Grænlendingar hafna loftlagssáttmálanum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2016 19:15 Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að standa utan við loftlagssáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem þau telja hann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. Þetta átti þátt í því að Bandaríkjaforseta og leiðtogum Norðurlandanna mistókst að gera sérstakan norðurslóðasáttmála í Washington í síðustu viku.Ban Ki-moon í fylgd með þáverandi forsætisráðherrum Grænlands og Danmerkur, Alequ Hammond og Helle Thorning-Schmidt, fyrir tveimur árum. Aleqa tók á móti aðalritaranum íklædd selskinnskápu.SÞ/Mark Garden.Þessi afstaða Grænlendinga er afar neyðarleg fyrir ímynd loftlagssáttmálans í ljósi þess að Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fór í sögulega heimsókn til Grænlands fyrir tveimur árum um hávetur til að beina sjónum að loftlagsvanda jarðar. Aðalritarinn ferðaðist um á hundasleða og veiddi fisk í gegnum vakir með heimamönnum til að vekja athygli á því hvaða áhrif bráðnun hafíss gæti haft á lífsskilyrði þjóða á norðurslóðum.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna með grænlenskum sleðahundum.SÞ/Mark Garten.Aðalritarinn virðist þarna hafa misreiknað vilja grænlenskra stjórnvalda því þau hafa ákveðið að nýta svæðisbundinn rétt sinn til að standa utan við skuldbindingar sáttmálans. Kjarni málsins er nefnilega sá að þau telja leiðina til efnahagslegs sjálfstæðis ekki felast í því að aka um á hundasleðum og veiða fisk í gegnum vakir heldur fremur með námagreftri úr fjöllum, eins og við bæinn Narssaq, sem talið er geyma úran. Grænland og landgrunn þess eru einnig talin auðug af eðalmálmum og olíu. Í yfirlýsingu Grænlendinga er lýst megnri óánægju með að í lokatexta Parísarsáttmálans hafi ekkert tillit verið tekið til óska frumbyggjaþjóða til efnahagsþróunar. Danska blaðið Politiken fjallar nánar um það sem virðist vera þversögn; að meðan ísinn bráðni þá segi Grænland nei við sáttmálanum. Þar kemur fram að núverandi áætlanir Grænlendinga um námavinnslu, olíuleit og iðnaðaruppbyggingu muni hugsanlega tvöfalda losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Aðild þýði að loftlagssáttmálinn muni refsa fyrirtækjum sem vilji hefja orkufreka námavinnslu eða aðra auðlindanýtingu á Grænlandi.Leiðtogar Norðurlandanna með Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í síðustu viku.Þessi afstaða Grænlendinga hafði meðal annars þau áhrif að áform um að Bandaríkjaforseti og leiðtogar Norðurlandanna gerðu sérstakan norðurslóðasáttmála í síðustu viku urðu að engu. Politiken segir að dönsk stjórnvöld og norsk hafi sagt nei. Tengdar fréttir Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00 Aðalritarinn í ævintýraferð á hundasleða á Grænlandi Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þeysir á hundasleða, siglir innan um borgarísjaka og veiðir í gegnum ísvakir í sögulegri heimsókn til Grænlands, sem ætlað er að beina sjónum að loftlagsvanda heims. 28. mars 2014 19:00 Mest lesið Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að standa utan við loftlagssáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem þau telja hann þrengja möguleika Grænlendinga til iðnvæðingar og efnahagslegs sjálfstæðis. Þetta átti þátt í því að Bandaríkjaforseta og leiðtogum Norðurlandanna mistókst að gera sérstakan norðurslóðasáttmála í Washington í síðustu viku.Ban Ki-moon í fylgd með þáverandi forsætisráðherrum Grænlands og Danmerkur, Alequ Hammond og Helle Thorning-Schmidt, fyrir tveimur árum. Aleqa tók á móti aðalritaranum íklædd selskinnskápu.SÞ/Mark Garden.Þessi afstaða Grænlendinga er afar neyðarleg fyrir ímynd loftlagssáttmálans í ljósi þess að Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fór í sögulega heimsókn til Grænlands fyrir tveimur árum um hávetur til að beina sjónum að loftlagsvanda jarðar. Aðalritarinn ferðaðist um á hundasleða og veiddi fisk í gegnum vakir með heimamönnum til að vekja athygli á því hvaða áhrif bráðnun hafíss gæti haft á lífsskilyrði þjóða á norðurslóðum.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna með grænlenskum sleðahundum.SÞ/Mark Garten.Aðalritarinn virðist þarna hafa misreiknað vilja grænlenskra stjórnvalda því þau hafa ákveðið að nýta svæðisbundinn rétt sinn til að standa utan við skuldbindingar sáttmálans. Kjarni málsins er nefnilega sá að þau telja leiðina til efnahagslegs sjálfstæðis ekki felast í því að aka um á hundasleðum og veiða fisk í gegnum vakir heldur fremur með námagreftri úr fjöllum, eins og við bæinn Narssaq, sem talið er geyma úran. Grænland og landgrunn þess eru einnig talin auðug af eðalmálmum og olíu. Í yfirlýsingu Grænlendinga er lýst megnri óánægju með að í lokatexta Parísarsáttmálans hafi ekkert tillit verið tekið til óska frumbyggjaþjóða til efnahagsþróunar. Danska blaðið Politiken fjallar nánar um það sem virðist vera þversögn; að meðan ísinn bráðni þá segi Grænland nei við sáttmálanum. Þar kemur fram að núverandi áætlanir Grænlendinga um námavinnslu, olíuleit og iðnaðaruppbyggingu muni hugsanlega tvöfalda losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Aðild þýði að loftlagssáttmálinn muni refsa fyrirtækjum sem vilji hefja orkufreka námavinnslu eða aðra auðlindanýtingu á Grænlandi.Leiðtogar Norðurlandanna með Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í síðustu viku.Þessi afstaða Grænlendinga hafði meðal annars þau áhrif að áform um að Bandaríkjaforseti og leiðtogar Norðurlandanna gerðu sérstakan norðurslóðasáttmála í síðustu viku urðu að engu. Politiken segir að dönsk stjórnvöld og norsk hafi sagt nei.
Tengdar fréttir Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00 Aðalritarinn í ævintýraferð á hundasleða á Grænlandi Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þeysir á hundasleða, siglir innan um borgarísjaka og veiðir í gegnum ísvakir í sögulegri heimsókn til Grænlands, sem ætlað er að beina sjónum að loftlagsvanda heims. 28. mars 2014 19:00 Mest lesið Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. 26. mars 2014 19:00
Aðalritarinn í ævintýraferð á hundasleða á Grænlandi Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, þeysir á hundasleða, siglir innan um borgarísjaka og veiðir í gegnum ísvakir í sögulegri heimsókn til Grænlands, sem ætlað er að beina sjónum að loftlagsvanda heims. 28. mars 2014 19:00