Íslenska þjóðin hefði kannski ekkert þurft að hafa áhyggjur | Ronaldo sá versti í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2016 16:00 Aukaspyrna Cristiano Ronaldo komst ekki framhjá íslenska varnarveggnum Vísir/EPA Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. Hinn öflugi skotmaður Cristiano Ronaldo fékk aukaspyrnu á hættulegum stað. Ekki bara eina heldur tvær og þá seinni mun nærri markinu. Stuðningsmenn íslenska liðsins óttuðust það versta enda Ronaldo þekktur fyrir að skora flott mörk úr aukaspyrnum. Hann skoraði meðal annars eina á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Það var komið langt fram í uppbótartíma og þeir svartsýnustu sáu kannski Cristiano Ronaldo fyrir sér bjarga andlitinu og tryggja Portúgal sigurinn á síðustu stundu. Það fögnuðu margir gríðarlega þegar íslenski varnarveggurinn tók bæði skotin og leiktíminn rann út. Ronaldo gat ekki leynt svekkelsi sínu og fór í fýlu en íslenska þjóðin trylltist af fögnuði. Íslenska þjóðin hefði samt ekkert þurft að hafa áhyggjur ef hún hefði vitað af skelfilegri tölfræði Cristiano Ronaldo þegar kemur að því að skora úr aukaspyrnum. Að þessum meðtöldum hefur hann tekið 34 aukaspyrnur á stórmótum og aldrei náð að skora. Opta tók þessa tölfræði saman fyrir The Sun sem sló þessari döpru tölfræði Portúgalans upp í frétt hjá sér. Þrettán af þessum 34 aukaspyrnum hafa farið beint í varnarvegginn og aðrar þrettán hittu ekki markið. Hann hefur því aðeins átta sinnum hitt markið og markverðirnir hafa varið öll þau skot. Ronaldo er heldur ekkert mikið betri með liðum sínum því í treyjum Manchester United og Real Madrid hefur hann skorað úr 41 af 594 aukaspyrnum. Það er nú gott að skora 41 mark úr aukaspyrnu en sú tala lítur ekki alveg eins vel út þegar það kemur í ljós að hann hefur aðeins skorað úr 9,9 prósent skotanna. Hér fyrir neðan má sjá listann úr The Sun yfir þá sem hafa tekið flestar aukaspyrnur á stórmótum og hversu margar þeirra hafa endað í markinu.Flestar aukaspyrnur teknar á stórmótum: Cristiano Ronaldo - 34 - 0 mörk Gheorghe Hagi - 27 - 0 mörk Michel Platini - 25 - 2 mörk Ronald Koeman - 22 - 0 mörk Zinedine Zidane - 21 - 2 mörk Wesley Sneider - 18 - 0 mörk Fransesco Totti - 18 - 0 mörk Hristo Stoichkov - 17 - 2 mörk Fernando Hierro - 17 - 1 mark Sinisa Mihajlovic - 16 - 1 markVísir/EPAVísir/GettyVísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Íslenska þjóðin sat fyrir framan sjónvarptækin á lokamínútunum í leik Íslands og Portúgals og spennan var næstum því óberanleg. Hinn öflugi skotmaður Cristiano Ronaldo fékk aukaspyrnu á hættulegum stað. Ekki bara eina heldur tvær og þá seinni mun nærri markinu. Stuðningsmenn íslenska liðsins óttuðust það versta enda Ronaldo þekktur fyrir að skora flott mörk úr aukaspyrnum. Hann skoraði meðal annars eina á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Það var komið langt fram í uppbótartíma og þeir svartsýnustu sáu kannski Cristiano Ronaldo fyrir sér bjarga andlitinu og tryggja Portúgal sigurinn á síðustu stundu. Það fögnuðu margir gríðarlega þegar íslenski varnarveggurinn tók bæði skotin og leiktíminn rann út. Ronaldo gat ekki leynt svekkelsi sínu og fór í fýlu en íslenska þjóðin trylltist af fögnuði. Íslenska þjóðin hefði samt ekkert þurft að hafa áhyggjur ef hún hefði vitað af skelfilegri tölfræði Cristiano Ronaldo þegar kemur að því að skora úr aukaspyrnum. Að þessum meðtöldum hefur hann tekið 34 aukaspyrnur á stórmótum og aldrei náð að skora. Opta tók þessa tölfræði saman fyrir The Sun sem sló þessari döpru tölfræði Portúgalans upp í frétt hjá sér. Þrettán af þessum 34 aukaspyrnum hafa farið beint í varnarvegginn og aðrar þrettán hittu ekki markið. Hann hefur því aðeins átta sinnum hitt markið og markverðirnir hafa varið öll þau skot. Ronaldo er heldur ekkert mikið betri með liðum sínum því í treyjum Manchester United og Real Madrid hefur hann skorað úr 41 af 594 aukaspyrnum. Það er nú gott að skora 41 mark úr aukaspyrnu en sú tala lítur ekki alveg eins vel út þegar það kemur í ljós að hann hefur aðeins skorað úr 9,9 prósent skotanna. Hér fyrir neðan má sjá listann úr The Sun yfir þá sem hafa tekið flestar aukaspyrnur á stórmótum og hversu margar þeirra hafa endað í markinu.Flestar aukaspyrnur teknar á stórmótum: Cristiano Ronaldo - 34 - 0 mörk Gheorghe Hagi - 27 - 0 mörk Michel Platini - 25 - 2 mörk Ronald Koeman - 22 - 0 mörk Zinedine Zidane - 21 - 2 mörk Wesley Sneider - 18 - 0 mörk Fransesco Totti - 18 - 0 mörk Hristo Stoichkov - 17 - 2 mörk Fernando Hierro - 17 - 1 mark Sinisa Mihajlovic - 16 - 1 markVísir/EPAVísir/GettyVísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira