Formúla 1

Hamilton fljótastur á heimavelli og Raikkonen áfram hjá Ferrari

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lewis Hamilton kann vel við sig heima hjá sér.
Lewis Hamilton kann vel við sig heima hjá sér. Vísir/Getty
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes liðsins var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Breski kappaksturinn fer fram á Silverstone brautinni um helgina, heimavelli Hamilton.

Fyrri æfingin

Sebastian Vettel kom út á brautina á Ferrari bílnum með endurbættan geislabaug á bílnum. Það er höfuðvörnin sem Ferrari hefur mesta trú á.

Kimi Raikkonen hefur samið við Ferrari liðið. Hann verður hjá liðinu að minnsta kosti út næsta tímabil. Raikkonen varð sjötti á fyrri æfingunni.

Annar á æfingunni varð Nico Rosberg, liðsfélagi Hamilton. Hann var einungis 0,033 sekúndum á eftir Hamilton.

Nico Hulkenberg á Force India varð þriðji og Vettel á Ferrari fjórði.

Charles Leclerc þreytti frumraun sína með Haas liðinu og varð 18. rúmri sekúndu á eftir Romain Grosjean.

Seinni æfingin

Hamilton var einnig fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg var í vandræðum og tókst ekki að ljúka hring eftir að olíuleki gerði vart við sig í Mercedes bíl hans.

Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar á seinni æfingunni. Liðsfélagi hans, Max Verstappen varð þriðji. Red Bull bíllinn er greinilega að finna taktinn á Silverstone.

Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport og útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag einnig á Stöð 2 Sport.

Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Atgangurinn í Austurríki

Lewis Hamilton á Mercedes vann austurríska kapaksturinn um helgina. Keppnin var dramatísk svo ekki sé sterkar til orða tekið. Nico Rosberg hefði auðveldlega getað siglt keppninni heim með smá skynssemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×