Zlatan Ibrahimovic spilar síðasta landsleikinn sinn á EM í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 21:57 Zlatan Ibrahimovic kveður ekki bara PSG í sumar. Vísir/Getty Það eru stór tímamót hjá sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic í sumar en ekki bara þegar kemur að félagsskiptum hans frá Paris-Saint Germain heldur einnig að þeim málum sem snúa að sænska landsliðinu. Zlatan Ibrahimovic er að yfirgefa frönsku meistarana í Paris Saint-Germain eftir fjögur mögnuð tímabil og er sterklega orðaður við Manchester United. Zlatan Ibrahimovic vildi ekki staðfesta neitt um hvert hann væri að fara á blaðamannfundi með sænska landsliðinu í dag en sænska blaðið Dagens Nyheter segist hafa áreiðanlega heimildir fyrir því að Zlatan ætli að hætta að spila með sænska landsliðinu eftir EM. Svíar spilar tvo vináttuleiki á heimavelli fyrir EM og leikirnir við Slóveníu og Wales verða því tveir síðustu landsleikir Zlatan Ibrahimovic á sænskri grundu. Zlatan Ibrahimovic er fyrirliði sænska landsliðsins og hefur skorað 62 mörk í 112 landsleikjum. Hann lék sinn fyrsta landsleik 2001 en hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslit á stórmóti með landsliðinu og það gerðist á EM 2004, fyrir tólf árum síðan. Zlatan Ibrahimovic kemur inn á EM í frábæru formi en hefur skorað 50 mörk í 51 leik með Paris-Saint Germain í öllum keppnum á tímabilinu þar af 38 mörk í 31 leik í frönsku deildinni þar sem hann skoraði heilum 17 mörkum fleiri en næstmarkahæsti maður. Zlatan Ibrahimovic verður 35 ára í október og því að verða 37 ára þegar HM í Rússlandi fer fram 2018. Svíar komust á EM í gegnum umspilið þökk sé þremur mörkum frá Zlatan í tveimur leikjum á móti Dönum. Það gæti orðið erfitt fyrir Svía að komast til Rússlands því Svíþjóð er þar í erfiðum riðli með Hollandi, Frakklandi, Búlgaríu, Hvíta-Rússlandi og Lúxemborg. Zlatan ætlar því að reyna að hætta á toppnum með því að ná besta árangri sænska landsliðsins á stórmóti í langan tíma. Það hefur verið umræða í gangi í Svíþjóð um möguleikann á því að Zlatan Ibrahimovic spili með Svíþjóð á ÓL í Ríó en blaðamanni Dagens Nyheter finnst það mjög ólöglegt. Zlatan Ibrahimovic verður þá væntanlega orðinn leikmaður Manchester United og upptekinn við að vinna sér sæti í byrjunarliði Manchester United. Svíar eru í riðli með Ítölum, Írum og Belgum á EM í Frakklandi og fyrsti leikur liðsins er á móti Írland í París 13. júní. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Mourinho vill styrkja hryggjarsúluna með Stones, Matic og Zlatan Ensku blöðin segja frá innkaupalista Portúgalans sem tekur við Manchester United í vikunni. 24. maí 2016 09:30 PSG vann þrennuna heimafyrir annað árið í röð PSG vann öruggan 4-2 sigur á Marseille í úrslitum franska bikarsins í kvöld en þetta var kveðjuleikur Zlatans með PSG og bauð sænski framherjinn upp á tvö mörk í tilefni þess. 21. maí 2016 21:00 Zlatan er andlit nýrrar herferðar Volvo Volvo er að fara af stað með glæsilega auglýsingaherferð fyrir nýja Volvo V90 þar sem fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic er í aðalhlutverki. 27. maí 2016 14:00 Zlatan búinn að ákveða sig | United það eina sem kemur til greina á Englandi Sænski fótboltamaðurinn er sagður fara til Manchester United ef hann fer í ensku úrvalsdeildina. 26. maí 2016 13:00 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Það eru stór tímamót hjá sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic í sumar en ekki bara þegar kemur að félagsskiptum hans frá Paris-Saint Germain heldur einnig að þeim málum sem snúa að sænska landsliðinu. Zlatan Ibrahimovic er að yfirgefa frönsku meistarana í Paris Saint-Germain eftir fjögur mögnuð tímabil og er sterklega orðaður við Manchester United. Zlatan Ibrahimovic vildi ekki staðfesta neitt um hvert hann væri að fara á blaðamannfundi með sænska landsliðinu í dag en sænska blaðið Dagens Nyheter segist hafa áreiðanlega heimildir fyrir því að Zlatan ætli að hætta að spila með sænska landsliðinu eftir EM. Svíar spilar tvo vináttuleiki á heimavelli fyrir EM og leikirnir við Slóveníu og Wales verða því tveir síðustu landsleikir Zlatan Ibrahimovic á sænskri grundu. Zlatan Ibrahimovic er fyrirliði sænska landsliðsins og hefur skorað 62 mörk í 112 landsleikjum. Hann lék sinn fyrsta landsleik 2001 en hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslit á stórmóti með landsliðinu og það gerðist á EM 2004, fyrir tólf árum síðan. Zlatan Ibrahimovic kemur inn á EM í frábæru formi en hefur skorað 50 mörk í 51 leik með Paris-Saint Germain í öllum keppnum á tímabilinu þar af 38 mörk í 31 leik í frönsku deildinni þar sem hann skoraði heilum 17 mörkum fleiri en næstmarkahæsti maður. Zlatan Ibrahimovic verður 35 ára í október og því að verða 37 ára þegar HM í Rússlandi fer fram 2018. Svíar komust á EM í gegnum umspilið þökk sé þremur mörkum frá Zlatan í tveimur leikjum á móti Dönum. Það gæti orðið erfitt fyrir Svía að komast til Rússlands því Svíþjóð er þar í erfiðum riðli með Hollandi, Frakklandi, Búlgaríu, Hvíta-Rússlandi og Lúxemborg. Zlatan ætlar því að reyna að hætta á toppnum með því að ná besta árangri sænska landsliðsins á stórmóti í langan tíma. Það hefur verið umræða í gangi í Svíþjóð um möguleikann á því að Zlatan Ibrahimovic spili með Svíþjóð á ÓL í Ríó en blaðamanni Dagens Nyheter finnst það mjög ólöglegt. Zlatan Ibrahimovic verður þá væntanlega orðinn leikmaður Manchester United og upptekinn við að vinna sér sæti í byrjunarliði Manchester United. Svíar eru í riðli með Ítölum, Írum og Belgum á EM í Frakklandi og fyrsti leikur liðsins er á móti Írland í París 13. júní.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Mourinho vill styrkja hryggjarsúluna með Stones, Matic og Zlatan Ensku blöðin segja frá innkaupalista Portúgalans sem tekur við Manchester United í vikunni. 24. maí 2016 09:30 PSG vann þrennuna heimafyrir annað árið í röð PSG vann öruggan 4-2 sigur á Marseille í úrslitum franska bikarsins í kvöld en þetta var kveðjuleikur Zlatans með PSG og bauð sænski framherjinn upp á tvö mörk í tilefni þess. 21. maí 2016 21:00 Zlatan er andlit nýrrar herferðar Volvo Volvo er að fara af stað með glæsilega auglýsingaherferð fyrir nýja Volvo V90 þar sem fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic er í aðalhlutverki. 27. maí 2016 14:00 Zlatan búinn að ákveða sig | United það eina sem kemur til greina á Englandi Sænski fótboltamaðurinn er sagður fara til Manchester United ef hann fer í ensku úrvalsdeildina. 26. maí 2016 13:00 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Mourinho vill styrkja hryggjarsúluna með Stones, Matic og Zlatan Ensku blöðin segja frá innkaupalista Portúgalans sem tekur við Manchester United í vikunni. 24. maí 2016 09:30
PSG vann þrennuna heimafyrir annað árið í röð PSG vann öruggan 4-2 sigur á Marseille í úrslitum franska bikarsins í kvöld en þetta var kveðjuleikur Zlatans með PSG og bauð sænski framherjinn upp á tvö mörk í tilefni þess. 21. maí 2016 21:00
Zlatan er andlit nýrrar herferðar Volvo Volvo er að fara af stað með glæsilega auglýsingaherferð fyrir nýja Volvo V90 þar sem fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic er í aðalhlutverki. 27. maí 2016 14:00
Zlatan búinn að ákveða sig | United það eina sem kemur til greina á Englandi Sænski fótboltamaðurinn er sagður fara til Manchester United ef hann fer í ensku úrvalsdeildina. 26. maí 2016 13:00