Innlent

Guðni Th. enn með langmest fylgi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson á framboðsfundi hans í Salnum í Kópavogi á dögunum.
Guðni Th. Jóhannesson á framboðsfundi hans í Salnum í Kópavogi á dögunum. Vísir/Ernir
Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni í kosningabaráttunni fyrir komandi forsetakosningar. Hann mældist með 65,6 prósenta fylgi, eða með tvo þriðju hluta atkvæða, í nýrri skoðanakönnun MMR. Næstur á eftir honum kemur Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi.

Andri Snær Magnason mældist með 11 prósent fylgi og Halla Tómasdóttir fengi 2,2 prósent. Aðrir frambjóðendur mældust með samanlögð 3 prósent. 

Niðurstöður könnunarinnar.
Þegar fylgi þriggja efstu frambjóðendanna var skoðað eftir samfélagshópum og stjórnmálaskoðunum kom í ljós að Guðni Th. Jóhannesson hafði hlutfallslega meira fylgi meðal kvenna og þeirra sem ekki studdu ríkisstjórnarflokkana. 

Aftur á móti hafði Davíð Oddson hlutfallslega meira fylgi meðal karlmanna, þeirra sem eldri voru og þeirra sem studdu Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Andri Snær Magnason hafði hlutfallslega mest fylgi meðal þeirra sem yngri voru.  

Fylgi Davíðs Oddssonar hefur aukist nokkuð frá síðustu mælingu, en hann tilkynnti um framboð sitt þegar þremur fjórða hluta gagnaöflunar síðustu könnunar MMR var lokið, en þá mældist hann með 3,1 prósent. Guðni Th. mældist þá með 59,2 prósenta fylgi og Andri Snær með 8,8 prósent. Halla Tómasdóttir mældist með 1,7 prósent.

985 tóku þátt í könnuninni sem fór fram dagana 12.-20.maí en nánar má lesa um hana hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×