Formúla 1

Wolff: Mercedes má ekkert misstíga sig í heimsmeistarakeppninni

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes.
Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Vísir/Getty
Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsis í Formúlu 1 segir að liðið megi ekkert misstíga sig í baráttunni um sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð.

Max Verstappen vann spænska kappaksturinn á Red Bull bílnum eftir að Mercedes ökumennirnir lentu saman og þurftu að hætta keppni.

Lukkan ein færði Mercedes sigur gegn Red Bull í Mónkó. Red Bull klúðraði þjónustuhléi sem kostaði Daniel Ricciardo allt að því örugglega unna keppni.

Mercedes bíllinn er að öllum likindum sá bestin á heildina litið. Wolff hefur þó auknar áhyggjur af keppinautunum og þá sérstaklega Red Bull.

„Mónakókeppnin bauð upp á blendnar tilfinningar. Lewis [Hamilton] gerði það sem von var á [hann vann]. Það þurfti mjög kjarkmikla keppnisáætlun til að láta það takast og stóra sneið af heppni í kringum þjónustuhlé Daniel [Ricciardo] til að okkur tækist að vinna,“ sagði Wolff.

„Ég hef sagt þetta oft áður en við megum ekkert misstíga okkur í þessari heimsmeistarakeppni. Það er stöðug barátta að halda hverslags forskoti sem við höfum við. Pressan eykst bara og eykst,“ hélt Wolff áfram.

„Þetta óútreiknanlega tímabil hefur verið afar gott fyrir Formúlu 1 sem íþrótt og sýnir að hún er lifandi og líður vel. Fyrir okkur sem lið hins vegar er greinilega margt að laga. Við getum enn bætt áreiðanleika okkar en áherslan á meira afl er að verða stöðugt mikilvægari líka,“ sagði Wolff að lokum.


Tengdar fréttir

Hamilton og Rosberg hreinsa loftið

Lewis Hamilton segir að loftið sé hreint eftir samræður við liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. Ætla má að mikil spenna hafi skapast á milli ökumannanna eftir árekstur þeirra í spænska kappakstrinum.

Hamilton fagnaði með Justin Bieber | Sjáðu þáttinn

Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fara yfir allt það helsta úr viðburðaríkri keppni í Mónakó. Lewis Hamilton kom fyrstur í mark eftir kostnaðarsamt klúður Red Bull liðsins.

Marko: Þetta voru mannleg mistök

Lewis Hamilton ók vel í dag. Hann ræsti þriðji og endaði á að vinna keppnina. Mannleg mistök hjá Red Bull kostuðu Daniel Ricciardo keppnina. Hver sagði hvað eftir keppnina?

Bílskúrinn: Mögnuð keppni í Mónakó

Lewis Hamilton vann sína fyrstu keppni á tímabilinu í Mónakó, síðasta sunnudag. Red Bull liðið klúðraði keppninni fyrir sínum manni Daniel Ricciardo sem hefði geta komið fyrstur í mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×