Formúla 1

Forseti Ferrari ætlast til þess að liðið vinni spænska kappaksturinn

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Sergio Marchionne er orðinn leiður á óheppni Ferrari.
Sergio Marchionne er orðinn leiður á óheppni Ferrari. Vísir/Getty
Sergio Marchionne ætlast til þess af Ferrari liðinu að það fari að snúa við blaðinu og sigra Mercedes. Hann vill að liðið byrji á að vinna spænska kappaksturinn um helgina.

„Ég ætlast til þess að við förum að vinna fljótlega, byrjum á Spáni,“ sagði Marchionne á Alfa Romeo kynningu á Ítalíu.

„Ég hef fulla trú á því. Sunnudagurinn verður mikilvægur dagur, hingað til hefur óheppnin elt okkur en tímabilið er rétt að byrja,“ Bætti Marchionne við.

Ferrari er í öðru sæti í keppni bílasmiða, 81 stigi á eftir ríkjandi heimsmeisturum Mercedes. Ferrari hefur skort hraða til að ógna Mercedes af alvöru.

Marchionne telur óheppni hafa kostað liðið mikið á tímabilinu hingað til en telur að spænski kappaksturinn um helgina verði vendipunktur. Hann telur liðið eiga að vinna sína fyrstu keppni í ár á sunnudaginn.

„Ég er mjög ánægður með bæði [Sebastian] Vettel og [Kimi] Raikkonen. Það eina sem hefur ekki virkað er heppnin,“ sagði Marchionne að lokum.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Rosberg einmana í Rússlandi

Nico Rosberg á Mercedes vann sjöttu keppnina í röð í Rússlandi á sunnudag. Hvað var að frétta hjá Lewis Hamilton, hvað var Daniil Kvyat að spá?

Hamilton vill ekki sjá samsæriskenningar

Lewis Hamilton hefur óskað eftir því við aðdáendur sína að þeir hætti samsæriskenningum um að Mercedes liðið sé að hjálpa Nico Rosberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×