Fleiri leikmenn á EM spila í Liechtenstein en í Pepsi-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 10:00 Kári Árnason spilaði nokkur tímabil í úrvalsdeildinni á Íslandi en Kolbeinn Sigþórsson hefur aldrei spilað þar. Hér sjást þeir koma út úr flugvélinni í Frakklandi í gær. Vísir/EPA Pepsi-deild karla á engan leikmann á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi þrátt fyrir að þar verði 23 íslenskir leikmenn að spila undir merkjum íslenska landsliðsins í fótbolta. Allir 23 leikmenn íslenska hópsins spila nefnilega með liðum utan Íslands og er Ísland aðeins eitt af þremur landsliðum í Evrópukeppninni sem er ekki með leikmann innanborðs sem spilar í heimalandinu. Flestir íslensku leikmannanna spila á Norðurlöndunum eða 12 af 23 mönnum þar af eru sjö hjá sænskum liðum. Leikmenn íslenska liðsins dreifast samt vel um Evrópu enda spila þeir alls í ellefu löndum. Hinar tvær þjóðirnar auk Íslands sem ekki eru með leikmenn frá liði í heimalandinu eru Írland og Norður-Írland. Allir Írarnir nema einn spila í ensku deildunum en sá eini sem sker sig úr er Robbie Keane sem spilar með LA Galaxy í Bandaríkjunum. Það er aðeins meiri fjölbreytni hjá Norður-Írunum þó að 18 af 23 mönnum spili í Englandi. Fjórir leikmenn liðsins spila í Skotlandi og einn í Ástralíu. Ensk lið eiga langflesta leikmenn eða alls 134 en 65 spila með þýskum liðum. Í þriðja sætinu eru síðan ítölsk lið sem eiga 56 leikmenn. Meðal landa sem eiga fleiri leikmenn en íslenska Pepsi-deildin eru Aserbaídsjan, Kanada, Kína, Kasakstan, Sádí-Arabía og Liechtenstein. Eini leikmaður sem spilar með liði frá Liechtenstein er Albaninn Armando Sadiku sem spilar með Vaduz.Hér fyrir neðan má sjá í hvaða löndum leikmennirnir á EM spila. 134 - England (1 íslenskur) 65 - Þýskaland (2 íslenskir) 56 - Ítalía (2 íslenskir) 36 - Tyrkland 35 - Spánn 32 - Rússland (1 íslenskur) 22 - Frakkland (1 íslenskur) 21 - Úkraína 15 - Pólland 15 - Sviss (1 íslenskur) 13 - Tékkland 13 - Ungverjaland 10 - Króatía 10 - Portúgal 10 - Svíþjóð (7 íslenskir) 9 - Rúmenía 6 - Danmörk (2 íslenskir) 6 - Skotland 5 - Belgía (1 íslenskur) 5 - Grikkland 5 - Wales (2 íslenskir) 4 - Slóvakía 3 - Búlgaría 3 - Noregur (allir íslenskir) 3 - Katar 2 - Albanía 2 - Austurríki 2 - Holland 2 - Bandaríkin 1 - Ástralía 1 - Aserbaídsjan 1 - Kanada 1 - Kína 1 - Ísrael 1 - Kasakstan 1 - Liechtenstein 1 - Mexíkó 1 - Sádí-Arabía ---- 0 - Ísland 0 - Norður-Írland 0 - Írland EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
Pepsi-deild karla á engan leikmann á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi þrátt fyrir að þar verði 23 íslenskir leikmenn að spila undir merkjum íslenska landsliðsins í fótbolta. Allir 23 leikmenn íslenska hópsins spila nefnilega með liðum utan Íslands og er Ísland aðeins eitt af þremur landsliðum í Evrópukeppninni sem er ekki með leikmann innanborðs sem spilar í heimalandinu. Flestir íslensku leikmannanna spila á Norðurlöndunum eða 12 af 23 mönnum þar af eru sjö hjá sænskum liðum. Leikmenn íslenska liðsins dreifast samt vel um Evrópu enda spila þeir alls í ellefu löndum. Hinar tvær þjóðirnar auk Íslands sem ekki eru með leikmenn frá liði í heimalandinu eru Írland og Norður-Írland. Allir Írarnir nema einn spila í ensku deildunum en sá eini sem sker sig úr er Robbie Keane sem spilar með LA Galaxy í Bandaríkjunum. Það er aðeins meiri fjölbreytni hjá Norður-Írunum þó að 18 af 23 mönnum spili í Englandi. Fjórir leikmenn liðsins spila í Skotlandi og einn í Ástralíu. Ensk lið eiga langflesta leikmenn eða alls 134 en 65 spila með þýskum liðum. Í þriðja sætinu eru síðan ítölsk lið sem eiga 56 leikmenn. Meðal landa sem eiga fleiri leikmenn en íslenska Pepsi-deildin eru Aserbaídsjan, Kanada, Kína, Kasakstan, Sádí-Arabía og Liechtenstein. Eini leikmaður sem spilar með liði frá Liechtenstein er Albaninn Armando Sadiku sem spilar með Vaduz.Hér fyrir neðan má sjá í hvaða löndum leikmennirnir á EM spila. 134 - England (1 íslenskur) 65 - Þýskaland (2 íslenskir) 56 - Ítalía (2 íslenskir) 36 - Tyrkland 35 - Spánn 32 - Rússland (1 íslenskur) 22 - Frakkland (1 íslenskur) 21 - Úkraína 15 - Pólland 15 - Sviss (1 íslenskur) 13 - Tékkland 13 - Ungverjaland 10 - Króatía 10 - Portúgal 10 - Svíþjóð (7 íslenskir) 9 - Rúmenía 6 - Danmörk (2 íslenskir) 6 - Skotland 5 - Belgía (1 íslenskur) 5 - Grikkland 5 - Wales (2 íslenskir) 4 - Slóvakía 3 - Búlgaría 3 - Noregur (allir íslenskir) 3 - Katar 2 - Albanía 2 - Austurríki 2 - Holland 2 - Bandaríkin 1 - Ástralía 1 - Aserbaídsjan 1 - Kanada 1 - Kína 1 - Ísrael 1 - Kasakstan 1 - Liechtenstein 1 - Mexíkó 1 - Sádí-Arabía ---- 0 - Ísland 0 - Norður-Írland 0 - Írland
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira