Innlent

Andri Snær, Davíð, Guðni og Halla myndu öll kjósa Hillary

Atli ísleifsson skrifar
Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump.
Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump. Vísir/AFP
Forsetaframbjóðendurnir Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson, Guðni Th. Jóhannesson og Halla Tómasdóttir myndu öll kjósa Hillary Clinton í forsetakosningnum í nóvember, hefðu þau kosningarétt í Bandaríkjunum.

Þetta kom fram í kappræðum forsetaframbjóðenda á RÚV í kvöld.

Davíð sagðist myndu kjósa Hillary því hann þekki hana svolítið vel. „Ég lít hana á gamlan og góðan vin. Trump þekki ég ekki og mér líkar ekki sumt sem hann hefur fram að færa. Hann kann að vera ágætur þó að ég þekki það ekki.“

Guðni sagðist myndu kjósa Hillary, „eins og Davíð“.

Halla segist hafa verið soldið skotin í Bernie [Sanders] en myndi „að sjálfsögðu“ kjósa Hillary. „Ég gæti ekki hugsað mér að heimurinn fái Trump. Ég þekki hana líka aðeins og marga sem vinna með henni og trúi því og treysti að hún verði næsti forseti og það sendi góð skilaboð um heiminn.“

Andri var á sama máli. „Ég var að vonast eftir Bernie en myndi kjósa Hillary, alveg tvímælalaust.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×