Halla Tómasdóttir: Við getum ekki annað en fagnað Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. júní 2016 07:00 Halla Tómasdóttir „Við vorum búin að finna fyrir vaxandi meðbyr í einhvern tíma, en þetta var mun meira en ég átti von á. Ég er full auðmýktar og þakklætis. Það snertir mann djúpt þegar maður fer úr því að vera sífellt spurður um hvort maður ætli að hætta, í það að finna að ef þú hefðir aðeins meiri tíma gætirðu jafnvel klárað þetta,“ segir Halla Tómasdóttir, sem var næst á eftir Guðna Th. Jóhannessyni. Halla hlaut 28 prósent atkvæða. „Ég upplifði það áður en tölur birtust að þetta væri sigur fyrir mig og mitt fólk. Ferðin var svo skemmtileg og lærdómsrík. Ég óska Guðna og Elizu til hamingju með ný hlutverk og óska þeim velgengni.“ Fylgi Höllu varð mun meira en mældist í skoðanakönnunum, þó hún hafi tekið stökk í þeim könnunum sem birtust rétt fyrir helgi. Þó nokkrir hafa stigið fram og sagt Höllu óformlegan sigurvegara kosninganna, þótt hún hafi ekki staðið uppi sem forseti, m.a. í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. „Ég hef alltaf vitað að það býr í mér seigla og kraftur og ég get allt sem ég vil. En í þessari vegferð var maður að leggja sig meira í dóm þjóðarinnar en nokkru sinni. Maður á eiginlega erfitt með að koma orðum að þessu enn þá, en mín upplifun er sú að þegar fólk fékk tækifæri til að kynnast mér og mínum áherslum óx meðbyrinn. Auðvitað vildu stuðningsmenn og ég sjálf að við tækjum þetta alla leið, en ég held að allir upplifi þessa vegferð árangursríka. Við getum ekki annað en fagnað. Það hefur verið gestkvæmt hjá mér í dag og margir hvatt mig til að fara aftur fram eftir fjögur ár, en ég hef nú ekkert ákveðið í þeim efnum,“ segir Halla og hlær. En hvað tekur þá við? „Ég tek engar stórar ákvarðanir ennþá,“ útskýrir Halla, sem er á leið í frí með fjölskyldunni. „En ég tók þá ákvörðun þegar dóttir mín fæddist að láta ekki mitt eftir liggja til að hafa áhrif á heiminn sem hún og sonur minn taka svo við. Hvað sem ég hef gert síðan hefur tekið mið af því að mig langar að gera heiminn örlítið betri, ekki síst fyrir ungar stúlkur. Hvort sem var Auður í krafti kvenna, Auður Capital eða framboðið, þá gengur mér það eitt til að reyna að hvetja og virkja stráka og stelpur, horfa til framtíðar og byggja upp samfélag þar sem við getum horft til baka og séð að við höfum gert og sagt hluti sem skipta máli. Ég fór inn í þetta framboð til að gera gagn og láta gott af mér leiða og ég tel að okkar vegferð hafi gert hvort tveggja. Ég er þakklát öllum þeim sem ljáðu mér margvíslegan stuðning og það er ekki til sárt bein í mínum líkama. Bara gleði.“ Andri ásamt fjölskyldu sinni á kjördagVísir/EyþórPakkar jakkafötunum„Þetta var langt ferðalag. Við erum að lenda. Ég ætla ekki að setja á mig bindi fyrr en um jólin,“ segir Andri Snær Magnason hlæjandi. Hann hlaut um fjórtán prósent atkvæða og hafnaði í þriðja sæti. „Það var enginn ósigur. Það var magnað hvað var mikil hamingja fram eftir nóttu í Iðnó. Ég fór fram með háleitar og skýrar hugmyndir og það var gleðilegast að sjá að það náði inn í hóp ungra kjósenda. Á laugardaginn var bara þakklæti. Þakklæti fyrir að setja mál á dagskrá og hugur í fólki. Þetta var þess virði,“ útskýrir Andri. „Ég vil óska Guðna velfarnaðar í starfi og ég vissi alltaf að Halla ætti meira inni. Að sumu leyti líður mér þó eins og baráttan hafi aldrei farið fram. Sjónvarpið er sterkasti miðillinn og þar náðist aldrei að skapa alvöru umræður um framtíðina og hvað forsetinn vill eða getur gert. Kappræðurnar snerust að mestu um línulegar spurningakeppnir.