Fótbolti

Birkir: Margt sem var ekki til staðar gegn Noregi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir Bjarnason, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í fótbolta, segir góða stemmningu í íslenska hópnum þrátt fyrir tap fyrir Noregi í vináttulandsleik á miðvikudaginn.

„Þótt við séum alls ekki nógu ánægðir með síðasta leik er stemmningin í hópnum frábær,“ sagði Birkir sem lék seinni hálfleikinn gegn Noregi.

Frammistaða íslenska liðsins í Osló var langt frá því að vera góð en hvað var það sem fór úrskeiðis í leiknum?

„Við erum ekki búnir að fara almennilega yfir það en það var margt sem var ekki til staðar í leiknum. Það er mikilvægt fyrir okkur að breyta því í næsta leik,“ sagði Birkir en Ísland mætir Liectenstein í síðasta vináttulandsleiknum fyrir EM á mánudaginn.

„Það er erfitt að segja hvað var nákvæmlega að, en það var augljóst að eitthvað vantaði og við getum ekki farið inn í neina leiki svona.“

Birkir átti góðu gengi að fagna með Basel á síðasta tímabili. Miðjumaðurinn öflugi skoraði 10 mörk í 29 deildarleikjum og hjálpaði Basel að vinna svissneska meistaratitilinn sjöunda árið í röð. Birkir er að vonum ánægður með lífið í Sviss.

„Mér líður mjög vel og persónulega var þetta frábært tímabil, þannig að ég er í góðu standi.

„Ég er mjög ánægður þarna. Þetta er frábært lið og frábær bær,“ sagði Birkir sem tekur, að því gefnu að hann verði áfram hjá Basel, þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili.


Tengdar fréttir

Goðsagnir spá í spilin: Engin heppni að Ísland er á EM

Fréttablaðið settist niður með þremur goðsögnum í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og ræddi um landsliðið sem hefur leik á EM 14. júní, gömlu tímana og uppbygginu í íslenska boltanum.

Eitt met í höfn og annað í sjónmáli

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, leiddi íslenska landsliðið inn á völlinn í 32. sinn á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í vikunni og setti með því nýtt met hjá A-landsliði karla. Hann hefur spilað fleiri la




Fleiri fréttir

Sjá meira


×