Formúla 1

Hamilton og Rosberg klesstu á hvorn annan á fyrsta hring og eru úr leik | Myndband

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lewis Hamilton og Nico Rosberg lentu saman snemma á fyrsta hring. Áreksturinn batt enda á keppni beggja ökumanna.

Hamilton var á ráspól, Rosberg stal fyrsta sætinu á ráskaflanum. Hamilton ætlaði að svara fyrir sig, Rosberg lokaði á hann og Hamilton fór út á grasið og missti gripið og straujaði Rosberg með sér.

Sjon er sögu ríkari, en myndbandið má sjá hér efst í greininni.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton á ráspól á Spáni

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull var þriðji.

Ferrari sýnir mátt sinn á föstudagsæfingum

Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir spænska Formúlu 1 kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari virðist nær Mercedes en áður á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×