“Elísabet Jökulsdóttir líður eins og regnbogavísir/stefánManni líður eins og regnboga„Fólk streymir að. Það er hylling hérna á Framnesveginum, heimili mínu, í dag og ég er að gefa fólkinu kaffi svo það geti hyllt mig. Ég er voða ánægð með þessa hyllingu, ég sé þetta í hillingum,“ segir Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Hún fékk 0,7% atkvæða en vakti athygli fyrir einstaka kosningabaráttu, sem var ólík hinna. „Manni líður alls konar, en dásamlega yfir það heila. Manni líður eins og regnboga. Það er bara frábært að fólk skuli geta kosið og fundið út úr öllum þessum nýju, níu frambjóðendum. Það er alveg stórkostlegt. Mér finnst þetta dásamleg úrslit. En svo þarf maður að melta þetta og kryfja betur. Margir töluðu um hvað framboðið mitt væri fallegt og kærleiksríkt, en ég fæ 0,7 prósent fylgi, sem mér finnst æðisgengið, en þetta er verkefni fyrir stærðfræðiprófessor.“ En hvað tekur við í lífi Elísabetar? „Ég ætla nú bara að fara með hundana út að labba, fá jarðsamband og tengja við himin og haf og þessa orðlausu tjáningu hundanna. Við munum fagna og svo ætla ég að fara inn í mig og leita þar nýrra ævintýra.“Davíð Oddsson kaus sjálfan sig í fyrsta sinn persónukjöri í gær þrátt fyrir að vera vel kunnur stjórnmálunum.Vísir/EyþórVel tekið hvarvetna„Mér finnst nú að sigurvegari megi mjög vel við una, þó hann hafi haft mun meira fylgi í skoðanakönnunum á tímabili, þá er það eiginlega aukaatriði og gleymist,“ segir Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi. Davíð hafnaði í fjórða sæti, með um fjórtán prósent, nokkru færri atkvæði en Andri Snær. „Miðað við allt held ég að Guðni hafi góðan stuðning og bakgrunn.“ Davíð segir það eina sem sitji eftir kosningar þegar frá líður vera sigurvegarann. „Það hefur sýnt sig að forsetaframbjóðendur hafa aldrei skaðast á því að vera í svona framboði og ég á ekki von á að það gerist núna. Ég held ekki að ég skaðist. Ég reyndar býst við því að ég hefði frekar séð eftir því ef ég hefði látið það vera að fara í þessa skorpu, að fá smá tilfinningu fyrir því sem maður var að gera fyrir tíu-fimmtán árum; að fara svona um og tala við fólk. Mér var hvarvetna vel tekið þó það hafi ekki breyst í atkvæði, þá var það ósköp notalegt fyrir mig.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júní 2016 Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Við vorum búin að finna fyrir vaxandi meðbyr í einhvern tíma, en þetta var mun meira en ég átti von á. Ég er full auðmýktar og þakklætis. Það snertir mann djúpt þegar maður fer úr því að vera sífellt spurður um hvort maður ætli að hætta, í það að finna að ef þú hefðir aðeins meiri tíma gætirðu jafnvel klárað þetta,“ segir Halla Tómasdóttir, sem var næst á eftir Guðna Th. Jóhannessyni. Halla hlaut 28 prósent atkvæða. „Ég upplifði það áður en tölur birtust að þetta væri sigur fyrir mig og mitt fólk. Ferðin var svo skemmtileg og lærdómsrík. Ég óska Guðna og Elizu til hamingju með ný hlutverk og óska þeim velgengni.“ Fylgi Höllu varð mun meira en mældist í skoðanakönnunum, þó hún hafi tekið stökk í þeim könnunum sem birtust rétt fyrir helgi. Þó nokkrir hafa stigið fram og sagt Höllu óformlegan sigurvegara kosninganna, þótt hún hafi ekki staðið uppi sem forseti, m.a. í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. „Ég hef alltaf vitað að það býr í mér seigla og kraftur og ég get allt sem ég vil. En í þessari vegferð var maður að leggja sig meira í dóm þjóðarinnar en nokkru sinni. Maður á eiginlega erfitt með að koma orðum að þessu enn þá, en mín upplifun er sú að þegar fólk fékk tækifæri til að kynnast mér og mínum áherslum óx meðbyrinn. Auðvitað vildu stuðningsmenn og ég sjálf að við tækjum þetta alla leið, en ég held að allir upplifi þessa vegferð árangursríka. Við getum ekki annað en fagnað. Það hefur verið gestkvæmt hjá mér í dag og margir hvatt mig til að fara aftur fram eftir fjögur ár, en ég hef nú ekkert ákveðið í þeim efnum,“ segir Halla og hlær. En hvað tekur þá við? „Ég tek engar stórar ákvarðanir ennþá,“ útskýrir Halla, sem er á leið í frí með fjölskyldunni. „En ég tók þá ákvörðun þegar dóttir mín fæddist að láta ekki mitt eftir liggja til að hafa áhrif á heiminn sem hún og sonur minn taka svo við. Hvað sem ég hef gert síðan hefur tekið mið af því að mig langar að gera heiminn örlítið betri, ekki síst fyrir ungar stúlkur. Hvort sem var Auður í krafti kvenna, Auður Capital eða framboðið, þá gengur mér það eitt til að reyna að hvetja og virkja stráka og stelpur, horfa til framtíðar og byggja upp samfélag þar sem við getum horft til baka og séð að við höfum gert og sagt hluti sem skipta máli. Ég fór inn í þetta framboð til að gera gagn og láta gott af mér leiða og ég tel að okkar vegferð hafi gert hvort tveggja. Ég er þakklát öllum þeim sem ljáðu mér margvíslegan stuðning og það er ekki til sárt bein í mínum líkama. Bara gleði.“ Andri ásamt fjölskyldu sinni á kjördagVísir/EyþórPakkar jakkafötunum„Þetta var langt ferðalag. Við erum að lenda. Ég ætla ekki að setja á mig bindi fyrr en um jólin,“ segir Andri Snær Magnason hlæjandi. Hann hlaut um fjórtán prósent atkvæða og hafnaði í þriðja sæti. „Það var enginn ósigur. Það var magnað hvað var mikil hamingja fram eftir nóttu í Iðnó. Ég fór fram með háleitar og skýrar hugmyndir og það var gleðilegast að sjá að það náði inn í hóp ungra kjósenda. Á laugardaginn var bara þakklæti. Þakklæti fyrir að setja mál á dagskrá og hugur í fólki. Þetta var þess virði,“ útskýrir Andri. „Ég vil óska Guðna velfarnaðar í starfi og ég vissi alltaf að Halla ætti meira inni. Að sumu leyti líður mér þó eins og baráttan hafi aldrei farið fram. Sjónvarpið er sterkasti miðillinn og þar náðist aldrei að skapa alvöru umræður um framtíðina og hvað forsetinn vill eða getur gert. Kappræðurnar snerust að mestu um línulegar spurningakeppnir.“Elísabet Jökulsdóttir líður eins og regnbogavísir/stefánManni líður eins og regnboga„Fólk streymir að. Það er hylling hérna á Framnesveginum, heimili mínu, í dag og ég er að gefa fólkinu kaffi svo það geti hyllt mig. Ég er voða ánægð með þessa hyllingu, ég sé þetta í hillingum,“ segir Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Hún fékk 0,7% atkvæða en vakti athygli fyrir einstaka kosningabaráttu, sem var ólík hinna. „Manni líður alls konar, en dásamlega yfir það heila. Manni líður eins og regnboga. Það er bara frábært að fólk skuli geta kosið og fundið út úr öllum þessum nýju, níu frambjóðendum. Það er alveg stórkostlegt. Mér finnst þetta dásamleg úrslit. En svo þarf maður að melta þetta og kryfja betur. Margir töluðu um hvað framboðið mitt væri fallegt og kærleiksríkt, en ég fæ 0,7 prósent fylgi, sem mér finnst æðisgengið, en þetta er verkefni fyrir stærðfræðiprófessor.“ En hvað tekur við í lífi Elísabetar? „Ég ætla nú bara að fara með hundana út að labba, fá jarðsamband og tengja við himin og haf og þessa orðlausu tjáningu hundanna. Við munum fagna og svo ætla ég að fara inn í mig og leita þar nýrra ævintýra.“Davíð Oddsson kaus sjálfan sig í fyrsta sinn persónukjöri í gær þrátt fyrir að vera vel kunnur stjórnmálunum.Vísir/EyþórVel tekið hvarvetna„Mér finnst nú að sigurvegari megi mjög vel við una, þó hann hafi haft mun meira fylgi í skoðanakönnunum á tímabili, þá er það eiginlega aukaatriði og gleymist,“ segir Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi. Davíð hafnaði í fjórða sæti, með um fjórtán prósent, nokkru færri atkvæði en Andri Snær. „Miðað við allt held ég að Guðni hafi góðan stuðning og bakgrunn.“ Davíð segir það eina sem sitji eftir kosningar þegar frá líður vera sigurvegarann. „Það hefur sýnt sig að forsetaframbjóðendur hafa aldrei skaðast á því að vera í svona framboði og ég á ekki von á að það gerist núna. Ég held ekki að ég skaðist. Ég reyndar býst við því að ég hefði frekar séð eftir því ef ég hefði látið það vera að fara í þessa skorpu, að fá smá tilfinningu fyrir því sem maður var að gera fyrir tíu-fimmtán árum; að fara svona um og tala við fólk. Mér var hvarvetna vel tekið þó það hafi ekki breyst í atkvæði, þá var það ósköp notalegt fyrir mig.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júní 2016
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira