Innlent

Annar í Pókemonveiðum á Klambratúni

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Hópur fólks mætti á Klambratún annan daginn í röð til þess að spila snjallsímaleikinn Pokémon Go. Leikurinn kom út á Íslandi í gær og var álagið slíkt að netþjónar leikjafyrirtækisins Pokémon Video Games lá niðri í lengri tíma. Það kom aftur fyrir í dag en leikurinn var gefinn út samtímis í um 25 löndum. Svo virðist sem aðsóknin sem meiri en nokkurn óraði fyrir.

Svo virðist vera að útivist sé hin nýja skemmtun tölvuleikjaspilara um allan heim.Vísir/Hanna Andrésdóttir
Tölvuleikjaspilarar sjást nú utandyra

Í dag safnaðist fjöldi manns aftur saman á Klambratúni en svo virðist vera að þar sé góður staður til þess að setja niður beitur fyrir Pókemona en svo kallast smáfígúrurnar sem allt snýst um í leiknum. Auglýst hafði verið í gær að það yrðu aftur Pókemon veiðar á Klambratúni klukkan 14:00 í dag og var mæting góð á staðinn. Margir hengu á túninu fram eftir degi við iðjuna.

Aðsókn Íslendinga í leikinn virðist vera gífurleg en víðs vegar um borgina má sjá fólk á vappi með símana sína í leit að Pókemonum. Leikurinn er byltingarkenndur að því leyti að hann lokkar leikjaspilara út úr húsum sínum, eykur almenn samskipti og fær ótrúlegasta fólk til þess að hreyfa sig og stunda útivist.

Fjallað var um leikinn í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en innslagið má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×