Af-lands-plánun Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. maí 2016 07:00 Gegnum aldirnar hafa hetjurnar í sögunum okkar ekki verið goðar og sýslumenn, prestar eða lögmenn heldur útilegumenn. Grettir sem var gæfusnauður þrátt fyrir gjörvileik, drenglyndur ofstopamaður, skáldmælt tröll. Og Fjalla-Eyvindur sem stal osti frá förukonu sem lagði á hann að hann myndi aldrei óstelandi vera en mildaði álögin með því að hann kæmist aldrei undir manna hendur lengi í einu; og komst á handahlaupum undan fráustu hestum; hann var geðprýðismaður, glæsimenni og þjófur og við elskum hann því að hann var konungur öræfanna; hann var frjáls. Þetta eru okkar menn. Við erum þjóð sem borgum iðnaðarmönnum svart og gefum aldrei undir nokkrum kringumstæðum stefnuljós, bara af því að maður fer ekki eftir reglum.ÞyrlufanginnVið segjum sögur af afbrotamönnunum okkar, dáumst að þeim og öfundum í aðra röndina af frelsi og sérsmíðuðu siðakerfi; séu þetta heiðarlegir og skemmtilegir þjófar og samkvæmir sjálfum sér. Það er þess vegna nokkuð vel af sér vikið hjá þeim útrásarvíkingum sem tekist hefur að koma lögum yfir, að hafa hagað málum sínum svo að þeir eru enn óvinsælustu menn landsins – þótt þeir séu allir með „talsmann“. Hver er munurinn á Ólafi Ólafsssyni og Fjalla-Eyvindi? Til dæmis sá að fara um á handahlaupum og þyrlu. Á dögunum spurðist sem sagt til Ólafs Ólafssonar í skemmtiflugi í þyrlunni sinni – hann á að heita í fangelsi og hann fékk afskrifaða 64 milljarða af skuldum sínum því hann væri ekki borgunarmaður fyrir lánum sínum. En fer sem sagt um á þyrlu. Hvað eigum við eiginlega að gera við þessa útrásarvíkinga? Skikka þá til að vinna kauplaust í tvö ár fyrir mæðrastyrksnefnd? Senda þá á sjóinn? Láta þá dúsa í Drangey? Er engin leið til að koma þeim í skilning um að þeir eru í fangelsi og Páll Winkel er ekki hyskinn húskarl að svíkjast um að skaffa kavíarinn heldur fangavörðurinn þeirra?„Allt annar Óli“Fangelsisvist er útlegðardómur. Dómstólar kveða upp úrskurði um sekt eða sýknu og dæma seka til fangelsisvistar. Þegar komið er inn í fangelsi stígur viðkomandi út úr samfélaginu og inn í félagslegt tómarúm. Það er eflaust þungbær reynsla en getur líka verið mikilvægur tími til uppbyggingar sálar og líkama; maður hlýtur að hugsa sitt ráð. Þess er vænst að fangar átti sig á villu síns vegar, geri yfirbót fyrir brot sín, komi út í samfélagið aftur sem nýjar manneskjur með sömu möguleika og aðrir þegnar til að láta til sín taka og gott af sér leiða. Dómur er fallinn. Og við sem álengdar stöndum dæmum ekki þegar í fangelsi er komið. Það er ekki í okkar verkahring. Viðkomandi greiðir skuld sína við samfélagið innan fangelsismúranna, er ekki lengur í augsýn okkar, ekki lengur hluti af okkur. Við erum svo sem ekki öll líkleg til fjárglæpa eða annarra refsiverðra afbrota – en syndlaus erum við heldur ekki, eins og við vitum, og almennt er það ekki til siðs að hreykja sér yfir brotamenn og fanga heldur hugsum við flest hlýlega til þeirra og vonum að þeim auðnist að finna rétta braut í lífinu. Sumum hrífumst við af – frá Gretti og til Lalla Johns. En það voru menn sem tóku afleiðingum gjörða sinna án þess að víkjast undan eða koma sök yfir á aðra; hefðu aldrei staðið í svo hlálegum vörnum eins og að tala um að það hafi verið „annar Lalli Johns“ sem gerði þetta?… Því miður er engu líkara en að fangavist útrásarvíkinganna ætli að vera eins og viðskiptaferill þeirra; þar voru viðskiptin í aflandsfélögum og þess ævinlega gætt að koma aldrei fram undir réttu nafni en slóðin rækilega falin og viðskiptin eiginlega stunduð af nokkurs konar hliðarsjálfi, gervimanni, sem borgaði skuldirnar – eða öllu heldur borgaði ekki neitt og fór á hausinn og gufaði þá upp. Eins virðist það með fangavistina; þeir eru í fangelsi en samt ekki: sjálfir bara uppi í sumarbústað (sem er í eigu gervimanns) í náðum, að monta sig í þyrlunni eða aka um á montbílum, fara í líkamsrækt eða nudd eða halda fundi og stunda viðskipti, skella sér á reiðnámskeið eða á tónleika með Elton John – eða hvað það nú er sem þessir menn gera – á meðan fangavistin er afplánuð á nokkurs konar aflandsfélagastigi. Engu líkara en að þeir hafi stofnað eignarhaldsfélag utan um fangavistina; og í fangelsinu einhver „allt annar Óli“. Það er náttúrlega mjög þægilegt. En þeir geta ekki vænst þess að komast út úr hlutverki skúrksins í sögunni á meðan málum er svo háttað. Og það er erfitt hlutskipti til lengdar.Greinin birtist í Fréttablaðinu 30. maí 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Gegnum aldirnar hafa hetjurnar í sögunum okkar ekki verið goðar og sýslumenn, prestar eða lögmenn heldur útilegumenn. Grettir sem var gæfusnauður þrátt fyrir gjörvileik, drenglyndur ofstopamaður, skáldmælt tröll. Og Fjalla-Eyvindur sem stal osti frá förukonu sem lagði á hann að hann myndi aldrei óstelandi vera en mildaði álögin með því að hann kæmist aldrei undir manna hendur lengi í einu; og komst á handahlaupum undan fráustu hestum; hann var geðprýðismaður, glæsimenni og þjófur og við elskum hann því að hann var konungur öræfanna; hann var frjáls. Þetta eru okkar menn. Við erum þjóð sem borgum iðnaðarmönnum svart og gefum aldrei undir nokkrum kringumstæðum stefnuljós, bara af því að maður fer ekki eftir reglum.ÞyrlufanginnVið segjum sögur af afbrotamönnunum okkar, dáumst að þeim og öfundum í aðra röndina af frelsi og sérsmíðuðu siðakerfi; séu þetta heiðarlegir og skemmtilegir þjófar og samkvæmir sjálfum sér. Það er þess vegna nokkuð vel af sér vikið hjá þeim útrásarvíkingum sem tekist hefur að koma lögum yfir, að hafa hagað málum sínum svo að þeir eru enn óvinsælustu menn landsins – þótt þeir séu allir með „talsmann“. Hver er munurinn á Ólafi Ólafsssyni og Fjalla-Eyvindi? Til dæmis sá að fara um á handahlaupum og þyrlu. Á dögunum spurðist sem sagt til Ólafs Ólafssonar í skemmtiflugi í þyrlunni sinni – hann á að heita í fangelsi og hann fékk afskrifaða 64 milljarða af skuldum sínum því hann væri ekki borgunarmaður fyrir lánum sínum. En fer sem sagt um á þyrlu. Hvað eigum við eiginlega að gera við þessa útrásarvíkinga? Skikka þá til að vinna kauplaust í tvö ár fyrir mæðrastyrksnefnd? Senda þá á sjóinn? Láta þá dúsa í Drangey? Er engin leið til að koma þeim í skilning um að þeir eru í fangelsi og Páll Winkel er ekki hyskinn húskarl að svíkjast um að skaffa kavíarinn heldur fangavörðurinn þeirra?„Allt annar Óli“Fangelsisvist er útlegðardómur. Dómstólar kveða upp úrskurði um sekt eða sýknu og dæma seka til fangelsisvistar. Þegar komið er inn í fangelsi stígur viðkomandi út úr samfélaginu og inn í félagslegt tómarúm. Það er eflaust þungbær reynsla en getur líka verið mikilvægur tími til uppbyggingar sálar og líkama; maður hlýtur að hugsa sitt ráð. Þess er vænst að fangar átti sig á villu síns vegar, geri yfirbót fyrir brot sín, komi út í samfélagið aftur sem nýjar manneskjur með sömu möguleika og aðrir þegnar til að láta til sín taka og gott af sér leiða. Dómur er fallinn. Og við sem álengdar stöndum dæmum ekki þegar í fangelsi er komið. Það er ekki í okkar verkahring. Viðkomandi greiðir skuld sína við samfélagið innan fangelsismúranna, er ekki lengur í augsýn okkar, ekki lengur hluti af okkur. Við erum svo sem ekki öll líkleg til fjárglæpa eða annarra refsiverðra afbrota – en syndlaus erum við heldur ekki, eins og við vitum, og almennt er það ekki til siðs að hreykja sér yfir brotamenn og fanga heldur hugsum við flest hlýlega til þeirra og vonum að þeim auðnist að finna rétta braut í lífinu. Sumum hrífumst við af – frá Gretti og til Lalla Johns. En það voru menn sem tóku afleiðingum gjörða sinna án þess að víkjast undan eða koma sök yfir á aðra; hefðu aldrei staðið í svo hlálegum vörnum eins og að tala um að það hafi verið „annar Lalli Johns“ sem gerði þetta?… Því miður er engu líkara en að fangavist útrásarvíkinganna ætli að vera eins og viðskiptaferill þeirra; þar voru viðskiptin í aflandsfélögum og þess ævinlega gætt að koma aldrei fram undir réttu nafni en slóðin rækilega falin og viðskiptin eiginlega stunduð af nokkurs konar hliðarsjálfi, gervimanni, sem borgaði skuldirnar – eða öllu heldur borgaði ekki neitt og fór á hausinn og gufaði þá upp. Eins virðist það með fangavistina; þeir eru í fangelsi en samt ekki: sjálfir bara uppi í sumarbústað (sem er í eigu gervimanns) í náðum, að monta sig í þyrlunni eða aka um á montbílum, fara í líkamsrækt eða nudd eða halda fundi og stunda viðskipti, skella sér á reiðnámskeið eða á tónleika með Elton John – eða hvað það nú er sem þessir menn gera – á meðan fangavistin er afplánuð á nokkurs konar aflandsfélagastigi. Engu líkara en að þeir hafi stofnað eignarhaldsfélag utan um fangavistina; og í fangelsinu einhver „allt annar Óli“. Það er náttúrlega mjög þægilegt. En þeir geta ekki vænst þess að komast út úr hlutverki skúrksins í sögunni á meðan málum er svo háttað. Og það er erfitt hlutskipti til lengdar.Greinin birtist í Fréttablaðinu 30. maí 2016
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun