Gæti orðið erfið nótt fyrir ensku landsliðsmennina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 09:30 Fá ensku leikmennirnir lítinn svefn fyrir fyrsta leik? Vísir/Getty og EPA Enska fótboltalandsliðið er á leiðinni til Marseille í dag þar sem liðið spilar sinn fyrsta leik á EM á móti Rússum á morgun. Enski hópurinn hefur haft það huggulegt að undanförnu í smábænum Chantilly sem er rétt norður af París. Liðið ferðast hinsvegar suður til Marseille þar sem leikurinn fer fram á morgun. Ensku leikmennirnir eru að fara úr rólegheitunum í Chantilly inn í mitt partý í Marseille-borg. Guardian hefur áhyggjur að því að það stefni í andvökunótt hjá enska landsliðinu fyrir Rússlandsleikinn. Hótel enska liðsins í Marseille er nefnilega rétt við stuðningsmannasvæðið í Marseille þar sem að búist er við því að allt að 80 þúsund manns skemmti sér og haldi uppi stuðinu langt fram efir aðfararnótt laugardagsins. Enska landsliðið lenti einnig í þessu á HM í Brasilíu 2014 en landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson var þá vakandi og lét færa liðið á annað hótel. Nú er ólíklegt að hægt verði að færa enska liðið á annað hótel með svona stuttum fyrirvara. Englendingar þurfa ekkert að kvarta yfir þessu fjögurra stjörnu hótel, Golden Tulip Villa Massalia, en það er staðsetningin sem gæti haft miklar afleiðingar fyrir leikmenn liðsins sem gætu mætt illa sofnir til leiksins á móti Rússum daginn eftir. Samkvæmt reglum UEFA eiga stuðningsmannasvæðin að loka á miðnætti en það eru undantekningar á föstudagskvöldum. Vinni Frakkar fyrsta leikinn sinn fyrr um kvöldið er hætt við því að glaðir Frakkar vilji halda upp á sigurinn eitthvað fram eftir kvöldi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Sjá meira
Enska fótboltalandsliðið er á leiðinni til Marseille í dag þar sem liðið spilar sinn fyrsta leik á EM á móti Rússum á morgun. Enski hópurinn hefur haft það huggulegt að undanförnu í smábænum Chantilly sem er rétt norður af París. Liðið ferðast hinsvegar suður til Marseille þar sem leikurinn fer fram á morgun. Ensku leikmennirnir eru að fara úr rólegheitunum í Chantilly inn í mitt partý í Marseille-borg. Guardian hefur áhyggjur að því að það stefni í andvökunótt hjá enska landsliðinu fyrir Rússlandsleikinn. Hótel enska liðsins í Marseille er nefnilega rétt við stuðningsmannasvæðið í Marseille þar sem að búist er við því að allt að 80 þúsund manns skemmti sér og haldi uppi stuðinu langt fram efir aðfararnótt laugardagsins. Enska landsliðið lenti einnig í þessu á HM í Brasilíu 2014 en landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson var þá vakandi og lét færa liðið á annað hótel. Nú er ólíklegt að hægt verði að færa enska liðið á annað hótel með svona stuttum fyrirvara. Englendingar þurfa ekkert að kvarta yfir þessu fjögurra stjörnu hótel, Golden Tulip Villa Massalia, en það er staðsetningin sem gæti haft miklar afleiðingar fyrir leikmenn liðsins sem gætu mætt illa sofnir til leiksins á móti Rússum daginn eftir. Samkvæmt reglum UEFA eiga stuðningsmannasvæðin að loka á miðnætti en það eru undantekningar á föstudagskvöldum. Vinni Frakkar fyrsta leikinn sinn fyrr um kvöldið er hætt við því að glaðir Frakkar vilji halda upp á sigurinn eitthvað fram eftir kvöldi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Sjá meira