ummælum sem skrifuð voru í athugasemd undir frétt um Semu og það ekki í fyrsta sinn. Konan sem skráð var fyrir athugasemdinni, þar sem þess var óskað að Sema myndi deyja í hryðjuverkaárás, er leikskólakennari í Vestmannaeyjum, en hún sagðist ekki standa fyrir skrifunum. Síðar kom í ljós að sambýlismaður hennar hafði ritað ummælin. Athugasemdir sem þessar, einkaskilaboð og símtöl eru daglegt brauð hjá Semu. Hún er fædd og uppalin á Íslandi, móðir hennar íslensk og faðirinn frá Tyrklandi. Sema segist ekki alltaf hafa upplifað fordóma. „Ég er fædd inn í þjóðkirkjuna eins og allir Íslendingar, skírð og fermd. En það er nafnið; Sema er tyrkneskt nafn þannig að það kannski býður upp á þetta, ég veit það ekki,“ segir Sema og bætir við að hún hafi reyndar síðar skráð sig úr þjóðkirkjunni. Hatur í hennar garð hafi hafist þegar hún fór að taka þátt í opinberri umræðu, stjórnmálum og samfélagsrýni.Verður verra og verra „Ég sá aldrei fyrir að þetta myndi ganga svona langt. Þetta hefur stigmagnast og orðið verra og verra. Það er alveg sama hvort það er eitthvað sem ég segi eða skrifa og verið er að fjalla um í fréttum; það getur tengst Samfylkingunni, Tyrklandi eða innflytjendamálum, þá er mér strax blandað inn í umræðuna. Oft án þess að ég hafi nokkuð með hana að gera. Um daginn urðu óeirðir í Þýskalandi og þá skrifaði einn athugasemd undir fréttina: Þetta er það sem Sema vill bjóða upp á hér á landi.“ Fyrst fór Sema að veita hatursfullum ummælum um sig á kommentakerfum athygli. „Svo fóru að koma tölvupóstar, einkaskilaboð á Facebook og þetta er orðið þannig að fólk er að hringja. Því finnst í lagi klukkan hálf tíu á þriðjudagskvöldi að hringja til þess að segja mér hvað allir múslimar séu hræðilegir. Endar á því að öskra á mann og skella á,“ útskýrir Sema. „Þetta er erfið barátta og mun vera löng en mikilvæg.“ Hún segir fólkið sem hringi yfirleitt vilja úthúða henni. Sumir hafi þó bara spurningar. Sema hefur tekið upp á því að birta á Facebook-síðu sinni hatursfull ummæli fólks í sinn garð. Oft fær hún hringingar frá fólki sem vill að hún taki ummælin út. Sema hefur sagst ætla að verða við því þegar fólk biðst afsökunar á ummælunum. „En það gerist eiginlega aldrei. Fólk kennir frekar öðrum um að hafa skrifað þau.“Sema segir hatursfull ummæli einnig vera álag fyrir fjölskyldu hennar.vísir/eyþórHryðjuverkamaður Sema segist löngu hætt að svara ummælum sem um hana falla í kommentakerfum miðlanna. „Ég lærði fljótt að það er ekki hægt,“ segir hún. „Ég nota bloggið til að svara þessum fullyrðingum sem eru settar fram. Ég hef safnað saman þessum hræðilegu athugasemdum og birt. Það geri ég undir þeim formerkjum að hér sé um hrikalegt persónuníð að ræða. Það er verið að setja út á uppruna minn, ég er sökuð um alls konar hluti. Ég er hryðjuverkamaður og skoðanakúgari, þöggunarkommúnisti og gyðingahatari. Allt vegna þess að pabbi minn er Tyrki. Ég hef birt þetta reglulega. Það virðist vera eina vopnið sem maður hefur til þess að skila skömminni. Svona athugasemdir segja ekki neitt um mig, þær segja allt um þann sem setur þetta fram. Maður gerir þetta í þeirri von að einhver sem sér þessi komment sé vinur eða fjölskyldumeðlimur sem getur talað við þetta fólk og sagt því að þetta sé ekki í lagi.“Leitar til lögreglu Sema stóð í þeirri trú þegar hún byrjaði að birta athugasemdir fólks að áreitið myndi minnka en sú hefur ekki verið raunin. „Ég hef í langan tíma setið undir þessu. Ekki bara ég, heldur fjölskylda mín, vinir og aðrir nákomnir. Það er ekki gaman fyrir mömmu að sitja undir þessu – að það sé einhver að óska barninu hennar dauða í hryðjuverkaárás. Þetta er viðbjóður.“ Í vikunni ákvað hún að láta lögreglu vita þegar hún fékk sérstaklega grófa athugasemd undir nafni leikskólakennarans í Vestmannaeyjum: Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna). „Það hefur einu sinni á Íslandi fallið dómur í svona máli. Ég veit til þess að ítrekað hafa verið lagðar fram kærur en ekkert gerst í þessum málum. En nú hefur verið stofnað sérstakt embætti um hatursglæpi hjá lögreglunni, þannig að ég vona að það komi eitthvað út úr þessu. Það mun koma í ljós í haust og ef dómar falla höfum við allavega nýlegt fordæmi. Það mun gera mikið fyrir þessa baráttu gegn hatursorðræðu á netinu og fordómum.“ Sema segir þó að ekki megi gleyma þeim mikla stuðningi sem hún fær líka. „Ég fæ líka hringingar og skilaboð frá fólki sem stendur með mér. Segir að mín barátta hjálpi þeim. Þá verður þetta þess virði.“Þögnin verstEn hvar liggja mörkin? Hvað má segja og hvað ekki? „Auðvitað er þetta erfitt að eiga við og viðkvæmt. Það er tjáningarfrelsi en þú getur ekki verið með morðhótanir. Það er bannað með lögum að mismuna fólki vegna uppruna, trúar eða annarra þátta sem einkenna líf þess. Auðvitað á fólk að geta leitað réttar síns í slíkum málum. Líka vegna þess að við eigum að geta fengið að tjá okkur óáreitt, en þessar athugasemdir og þetta áreiti í minn garð er komið út fyrir allt sem telst eðlilegt. Þetta er orðið hræðilegt. Við vitum hverjar afleiðingarnar af þessu verða. Við vitum hvað er að gerast í Evrópu og úti í heimi. Gullna reglan í öllu þessu er sú að þú skrifar ekkert á internetið sem þú getur ekki sagt við fólk þegar það stendur fyrir framan þig. Ég hugsaði með mér, þegar mér var óskað dauða í hryðjuverkaárás, að ég þyrfti að gera eitthvað í málinu. Áður en þetta fer allt gjörsamlega úr böndunum. Maður á ekki að þurfa að venjast þessu.“ Sema hefur ekki viljað svara skilaboðum og segir þögnina ögrandi fyrir netníðingana. „Þau verða vitlaus á því að ég svari þeim ekki. Þau vilja draga mig inn í þetta. Þessir sömu einstaklingar og eru að níðast á mér á netinu adda mér sem vini á Facebook. Hvernig dettur þeim í hug að ég fari að gefa þeim aðgang að mínu persónulega svæði? Þau vilja komast þangað því þau eru að ærast á þögninni.“Sema fylgir engri trú. Vísir/Eyþór Tikkar í öll boxinEn, af hverju er formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi orðinn holdgervingur íslamska ríkisins á Íslandi? „Þetta er mjög góð spurning,“ segir Sema og hlær. „Ég bara veit það ekki.“ Breski fjölmiðillinn The Guardian fór nýlega yfir kommentakerfin hjá sér í þeim tilgangi að greina hatursumræðu, sem hefur líka verið mikið fjallað um í Bretlandi. „Þeirra niðurstöður í þessu eru þær að í fyrsta lagi þá verða konur mest fyrir hatursorðræðu. Þeir karlar sem urðu mest fyrir hatursorðræðu voru litaðir eða samkynhneigðir. Þeir sem urðu minnst fyrir hatursorðræðu voru karlar, en í flestum tilvikum voru það karlmenn sem settu fram hatursfull ummæli. Þau sýndu líka fram á að það voru ákveðin málefni þar sem þetta verður til. Það voru málefni flóttamanna, femínismi og Ísrael-Palestínudeilan. Þegar var verið að ræða þessi mál þá var hatursorðræðan sem mest. Ef við reynum að heimfæra þetta hingað þá er ég ung kona af erlendum uppruna að hluta til, og er mikið að fjalla um þessi mál. Maður er að tikka í öll boxin hjá þessum fordómafullu netníðingum. Þetta er stórt og mikið vandamál og mikilvægt að það komi fram, hatursorðræða á internetinu, fordómar og vaxandi þjóðernishyggja er eitt af stóru vandamálum samtímans. Það hefur verið svo auðvelt fyrir fordómafulla einstaklinga að nota internetið til þess að níðast á fólki. Það er kannski það sem er stóra breytingin í þessu máli. Internetið er svo auðvelt verkfæri til þess að níðast á fólki. Einelti á netinu tekur á sig margar myndir.“ Hún segir mikinn meirihluta þeirra sem láta hatursfull ummæli falla um hana vera fólk sem er komið af léttasta skeiði. „Þetta er örugglega 97 prósent eldra fólk.“Fylgir engri trú Sema er alveg jafn stolt af því að vera Tyrki og Íslendingur. „Ég hef alltaf talið það forréttindi að tilheyra tveimur menningarheimum, enda held ég að það hafi gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Sjálf fylgi ég ekki neinni trú, ekki frekar en neinn í minni fjölskyldu hér heima eða úti.“ Sema segir baráttuna ekki snúast um sig. „Þetta snýst um mannréttindi og réttlæti. Þetta snýst um alla hina. Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk getur ekki tekið þessa baráttu sjálft, til dæmis tungumálaörðugleikar. Samkvæmt síðustu rannsókn sem var gerð 2014, kom fram að meira en 70 prósent innflytjenda á Íslandi hafa fundið fyrir fordómum. Þessir fordómar birtast víða, í skólanum, vinnunni, verri þjónustu eða afgreiðslu í verslun. Síðan springur allt út á netinu.“En af hverju stafar þessi ótti gagnvart minnihlutahópum? „Ég held það sé fyrst og fremst vanþekking og skortur á upplýsingum. Það er eðlilegt að sumu leyti að óttast eitthvað sem maður þekkir ekki. Rannsóknir hafa sýnt að andúð í garð innflytjenda er mest þar sem eru hvað fæstir innflytjendur. Það er eðlilegt. Við óttumst öll eitthvað og sérstaklega það sem við þekkjum ekki. En við þurfum að velta fyrir okkur hvar ábyrgðin liggur. Einhvers staðar verður þessi ótti til. Þú vaknar ekki einn daginn og ákveður að hata alla múslima af því þeir eru hryðjuverkamenn. Það er margt sem spilar inn í. Þó að við berum öll ábyrgð að einhverju leyti þá bera stjórnmálamenn og fjölmiðlar mikla ábyrgð. Þeir hafa margir hverjir ekki axlað þessa ábyrgð. Til dæmis um daginn var verið að hvetja fyrirtæki til að sniðganga Útvarp Sögu vegna einhvers sem þar fór fram. Um klukkustund síðar hafði einhver stigið fram og sagt að ég stæði fyrir þessari herferð. Sem ég get alls ekki tekið heiðurinn af. Úr varð tveggja daga yfirferð Útvarps Sögu á mér. Ég var tekin fyrir. Ég tel að þessi útvarpsstöð sé ein þeirra sem eru að ala á fordómum, ótta og hatri og þarna fengum við skýrt dæmi – bæði stjórnendur og innhringjendur, sögðu að ég væri kúgari, ISIS-liði, kommúnisti og hryðjuverkamaður. Ég fékk ógeðsleg skilaboð og hringingar. Var kölluð múslimadjöfull og arabatussa.“Vilja múslima burt Hún nefnir Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem dæmi um stjórnmálamann sem elur á ótta. „Hann kom fram í fyrra og spurði hvort það væri ekki búið að skoða bakgrunn allra múslima á Íslandi. Hvort það sé búið að skoða hvort þeir tengist hryðjuverkasamtökum. Þarna er í fyrsta lagi um rosalega stóra alhæfingu að ræða. Það er alveg sama hvort þú ert að tala um múslima eða aðra, þú tekur ekki svona hóp af fólki og alhæfir með þessum hætti. Hann er að setja fram þá spurningu hvort allir múslimar á Íslandi séu hryðjuverkamenn. Hvernig á fólk að túlka þetta? Hann hefur talað mikið til dæmis um málefni hælisleitenda. Hvort það eigi ekki að loka Keflavíkurflugvelli og senda allt þetta fólk bara heim. Og maður spyr bara, hvert heim? Þetta fólk á hvergi heima. Þetta er ábyrgðarlaust. Ég ætla ekki að segja að þetta sé óvart. Þetta er þekkt. Það er uppgangur öfgahægriafla í Evrópu sem er að vaxa og komast til valda. Við sjáum það að nú er búið að stofna Íslensku þjóðfylkinguna sem vill ekki mosku á Íslandi og vill afnema trúfrelsi. Þarna ertu farinn að troða á grundvallarréttindum einstaklinga og stjórnarskrárvörðum réttindum. Þau tala um ýmislegt annað, en grunnurinn í þessu er að þau hafna fjölmenningu og vilja ekki múslima eða mosku. Það er gríðarlegt áhyggjuefni.“Brexit skýrt dæmi Hún nefnir Brexit-kosningabaráttuna sem dæmi um alvarlegar afleiðingar þess að ala á ótta. „Það kemur niðurstaða í þessa atkvæðagreiðslu. Bretar vakna daginn eftir og það er bara allt í lagi að vera rasisti í Bretlandi. Þarna var alið á þessum ótta og hatri hjá ákveðnum stjórnmálaöflum. Núna sitja Bretar uppi með afleiðingarnar af þessu. Það er gengið upp að fólki á götum og það er lamið. Kona hringir inn í útvarpið, fædd í Þýskalandi, búin að búa í Bretlandi í 40 ár og hún þorir ekki út úr húsi. Það eru dæmi um að ráðist hafi verið á fólk í lestum vegna þess að það er ekki hvítt á litinn. Dæmin eru mörg og sumt fólk er bara hrætt. Núna er það þannig að innflytjendur í Bretlandi eru margir hverjir hræddir. Þeir óttast um líf sitt. Það er hangandi nasistaáróður sumstaðar í borgum og bæjum. Þetta gekk svo langt að þingkona var myrt úti á götu nokkrum dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þarna erum við bara að sjá hversu miklar afleiðingarnar geta orðið.“ Sema segir ákveðin kaflaskil hafa átt sér stað á Íslandi í sveitarstjórnarkosningunum 2014. „Þar verða ákveðin tímamót þegar vika er til kosninga. Framsókn og flugvallarvinir í Reykjavík mældust þá með tveggja prósenta fylgi. Á þessari viku fara þeir úr tveimur prósentum í tíu og fá tvo fulltrúa kjörna. Það gera þeir með því að opna þetta Pandórubox og fara að tala um minnihlutahóp í samfélaginu, múslima. Tala gegn því að þeir fái að byggja mosku. Þarna fer einhver atburðarás af stað. Á þessum tíma var þetta ein hræðilegasta umræða sem við höfum upplifað á opinberum vettvangi. Þetta hefur allt verið greint og skoðað vel. Með því að ala á fordómum og ótta í garð ákveðins hóps í samfélaginu þá sóttu þau sér átta prósent. Þarna gerist eitthvað. Við vöknum öll daginn eftir þessa kosningar og þá var bara í lagi að vera rasisti á Íslandi.“
Brexit Föstudagsviðtalið Kosningar 2016 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Fleiri fréttir Taka ákvörðun um hvort þinghald verði lokað Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira