Gylfi: Algjör skandall fyrir Portúgal ef þeir tapa stigum á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 12:00 „Það væri fínt að vinna einhverja leiki," segir Gylfi Þór Sigurðsson aðspurður um hvað hann vilji sjá íslenska landsliðið gera á Evrópumótinu í Frakklandi. EM hefst á morgun en fyrsti leikur Íslands er á þriðjudaginn kemur. „Auðvitað er þetta erfiður riðill og við byrjum á mjög erfiðum leik á móti Portúgal. Það er þannig séð engin pressa á okkur í fyrsta leik sem gæti nýst okkur. Það yrði algjör skandall ef Portúgal myndi tapa einhverjum stigum í þeim leik," segir Gylfi í viðtali sem Knattspyrnusamband Íslands setti inn á Youtube-rásina sína. „Við þurfum að verjast mjög vel á móti Portúgal og gera sömu hluti og við gerðum í undankeppninni," segir Gylfi en hvað með alla þessa umræðu um hversu fámenn þjóð við erum? „Það eru jafnmargir inn á vellinum þegar við spilum á þriðjudaginn en við þurfum að spila mjög vel, berjast fyrir hvern annan og vonast til að ná í stig," segir Gylfi. Hvernig portúgölsku liði er Ísland að fara að mæta í fyrsta leiknum á Evrópumótinu í Frakklandi? „Við erum að fara að mæta frábæru sóknarliði eins og sást í leiknum í gær á móti Eistlandi. Þeir eru með frábæra einstaklinga sem geta skorað mörk upp úr engu. Það er skemmtilegt að horfa á þá því þeir eru tæknilega mjög góðir og spila boltanum vel á milli sín," segir Gylfi en bætir við: „Þeir eru nokkuð þéttir varnarlega síðan að þeir skiptu um þjálfara. Þetta verður því erfiður leikur en við höfum sýnt það á móti góðu liðunum að við erum meira en nógu góðir til að spila á móti þeim," segir Gylfi. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Gylfa í myndbandinu hér fyrir neðan.9juni Gylfi Thor Sigurdsson EM 2016: https://t.co/dXg1QPVBDj frá @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 9, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Það væri fínt að vinna einhverja leiki," segir Gylfi Þór Sigurðsson aðspurður um hvað hann vilji sjá íslenska landsliðið gera á Evrópumótinu í Frakklandi. EM hefst á morgun en fyrsti leikur Íslands er á þriðjudaginn kemur. „Auðvitað er þetta erfiður riðill og við byrjum á mjög erfiðum leik á móti Portúgal. Það er þannig séð engin pressa á okkur í fyrsta leik sem gæti nýst okkur. Það yrði algjör skandall ef Portúgal myndi tapa einhverjum stigum í þeim leik," segir Gylfi í viðtali sem Knattspyrnusamband Íslands setti inn á Youtube-rásina sína. „Við þurfum að verjast mjög vel á móti Portúgal og gera sömu hluti og við gerðum í undankeppninni," segir Gylfi en hvað með alla þessa umræðu um hversu fámenn þjóð við erum? „Það eru jafnmargir inn á vellinum þegar við spilum á þriðjudaginn en við þurfum að spila mjög vel, berjast fyrir hvern annan og vonast til að ná í stig," segir Gylfi. Hvernig portúgölsku liði er Ísland að fara að mæta í fyrsta leiknum á Evrópumótinu í Frakklandi? „Við erum að fara að mæta frábæru sóknarliði eins og sást í leiknum í gær á móti Eistlandi. Þeir eru með frábæra einstaklinga sem geta skorað mörk upp úr engu. Það er skemmtilegt að horfa á þá því þeir eru tæknilega mjög góðir og spila boltanum vel á milli sín," segir Gylfi en bætir við: „Þeir eru nokkuð þéttir varnarlega síðan að þeir skiptu um þjálfara. Þetta verður því erfiður leikur en við höfum sýnt það á móti góðu liðunum að við erum meira en nógu góðir til að spila á móti þeim," segir Gylfi. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Gylfa í myndbandinu hér fyrir neðan.9juni Gylfi Thor Sigurdsson EM 2016: https://t.co/dXg1QPVBDj frá @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 9, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira