Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Valur Páll Eiríksson skrifar 12. nóvember 2024 08:01 Íslandsmeistaraparið Damir Muminovic og Katrín Ásbjörnsdóttir. Vísir/Stefán Mikil gleði var í Kópavogi í sumar þar sem bæði karla- og kvennalið Breiðabliks urðu Íslandsmeistarar. Gleðin var ekki síst á heimili parsins Damirs Muminovic og Katrínar Ásbjörnsdóttur sem unnu hvor sinn titilinn. Mótið kvennamegin kláraðist fyrr og þar var hreinn úrslitaleikur um titilinn milli Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en seint í honum fór Katrín sárþjáð af velli vegna hnémeiðsla. Það hafði sín áhrif á fögnuðinn eftir leik. „Það var svolítið dramatískt allt saman. Þetta var eiginlega svakalegt. Það voru mjög skrýtnar tilfinningar í gangi í lok leiksins. Að fagna með þeim og fara svo upp á spítala og allt þetta. Ég fagnaði þó ég hafi lent í þessu, bara alveg sama,“ segir Katrín. Í lok október var svo komið að öðrum hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn karlamegin. Blikar heimsóttu Víkina en spennan hafði sín áhrif á heimilishaldið. „Ég skal viðurkenna það að ég var ótrúlega neikvæður vikuna fyrir þennan leik,“ segir Damir. „Neikvæður? Bara ótrúlega leiðinlegur,“ skýtur Katrín inn. „En ég var samt mjög rólegur. Þetta var skrýtin vika,“ bætir Damir við. Meira vesen á Damir fyrir leik „Hann var of rólegur og ólíkur sjálfum sér,“ segir Katrín. „Ef maður sagði eitthvað varð hann pirraður og mjög stuttur þráður,“ segir hún enn fremur er Damir skellir upp úr. „Ég hugsaði að annað hvort er hann að deyja úr stressi eða bara fara að labba hérna út og hætta við hjónabandið. Þetta var bara þannig dæmi,“ segir Katrín. Aðspurður um hvernig Katrín hafi verið í aðdraganda úrslitaleiksins við Val segir Damir: „Nei, það var ekkert vesen á henni. Það var alls ekkert svona vesen, hún var allt öðruvísi en ég,“ við hlátur þeirra beggja. Viðtalið við þau Damir og Katrínu í heild má sjá í spilaranum að neðan. Þau ræða meðal annars nýja þjálfara sem tóku við Blikaliðunum í fyrrahaust, ganginn á tímabilinu sem og framhaldið. Klippa: Íslandsmeistararnir Damir og Katrín Breiðablik Besta deild karla Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Mótið kvennamegin kláraðist fyrr og þar var hreinn úrslitaleikur um titilinn milli Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en seint í honum fór Katrín sárþjáð af velli vegna hnémeiðsla. Það hafði sín áhrif á fögnuðinn eftir leik. „Það var svolítið dramatískt allt saman. Þetta var eiginlega svakalegt. Það voru mjög skrýtnar tilfinningar í gangi í lok leiksins. Að fagna með þeim og fara svo upp á spítala og allt þetta. Ég fagnaði þó ég hafi lent í þessu, bara alveg sama,“ segir Katrín. Í lok október var svo komið að öðrum hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn karlamegin. Blikar heimsóttu Víkina en spennan hafði sín áhrif á heimilishaldið. „Ég skal viðurkenna það að ég var ótrúlega neikvæður vikuna fyrir þennan leik,“ segir Damir. „Neikvæður? Bara ótrúlega leiðinlegur,“ skýtur Katrín inn. „En ég var samt mjög rólegur. Þetta var skrýtin vika,“ bætir Damir við. Meira vesen á Damir fyrir leik „Hann var of rólegur og ólíkur sjálfum sér,“ segir Katrín. „Ef maður sagði eitthvað varð hann pirraður og mjög stuttur þráður,“ segir hún enn fremur er Damir skellir upp úr. „Ég hugsaði að annað hvort er hann að deyja úr stressi eða bara fara að labba hérna út og hætta við hjónabandið. Þetta var bara þannig dæmi,“ segir Katrín. Aðspurður um hvernig Katrín hafi verið í aðdraganda úrslitaleiksins við Val segir Damir: „Nei, það var ekkert vesen á henni. Það var alls ekkert svona vesen, hún var allt öðruvísi en ég,“ við hlátur þeirra beggja. Viðtalið við þau Damir og Katrínu í heild má sjá í spilaranum að neðan. Þau ræða meðal annars nýja þjálfara sem tóku við Blikaliðunum í fyrrahaust, ganginn á tímabilinu sem og framhaldið. Klippa: Íslandsmeistararnir Damir og Katrín
Breiðablik Besta deild karla Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti