Erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. júní 2016 18:30 Íslenskt par hefur verið dæmt í rúmlega fimm ára fangelsi í Brasilíu fyrir að reyna að smygla fíkniefnum úr landinu. Móðir stúlkunnar segir málið hafa reynst fjölskyldu hennar erfitt. Parið var handtekið á gistihúsi í Fortaleza í Brasilíu á milli jóla og nýárs. Brasilískir fjölmiðlar greindu frá handtöku parsins um áramótin. Þau voru handtekin eftir ábendingu og fundust fjögur kíló af kókaíni í fórum þeirra. Talið er að parið hafi ætlað að smygla fíkniefnunum til Evrópu. Maðurinn, sem heitir Hlynur Kristinn Rúnarsson og er tuttugu og sjö ára, og konan sem heitir Birgitta Gyða Bjarnadóttir og er tvítug, voru í gær dæmd af brasilískum dómstóli í ríflega fimm ára fangelsi. Esther Ósk Estherardóttir móðir Birgittu sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið allt hefði reynt á fjölskylduna. Það sé erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi sérstaklega þar sem aðstæður séu mjög slæmar. Hún segir þó létti að dóttir sín hafi ekki hlotið lengri dóm en hún hafi búið sig undir að svo gæti farið. Hún segir marga hafa staðið við bakið á Birgittu og stutt hana. Umræðan um málið hafi þó tekið á fjölskylduna. Birgitta hefur nú setið í hálft ár í fangelsi í Brasilíu sem dregst væntanlega frá dómnum. Esther segir að mögulega geti hún losnað úr fangelsi eftir tvö eða tvö og hálft ár. Hún þyrfti þó að vera lengur í Brasilíu eða á meðan á reynslulausn stæði. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Íslenskt par hefur verið dæmt í rúmlega fimm ára fangelsi í Brasilíu fyrir að reyna að smygla fíkniefnum úr landinu. Móðir stúlkunnar segir málið hafa reynst fjölskyldu hennar erfitt. Parið var handtekið á gistihúsi í Fortaleza í Brasilíu á milli jóla og nýárs. Brasilískir fjölmiðlar greindu frá handtöku parsins um áramótin. Þau voru handtekin eftir ábendingu og fundust fjögur kíló af kókaíni í fórum þeirra. Talið er að parið hafi ætlað að smygla fíkniefnunum til Evrópu. Maðurinn, sem heitir Hlynur Kristinn Rúnarsson og er tuttugu og sjö ára, og konan sem heitir Birgitta Gyða Bjarnadóttir og er tvítug, voru í gær dæmd af brasilískum dómstóli í ríflega fimm ára fangelsi. Esther Ósk Estherardóttir móðir Birgittu sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið allt hefði reynt á fjölskylduna. Það sé erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi sérstaklega þar sem aðstæður séu mjög slæmar. Hún segir þó létti að dóttir sín hafi ekki hlotið lengri dóm en hún hafi búið sig undir að svo gæti farið. Hún segir marga hafa staðið við bakið á Birgittu og stutt hana. Umræðan um málið hafi þó tekið á fjölskylduna. Birgitta hefur nú setið í hálft ár í fangelsi í Brasilíu sem dregst væntanlega frá dómnum. Esther segir að mögulega geti hún losnað úr fangelsi eftir tvö eða tvö og hálft ár. Hún þyrfti þó að vera lengur í Brasilíu eða á meðan á reynslulausn stæði.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira