Geir: Landsliðið ekki á leið upp brekkuna núna Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júní 2016 19:30 Geir Sveinsson hélt sinn fyrsta blaðamannafund á Íslandi í dag. vísir/hanna Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson eru stærstu nöfnin sem vantar í 22 manna leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem mætir Portúgal heima og að heiman um miðjan mánuðinn en undir er farseðill á HM í Frakklandi á næsta ári. „Það er ekkert launungarmál að þessir leikir skipta okkur gríðarlega miklu máli. Við viljum komast til Frakklands og til þess að komast þangað þurfum við að vinna Portúgal í þessum tveimur leikjum,“ segir Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við íþróttadeild 365.Sjá einnig:Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Geir tók við liðinu eftir Evrópumótið í Póllandi þar sem íslenska liðið stóð sig ekki vel annað stórmótið í röð. Mikil vinna er framundan hjá Geir en hvernig hefur hann notað tímann síðan hann tók við?Geir tók synina með í sólarbíltúr út á Granda þar sem blaðamananfundurinn var haldinn.vísir/hannaMeiri stöðugleika „Ég hef verið að skoða landsliðið sjálft og hvað það hefur verið að gera eins og leikina í Póllandi. Svo hef ég verið að skoða Portúgal og einnig jarðveginn hérna heima. Ég fylgdist með úrslitakeppninni og var að skoða þann efnivið og þá framtíð sem er hér til staðar.“ Eftir að ná fimmta sæti á EM í Danmörku 2014 hafa síðustu tvö stórmót verið mikil vonbrigði. Kröfurnar á liðið eru miklar og Geir fagnar því en það er stórt verkefni að koma íslenska liðinu aftur í fremstu röð. „Miðað við síðasta mót er augljóst að við erum ekki á leið upp brekkuna. Það er bara þannig. Sú er staðan. Það er af hinu góða að kröfurnar eru miklar. Við þurfum á því að halda og það heldur okkur á tánum. Ef við viljum vera í fremstu röð þurfum við allir að leggjast á eitt með það,“ segir Geir. „Ef við lítum á síðasta mót sem var EM í Póllandi þar sáum við virkilega góðan leik gegn Noregi sem er með gott lið. Eftir það komu tveir leikir sem voru ekki eins góðir og það er svona helst það sem hefur vantað. Það þarf að halda meiri stöðugleika. Við þurfum að einblína á það.“ Ítarlegt viðtal við Geir má sjá í spilaranum hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Alexander Petersson gefur ekki kost á sér í umspilsleikina gegn Portúgal. Geir Sveinsson segist skilja ákvörðunina en er ekki sammála henni. 3. júní 2016 13:30 Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson eru stærstu nöfnin sem vantar í 22 manna leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem mætir Portúgal heima og að heiman um miðjan mánuðinn en undir er farseðill á HM í Frakklandi á næsta ári. „Það er ekkert launungarmál að þessir leikir skipta okkur gríðarlega miklu máli. Við viljum komast til Frakklands og til þess að komast þangað þurfum við að vinna Portúgal í þessum tveimur leikjum,“ segir Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við íþróttadeild 365.Sjá einnig:Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Geir tók við liðinu eftir Evrópumótið í Póllandi þar sem íslenska liðið stóð sig ekki vel annað stórmótið í röð. Mikil vinna er framundan hjá Geir en hvernig hefur hann notað tímann síðan hann tók við?Geir tók synina með í sólarbíltúr út á Granda þar sem blaðamananfundurinn var haldinn.vísir/hannaMeiri stöðugleika „Ég hef verið að skoða landsliðið sjálft og hvað það hefur verið að gera eins og leikina í Póllandi. Svo hef ég verið að skoða Portúgal og einnig jarðveginn hérna heima. Ég fylgdist með úrslitakeppninni og var að skoða þann efnivið og þá framtíð sem er hér til staðar.“ Eftir að ná fimmta sæti á EM í Danmörku 2014 hafa síðustu tvö stórmót verið mikil vonbrigði. Kröfurnar á liðið eru miklar og Geir fagnar því en það er stórt verkefni að koma íslenska liðinu aftur í fremstu röð. „Miðað við síðasta mót er augljóst að við erum ekki á leið upp brekkuna. Það er bara þannig. Sú er staðan. Það er af hinu góða að kröfurnar eru miklar. Við þurfum á því að halda og það heldur okkur á tánum. Ef við viljum vera í fremstu röð þurfum við allir að leggjast á eitt með það,“ segir Geir. „Ef við lítum á síðasta mót sem var EM í Póllandi þar sáum við virkilega góðan leik gegn Noregi sem er með gott lið. Eftir það komu tveir leikir sem voru ekki eins góðir og það er svona helst það sem hefur vantað. Það þarf að halda meiri stöðugleika. Við þurfum að einblína á það.“ Ítarlegt viðtal við Geir má sjá í spilaranum hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Alexander Petersson gefur ekki kost á sér í umspilsleikina gegn Portúgal. Geir Sveinsson segist skilja ákvörðunina en er ekki sammála henni. 3. júní 2016 13:30 Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Alexander gæti verið búinn að spila sinn síðasta landsleik Alexander Petersson gefur ekki kost á sér í umspilsleikina gegn Portúgal. Geir Sveinsson segist skilja ákvörðunina en er ekki sammála henni. 3. júní 2016 13:30
Hópurinn fyrir leikina gegn Portúgal | Snorri og Alexander ekki með Geir Sveinsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Portúgal í tveimur umspilsleikjum um laust sæti á HM í Frakklandi 2017. 3. júní 2016 12:47
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti