Boris Johnson býður sig ekki fram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2016 11:05 Ákvörðunin kemur á óvart en Johnson var talinn vera líklegasta formannsefni Íhaldsflokksins. Vísir/Getty Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og einn helsti leiðtogi Leave-fylkingarinnar sem barðist fyrir útgöngu Bretlands úr ESB í Brexit-atkvæðagreiðslunni mun ekki bjóða sig fram í formannskjöri Íhaldsflokksins. Ákvörðunin kemur á óvart en Johnson var talinn vera líklegasti arftaki David Cameron, fráfarandi formanns og forsætisráðherra. Ákvörðun Johnson kemur í kjölfar óvænts framboðs Michael Gove, dómsmálaráðherra Bretlands, í formannskjöri flokksins en búist var við að hann myndi styðja Johnson. Gove tilkynnti um framboð sitt fyrr í dag. „Eftir að hafa ráðfært mig við samflokksmenn mína og miðað við aðstæður í þinginu hef ég ákveðið ég sé ekki rétti maðurinn í starfið,“ sagði Johnson í ræðu sinni fyrir stundu þar sem hann tilkynnti um ákvörðun sína. Theresa May innanríkisráðherra tilkynnti einnig um framboð sitt í dag. Fastlega er gert ráð fyrir því að slagurinn standi á milli hennar og Gove en auk þeirra hafa Andrea Leadson orkumálaráðherra, Liam Fox varnarmálaráðherra og Stephen Crabb lífeyrirsmálaráðherra einnig boðið sig fram. Næsti formaður flokksins verður kynntur 9. september en David Cameron formaður flokksins og forsætisráðherra Bretlands tilkynnti um afsögn sína eftir að úrslit Brexit-atkvæðagreiðslunnar voru orðin ljós."That person cannot be me," @BorisJohnson rules himself out of #Toryleadership race https://t.co/K6pbNn362q https://t.co/fhkLY57nmh— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 30, 2016 Brexit Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Sjá meira
Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og einn helsti leiðtogi Leave-fylkingarinnar sem barðist fyrir útgöngu Bretlands úr ESB í Brexit-atkvæðagreiðslunni mun ekki bjóða sig fram í formannskjöri Íhaldsflokksins. Ákvörðunin kemur á óvart en Johnson var talinn vera líklegasti arftaki David Cameron, fráfarandi formanns og forsætisráðherra. Ákvörðun Johnson kemur í kjölfar óvænts framboðs Michael Gove, dómsmálaráðherra Bretlands, í formannskjöri flokksins en búist var við að hann myndi styðja Johnson. Gove tilkynnti um framboð sitt fyrr í dag. „Eftir að hafa ráðfært mig við samflokksmenn mína og miðað við aðstæður í þinginu hef ég ákveðið ég sé ekki rétti maðurinn í starfið,“ sagði Johnson í ræðu sinni fyrir stundu þar sem hann tilkynnti um ákvörðun sína. Theresa May innanríkisráðherra tilkynnti einnig um framboð sitt í dag. Fastlega er gert ráð fyrir því að slagurinn standi á milli hennar og Gove en auk þeirra hafa Andrea Leadson orkumálaráðherra, Liam Fox varnarmálaráðherra og Stephen Crabb lífeyrirsmálaráðherra einnig boðið sig fram. Næsti formaður flokksins verður kynntur 9. september en David Cameron formaður flokksins og forsætisráðherra Bretlands tilkynnti um afsögn sína eftir að úrslit Brexit-atkvæðagreiðslunnar voru orðin ljós."That person cannot be me," @BorisJohnson rules himself out of #Toryleadership race https://t.co/K6pbNn362q https://t.co/fhkLY57nmh— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 30, 2016
Brexit Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Mögulega tíðindi fyrir jól Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Sjá meira