Stephen Curry verður ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2016 07:30 Stephen Curry, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors og verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö ár, tilkynnti það í gær að hann ætli að taka því rólega í sumar. Stephen Curry mun því ekki gefa kost á sér í Ólympíulið Bandaríkjanna en framundan er keppni á leikunum í Ríó de Janeiro í Brasilíu sem fara fram í ágústmánuði. Stephen Curry hefur aldrei spilað með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikum en varð í heimsmeistaraliðinu bæði 2010 í Tyrklandi og 2014 á Spáni. „Eftir langa íhugun og viðræður við mína fjölskyldu, forráðamenn Warriors og mína menn þá ákvað ég að taka nafn mitt af listanum yfir þá sem gefa kost á sér í bandaríska landsliðið á Ólympíuleikunum í Brasilíu," sagði Stephen Curry í yfirlýsingu. Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru komnir í 2-0 í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers og vantar því aðeins tvo sigra í viðbót til að vinna NBA-titilinn annað árið í röð. Stephen Curry segir þar að ökkla- og hnémeiðslin sem hann varð fyrir í byrjun úrslitakeppninnar eigi sinni þátt í því að hann telji nauðsynlegt fyrir sig og byggja upp skrokkinn í sumar og gera sig kláran í 2016-17 tímabilið með Golden State Warriors. Curry missti af fjórum leikjum í úrslitakeppninni vegna meiðsla og tók síðan nokkra leiki að komast aftur í gang en þessi 28 ára bakvörður er búinn að eiga sögulegt ár, bæði hvað varðar sína frammistöðu sem og frammistöðu alls liðsins sem hefur unnið fleiri leiki en nokkuð annað NBA-lið. Stephen Curry, Anthony Davis (meiddur), Blake Griffin (hvíld) og Chris Paul (hvíld) gefa ekki kost á sér en eftirtaldir 26 leikmenn eru enn á listanum: Carmelo Anthony, Harrison Barnes, Bradley Beal, Jimmy Butler, Mike Conley, DeMarcus Cousins, DeMar DeRozan, Andre Drummond, Kevin Durant, Kenneth Faried, Rudy Gay, Paul George, Draymond Green, James Harden, Gordon Hayward, Dwight Howard, Andre Iguodala, Kyrie Irving, LeBron James, DeAndre Jordan, Kawhi Leonard, Damian Lillard, Kevin Love, Klay Thompson, John Wall og Russell Westbrook. Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska landsliðsins, mun velja tólf manna hóp í lok júní en liðið mun síðan hefja æfinga í Las Vegas 17. júlí. Hann hefur enn úr nóg af frábærum leikmönnum að velja en svo gæti vissulega farið að fleiri hætti við þátttöku. NBA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Stephen Curry, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors og verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö ár, tilkynnti það í gær að hann ætli að taka því rólega í sumar. Stephen Curry mun því ekki gefa kost á sér í Ólympíulið Bandaríkjanna en framundan er keppni á leikunum í Ríó de Janeiro í Brasilíu sem fara fram í ágústmánuði. Stephen Curry hefur aldrei spilað með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikum en varð í heimsmeistaraliðinu bæði 2010 í Tyrklandi og 2014 á Spáni. „Eftir langa íhugun og viðræður við mína fjölskyldu, forráðamenn Warriors og mína menn þá ákvað ég að taka nafn mitt af listanum yfir þá sem gefa kost á sér í bandaríska landsliðið á Ólympíuleikunum í Brasilíu," sagði Stephen Curry í yfirlýsingu. Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru komnir í 2-0 í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers og vantar því aðeins tvo sigra í viðbót til að vinna NBA-titilinn annað árið í röð. Stephen Curry segir þar að ökkla- og hnémeiðslin sem hann varð fyrir í byrjun úrslitakeppninnar eigi sinni þátt í því að hann telji nauðsynlegt fyrir sig og byggja upp skrokkinn í sumar og gera sig kláran í 2016-17 tímabilið með Golden State Warriors. Curry missti af fjórum leikjum í úrslitakeppninni vegna meiðsla og tók síðan nokkra leiki að komast aftur í gang en þessi 28 ára bakvörður er búinn að eiga sögulegt ár, bæði hvað varðar sína frammistöðu sem og frammistöðu alls liðsins sem hefur unnið fleiri leiki en nokkuð annað NBA-lið. Stephen Curry, Anthony Davis (meiddur), Blake Griffin (hvíld) og Chris Paul (hvíld) gefa ekki kost á sér en eftirtaldir 26 leikmenn eru enn á listanum: Carmelo Anthony, Harrison Barnes, Bradley Beal, Jimmy Butler, Mike Conley, DeMarcus Cousins, DeMar DeRozan, Andre Drummond, Kevin Durant, Kenneth Faried, Rudy Gay, Paul George, Draymond Green, James Harden, Gordon Hayward, Dwight Howard, Andre Iguodala, Kyrie Irving, LeBron James, DeAndre Jordan, Kawhi Leonard, Damian Lillard, Kevin Love, Klay Thompson, John Wall og Russell Westbrook. Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska landsliðsins, mun velja tólf manna hóp í lok júní en liðið mun síðan hefja æfinga í Las Vegas 17. júlí. Hann hefur enn úr nóg af frábærum leikmönnum að velja en svo gæti vissulega farið að fleiri hætti við þátttöku.
NBA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira